Rannveig Rist segir að lögregla og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárásinni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2017 21:00 Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi. VÍSIR/GVA Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar aðfaranótt 5. ágúst árið 2009. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið en um nóttina höfðu verið unnin skemmdarverk á heimili Rannveigar í Garðabæ. Málningu var skvett á íbúðarhúsið og þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn þann 5. ágúst skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Sjá einnig: Rannveig særð í andliti eftir sýruárás„Ég opnaði bílinn vegna þess að hann var allur út í einhverju, það var svona eins og lakkið væri að hluta til uppleyst, en það var allt þurrt svo við sáum ekki strax að þetta væri sýra. Ég opnaði bílinn og í hurðarfalsinu var greinilega vatn, þannig að það var vatnsblönduð sýra sem var í falsinu, það komu dropar í andlitið á mér og ég fékk sár af þeim. Ég var heppin að fá þá ekki í augun. En ég fékk sár í andlitið sem ég átti í dálítið lengi, þannig að þetta var býsna alvarleg árás,“ segir Rannveig í samtali við RÚV um árásina. Hún telur að lögregla og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárásinni en Rio Tinto telji þetta alvarlegustu árás sem gerð hafi verið á starfsmann þess á Vesturlöndum frá upphafi. Börnin heima þegar árásin átti sér staðStefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi eftir atvikið árið 2009 að málið væri litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Á þessum tíma hafði lögreglan til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk höfðu verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Hún kærði þann úrskurð en það var líka látið niður falla. Rannveig segir að fjölskyldan hafi verið í sumarfríi þegar skemmdarverkin og árásin áttu sér stað og voru börnin hennar tvö á heimilinu, það yngra átta ára. Rannveig segir að málið hafi fengið mjög á fjölskylduna en búið var að mála veggina um nóttina þar sem börnin sváfu og utan á húsið var málað: „Hér býr illvirki.“Almennur ótti í þjóðfélaginuHún furðar sig á því að enginn hafi mótmælt því að slíkar árásir hafi verið gerðar hér á landi en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Það hafi svo verið stór samkoma á Íslandi nokkrum árum síðar þar sem var verið að mótmæla sýruárásum í fjarlægum löndum. „Mér finnst raunverulega bara almennt í þjóðfélaginu að það stóð enginn upp gegn þessu, þeim tókst þessum aðilum sem voru þarna að verki í þessum hömlulausu aðgerðum að hræða ansi marga. Þannig að lögreglan og alþingismenn og þeir sem hefðu átt að bregðast við og standa upp við svona þorðu því ekki af ótta við að lenda í svona sjálfir. Mér fannst vera almennur ótti í þjóðfélaginu og menn lögðu ekki í málið. Vegna þess að það er mjög skrýtið að svona árás skuli ekki vera tekin mjög föstum tökum og alvarlega." Rannveig segir við RÚV að hún fagni #MeToo umræðunni sem núna er í gangi og segir hana þarfa og tímabæra. „Ég held að það sé ágætt að menn átti sig á því að það er alveg kominn tími á að konur séu meðhöndlaðar með sama hætti og karlmenn. Ég ætla ekki að óska körlunum að þeir séu meðhöndlaðir með sama hætti og konur." MeToo Tengdar fréttir Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun. 3. október 2009 06:15 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fékk sýru í andlitið morguninn eftir að skemmdarverk voru unnin á heimili hennar aðfaranótt 5. ágúst árið 2009. Sýrubruninn var það alvarlegur að hún hlaut sár í andlitið en um nóttina höfðu verið unnin skemmdarverk á heimili Rannveigar í Garðabæ. Málningu var skvett á íbúðarhúsið og þegar Rannveig opnaði framdyr fjölskyldubifreiðar um morguninn þann 5. ágúst skvettist sýra úr hurðarfalsinu framan í hana rétt neðan við hægra augað. Sjá einnig: Rannveig særð í andliti eftir sýruárás„Ég opnaði bílinn vegna þess að hann var allur út í einhverju, það var svona eins og lakkið væri að hluta til uppleyst, en það var allt þurrt svo við sáum ekki strax að þetta væri sýra. Ég opnaði bílinn og í hurðarfalsinu var greinilega vatn, þannig að það var vatnsblönduð sýra sem var í falsinu, það komu dropar í andlitið á mér og ég fékk sár af þeim. Ég var heppin að fá þá ekki í augun. En ég fékk sár í andlitið sem ég átti í dálítið lengi, þannig að þetta var býsna alvarleg árás,“ segir Rannveig í samtali við RÚV um árásina. Hún telur að lögregla og önnur yfirvöld hafi brugðist þegar hún varð fyrir sýruárásinni en Rio Tinto telji þetta alvarlegustu árás sem gerð hafi verið á starfsmann þess á Vesturlöndum frá upphafi. Börnin heima þegar árásin átti sér staðStefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi eftir atvikið árið 2009 að málið væri litið mjög alvarlegum augum og hafi verið tekið föstum tökum. Hann vildi hins vegar ekkert tjá sig frekar um rannsóknina. Á þessum tíma hafði lögreglan til rannsóknar á annan tug mála þar sem skemmdarverk höfðu verið unnin á heimilum fólks úr fjármála- og orkugeiranum. Rannveig kærði árásina en málið var látið niður falla. Hún kærði þann úrskurð en það var líka látið niður falla. Rannveig segir að fjölskyldan hafi verið í sumarfríi þegar skemmdarverkin og árásin áttu sér stað og voru börnin hennar tvö á heimilinu, það yngra átta ára. Rannveig segir að málið hafi fengið mjög á fjölskylduna en búið var að mála veggina um nóttina þar sem börnin sváfu og utan á húsið var málað: „Hér býr illvirki.“Almennur ótti í þjóðfélaginuHún furðar sig á því að enginn hafi mótmælt því að slíkar árásir hafi verið gerðar hér á landi en sýru var einnig beitt þegar skemmdarverk voru unnin á heimili Hjörleifs Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Það hafi svo verið stór samkoma á Íslandi nokkrum árum síðar þar sem var verið að mótmæla sýruárásum í fjarlægum löndum. „Mér finnst raunverulega bara almennt í þjóðfélaginu að það stóð enginn upp gegn þessu, þeim tókst þessum aðilum sem voru þarna að verki í þessum hömlulausu aðgerðum að hræða ansi marga. Þannig að lögreglan og alþingismenn og þeir sem hefðu átt að bregðast við og standa upp við svona þorðu því ekki af ótta við að lenda í svona sjálfir. Mér fannst vera almennur ótti í þjóðfélaginu og menn lögðu ekki í málið. Vegna þess að það er mjög skrýtið að svona árás skuli ekki vera tekin mjög föstum tökum og alvarlega." Rannveig segir við RÚV að hún fagni #MeToo umræðunni sem núna er í gangi og segir hana þarfa og tímabæra. „Ég held að það sé ágætt að menn átti sig á því að það er alveg kominn tími á að konur séu meðhöndlaðar með sama hætti og karlmenn. Ég ætla ekki að óska körlunum að þeir séu meðhöndlaðir með sama hætti og konur."
MeToo Tengdar fréttir Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun. 3. október 2009 06:15 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás Sýru sem þykir of hættuleg til notkunar í iðnaði var beitt í skemmdarverkaárás á heimili Rannveigar Rist. Litlu mátti muna að Rannveig fengi sýruna í augun. 3. október 2009 06:15
#MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30