Innlent

Myndasafn: Viðburðarík vika í pólitíkinni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Síðasta vika hefur heldur betur verið viðburðarrík þegar litið er til stjórnmálanna. Í vikubyrjun voru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson enn að pússa saman stjórnarsáttmála og á fimmtudegi var Katrín Jakobsdóttir orðin forsætisráðherra.

Í millitíðinni þurftu flokkstofnanir Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna að leggja blessun sína yfir sáttmálann og vakti það athygli þegar Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn VG, kusu gegn sáttmálanum.

Guðmundur Ingi Guðmundsson varð fyrsti samkynhneigði karlráðherrann í sögu lýðveldisins og stjórnmálakonur frá öllum heimshornum hittust í Reykjavík á ráðstefnu og töluðu meðal annars um kynferðislega áreitni á vinnustað.

Ljósmyndarar 365 höfðu því heldur betur nóg að gera og náðu þeir meðal annars þessum myndum hér.

Létt var yfir Bjarna, Katrínu og Sigurði Inga þegar stjórnarsáttmálinn var undirritaður síðastliðinn fimmtudag.Vísir/Eyþór



Fleiri fréttir

Sjá meira


×