Sigmundur Davíð dregur stjórnarsáttmálann sundur og saman í háði Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2017 13:52 Sigmundur Davíð tætir nýjan stjórnarsáttmála í sig, telur hann hlálegt plagg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, þykir stjórnarsáttmálinn hvorki fugl né fiskur. Hann birtir sína útgáfu af honum á netinu, stytta og aðgengilega útgáfu að sögn, og fylgir henni úr hlaði með svohljóðandi skilaboðum á Facebooksíðu sinni: „Það eru víst enn um 10 dagar í að við fáum að sjá fjárlagafrumvarpið. Hvað er hægt að gera í millitíðinni? Til dæmis lesa stjórnarsáttmálann nokkrum sinnum. Ég veit að hann er dálítið langur og ekki endilega mjög skemmtilegur," skrifar Sigmundur og heldur áfram:Bæði hægri og vinstri „Hér er hins vegar að finna stytta og mjög aðgengilega útgáfu stjórnarsáttmálans ásamt skýringum. Gagnlegt skjal sem gott verður að hafa við höndina í vetur.“ Útlegging Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum er ískrandi háðsk og stórskemmtileg. Í inngangi segir: „Ríkisstjórnin er í senn hægri- og vinstri stjórn. Það á þó hvorki að valda hægri- né vinstrimönnum áhyggjum því stjórnin tekur við fullum hirslum fjár og hyggst nýta það.“Nefndir og aftur nefndir Reyndar þarf ekki bókmenntafræðing til að átta sig á því að Sigmundi Davíð þykir stjórnarsáttmálinn algjör moðsuða og fjalli í raun ekki um neitt. Svo gripið sé niður í stjórnarsáttmálann að hætti Sigmundar Davíðs: „Ríkisstjórnin telur efnahagslegan styrk mikilvægan og mun stofna ýmis konar nefndir um málið en einnig taka við niðurstöðum fyrri nefnda. Þannig mun til dæmis nefnd um peningastefnu skila niðurstöðu um gjaldmiðilsmál sem nefndarmenn og landsmenn allir verða sammála um. Sú sameiginlega niðurstaða verður svo innleidd af ríkisstjórninni.“Allt gagnsætt og svoleiðis Á öðrum stað segir svo: „Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi fjármálakerfið er sú að hugsanlega verði mótuð stefna varðandi fjármálakerfið. Fyrst verður þó skrifuð hvítbók og talað um innihald hennar ef menn vilja. Svo verður þetta bara allt gagnsætt og skilvirkt og svoleiðis.“ Útgáfu Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum í heild sinni má svo finna hér. Tengdar fréttir Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45 Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, þykir stjórnarsáttmálinn hvorki fugl né fiskur. Hann birtir sína útgáfu af honum á netinu, stytta og aðgengilega útgáfu að sögn, og fylgir henni úr hlaði með svohljóðandi skilaboðum á Facebooksíðu sinni: „Það eru víst enn um 10 dagar í að við fáum að sjá fjárlagafrumvarpið. Hvað er hægt að gera í millitíðinni? Til dæmis lesa stjórnarsáttmálann nokkrum sinnum. Ég veit að hann er dálítið langur og ekki endilega mjög skemmtilegur," skrifar Sigmundur og heldur áfram:Bæði hægri og vinstri „Hér er hins vegar að finna stytta og mjög aðgengilega útgáfu stjórnarsáttmálans ásamt skýringum. Gagnlegt skjal sem gott verður að hafa við höndina í vetur.“ Útlegging Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum er ískrandi háðsk og stórskemmtileg. Í inngangi segir: „Ríkisstjórnin er í senn hægri- og vinstri stjórn. Það á þó hvorki að valda hægri- né vinstrimönnum áhyggjum því stjórnin tekur við fullum hirslum fjár og hyggst nýta það.“Nefndir og aftur nefndir Reyndar þarf ekki bókmenntafræðing til að átta sig á því að Sigmundi Davíð þykir stjórnarsáttmálinn algjör moðsuða og fjalli í raun ekki um neitt. Svo gripið sé niður í stjórnarsáttmálann að hætti Sigmundar Davíðs: „Ríkisstjórnin telur efnahagslegan styrk mikilvægan og mun stofna ýmis konar nefndir um málið en einnig taka við niðurstöðum fyrri nefnda. Þannig mun til dæmis nefnd um peningastefnu skila niðurstöðu um gjaldmiðilsmál sem nefndarmenn og landsmenn allir verða sammála um. Sú sameiginlega niðurstaða verður svo innleidd af ríkisstjórninni.“Allt gagnsætt og svoleiðis Á öðrum stað segir svo: „Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi fjármálakerfið er sú að hugsanlega verði mótuð stefna varðandi fjármálakerfið. Fyrst verður þó skrifuð hvítbók og talað um innihald hennar ef menn vilja. Svo verður þetta bara allt gagnsætt og skilvirkt og svoleiðis.“ Útgáfu Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum í heild sinni má svo finna hér.
Tengdar fréttir Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45 Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45
Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15