Skammarlegt að í kerfi sem á að vernda þolendur þrífist ofbeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. desember 2017 11:16 Femínistafélagið Auður tekur skýra afstöðu. Vísir/GVA Meðlmir femínistafélagsins Auðar, nýstofnaðs femínistafélags stúdenta við lagadeild HÍ krefjast breytinga á viðhorfum og hegðun innan lögfræðingastéttarinnar, réttarvörslukerfisins og lagadeildar HÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem telur 116 nemendur við deildina, konur og karla. 156 konur í réttarvörslukerfinu rufu í gær þögnina og sögðu frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og kvenfyrirlitningu innan réttarvörslukerfisins.Sjá einnig: Þögnin rofin: Konur úr réttarvörslukerfinu segja frá ofbeldi, áreiti, niðurlægingu og smánun „Þetta er kerfi sem mörg okkar stefna á að starfa í að námi loknu, en ljóst er að margt þarf að breytast svo vinnuumhverfið hljómi spennandi í hugum ungra femínískra lögfræðinga,“ segir í yfirlýsingu Auðar. Þar segir einnig að félagið standi með þeim konum í réttarvörslukerfinu sem stigu fram og sögðu frá ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. „Við tökum undir orð þeirra um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni verði að vera sett í forgang og að allir vinnuveitendur þurfi að axla ábyrgð á að uppræta vandamálið. Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun er staðreynd í þessari stétt eins og öðrum stéttum samfélagsins. Meðlimir femínistafélagsins Auðar vita þó að mörkin eru skýr og það á fólk sem vinnur í kerfinu einnig að vita. Það er því skammarlegt að í kerfi sem meðal annars á að sjá um að vernda þolendur ofbeldis þrífist ofbeldi, áreitni og mismunun. Við krefjumst þess að breytingar verði hér á.“ Meðlimir félagsins undra sig einnig á því að þrátt fyrir að konum sem stunda nám við lagadeild HÍ hafi farið fjölgandi og að þær séu nú í meirihluta upplifi þær deildina oft karllæga í viðhorfum. Þessu þurfi að breyta. „Femínistafélagið Auður tekur skýra afstöðu. Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á ekki að líðast. Breytum þessu svo það verði ekki fráhrindandi fyrir nýútskrifaða lögfræðinga sem langar að vinna af hugsjón í réttarvörslukerfinu að stíga þar inn.“ Tengdar fréttir Þögnin rofin: Konur úr réttarvörslukerfinu segja frá ofbeldi, áreiti, niðurlægingu og smánun Konur sem starfa eða hafa starfað innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni Þögnin rofin en 156 konur skrifa undir yfirlýsinguna og henni fylgja 45 reynslusögur. 7. desember 2017 21:37 Hætti í lögfræðinámi eftir að hafa verið illilega áreitt af kennaranum Konur innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni "Þögnin rofin.“ Þær krefjast þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti verði sett í forgang og að allir vinnuveitendur taki ábyrgð á að uppræta vandamálið. 7. desember 2017 23:38 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Meðlmir femínistafélagsins Auðar, nýstofnaðs femínistafélags stúdenta við lagadeild HÍ krefjast breytinga á viðhorfum og hegðun innan lögfræðingastéttarinnar, réttarvörslukerfisins og lagadeildar HÍ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu sem telur 116 nemendur við deildina, konur og karla. 156 konur í réttarvörslukerfinu rufu í gær þögnina og sögðu frá kynferðislegri áreitni, ofbeldi og kvenfyrirlitningu innan réttarvörslukerfisins.Sjá einnig: Þögnin rofin: Konur úr réttarvörslukerfinu segja frá ofbeldi, áreiti, niðurlægingu og smánun „Þetta er kerfi sem mörg okkar stefna á að starfa í að námi loknu, en ljóst er að margt þarf að breytast svo vinnuumhverfið hljómi spennandi í hugum ungra femínískra lögfræðinga,“ segir í yfirlýsingu Auðar. Þar segir einnig að félagið standi með þeim konum í réttarvörslukerfinu sem stigu fram og sögðu frá ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. „Við tökum undir orð þeirra um að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni verði að vera sett í forgang og að allir vinnuveitendur þurfi að axla ábyrgð á að uppræta vandamálið. Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun er staðreynd í þessari stétt eins og öðrum stéttum samfélagsins. Meðlimir femínistafélagsins Auðar vita þó að mörkin eru skýr og það á fólk sem vinnur í kerfinu einnig að vita. Það er því skammarlegt að í kerfi sem meðal annars á að sjá um að vernda þolendur ofbeldis þrífist ofbeldi, áreitni og mismunun. Við krefjumst þess að breytingar verði hér á.“ Meðlimir félagsins undra sig einnig á því að þrátt fyrir að konum sem stunda nám við lagadeild HÍ hafi farið fjölgandi og að þær séu nú í meirihluta upplifi þær deildina oft karllæga í viðhorfum. Þessu þurfi að breyta. „Femínistafélagið Auður tekur skýra afstöðu. Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á ekki að líðast. Breytum þessu svo það verði ekki fráhrindandi fyrir nýútskrifaða lögfræðinga sem langar að vinna af hugsjón í réttarvörslukerfinu að stíga þar inn.“
Tengdar fréttir Þögnin rofin: Konur úr réttarvörslukerfinu segja frá ofbeldi, áreiti, niðurlægingu og smánun Konur sem starfa eða hafa starfað innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni Þögnin rofin en 156 konur skrifa undir yfirlýsinguna og henni fylgja 45 reynslusögur. 7. desember 2017 21:37 Hætti í lögfræðinámi eftir að hafa verið illilega áreitt af kennaranum Konur innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni "Þögnin rofin.“ Þær krefjast þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti verði sett í forgang og að allir vinnuveitendur taki ábyrgð á að uppræta vandamálið. 7. desember 2017 23:38 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Þögnin rofin: Konur úr réttarvörslukerfinu segja frá ofbeldi, áreiti, niðurlægingu og smánun Konur sem starfa eða hafa starfað innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni Þögnin rofin en 156 konur skrifa undir yfirlýsinguna og henni fylgja 45 reynslusögur. 7. desember 2017 21:37
Hætti í lögfræðinámi eftir að hafa verið illilega áreitt af kennaranum Konur innan réttarvörslukerfisins sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kvöld undir yfirskriftinni "Þögnin rofin.“ Þær krefjast þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreiti verði sett í forgang og að allir vinnuveitendur taki ábyrgð á að uppræta vandamálið. 7. desember 2017 23:38