Mjög slæmt ferðaveður eftir hádegi Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2017 11:03 Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. vedur.is Spáð er hríðarveðri á Norður- og Austurlandi eftir hádegi í dag. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög hvössum vindi, einkum á Suðausturlandi síðdegis, og verður því mjög slæmt ferðaveður á þessum slóðum. Gert er ráð fyrir nokkuð mikilli snjókomu með hvössum vindi á Norður- og Austurlandi fram að helgi. Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað. Búið er að loka vegunum um Víkurskarð og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar. Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og hálka, hálkublettir eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Snjóþekja eða hálka er á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Flughálka er á milli Kleifarheiðar og Brjánslækjar og ófært á Klettshálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi og á Drangsnesvegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Víkurskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi en þungfært og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun: Norðan 13 til 18 metrar á sekúndu, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él fyrir norðan og austan, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig.Á fimmtudag og föstudag: Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en úrkomulaust um sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig.Á laugardag: Allhvöss eða hvöss norðanátt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst vestantil á landinu. Áfram kalt í veðri.Á sunnudag: Austlæg átt og bjart veður, en skýjað og dálítil snjókoma á SV- og V-landi. Hiti um frostmark við SV-ströndina, en talsvert frost í innsveitum N- og A-lands.Á mánudag: Hægur vindur og þurrt. Frost um allt land. Veður Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Spáð er hríðarveðri á Norður- og Austurlandi eftir hádegi í dag. Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög hvössum vindi, einkum á Suðausturlandi síðdegis, og verður því mjög slæmt ferðaveður á þessum slóðum. Gert er ráð fyrir nokkuð mikilli snjókomu með hvössum vindi á Norður- og Austurlandi fram að helgi. Veðurstofan segir um að ræða vetrarskot sem mun klárast á laugardaginn ef spárnar ganga eftir. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað. Búið er að loka vegunum um Víkurskarð og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna stórhríðar. Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum og hálka, hálkublettir eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og ófært á Bröttubrekku og Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi. Snjóþekja eða hálka er á sunnanverðum Vestfjörðum og skafrenningur á fjallvegum. Flughálka er á milli Kleifarheiðar og Brjánslækjar og ófært á Klettshálsi. Einnig er ófært á Steingrímsfjarðarheiði og þungfært á Þröskuldum og slæmt veður. Þungfært er einnig í Ísafjarðardjúpi og á Drangsnesvegi. Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Verið er að kanna ástand á Siglufjarðarvegi m.t.t. snjóflóðahættu. Norðaustanlands er nú lokað á Víkurskarði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði en annars hálka eða snjóþekja á vegum og töluverð snjókoma eða éljagangur. Snjóþekja eða hálka er á vegum á Austurlandi en þungfært og skafrenningur á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra. Hálka eða hálkublettir eru með Suðausturströndinni frá Höfn og áfram suður.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun: Norðan 13 til 18 metrar á sekúndu, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él fyrir norðan og austan, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost víða 0 til 5 stig.Á fimmtudag og föstudag: Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en úrkomulaust um sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig.Á laugardag: Allhvöss eða hvöss norðanátt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst vestantil á landinu. Áfram kalt í veðri.Á sunnudag: Austlæg átt og bjart veður, en skýjað og dálítil snjókoma á SV- og V-landi. Hiti um frostmark við SV-ströndina, en talsvert frost í innsveitum N- og A-lands.Á mánudag: Hægur vindur og þurrt. Frost um allt land.
Veður Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira