Selur íbúðina á tæplega þrjá milljarða króna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 21:30 Bæ, bæ New York. Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er búin að setja þakíbúð sína í Nomad-hverfinu á Manhattan í New York á sölu. Ásett verð eru 26.95 milljónir dollara, eða tæplega þrír milljarðar króna. Þeir sem hafa fylgst með ferli Jennifer vita að hún er fædd og uppalin í New York, nánar tiltekið í Bronx-hverfinu eins og hún syngur um í laginu Jenny from the Block, sem er á plötunni This Is Me… Then frá árinu 2002. Jennifer keypti íbúðina á Manhattan árið 2014 í gegnum eignahlutafélag á rétt rúmlega tuttugu milljónir dollara. Björt og falleg íbúð. Þessi fjögurra herbergja íbúð sem nú er komin á sölu er með glæsilegra móti og er á East 26th Street, nálægt Madison Square Park og Flatiron-byggingunni. Hún er rúmir sex hundruð fermetrar og búin sex stórum baðherbergjum, tveimur litlum baðherbergjum og fjórum veröndum, en alls er útisvæðið sem fylgir íbúðinni tæplega þrjú hundruð fermetrar. Stórt og fallegt útisvæði. Það er Modlin Group sem sér um sölu á íbúðinni og samkvæmt þeim er þessi íbúð krúnudjásn byggingarinnar sem hún er í. Nágrannar J. Lo í byggingunni eru Chelsea Clinton, Nascar-ökuþórinn Jeff Gordon og John Silvetz, stjórnandi vogunarsjóðs. Öll þrjú greiddu þau tíu milljónir dollara eða minna fyrir sínar íbúðir, þannig að ljóst er að íbúð Jennifer er sú stærsta og íburðarmesta í byggingunni. Huggulegt. Þetta er í annað sinn á árinu sem Jennifer selur fasteign. Fyrr í ár seldi hún glæsihýsi sitt í Los Angeles fyrir tíu milljónir dollara, rúman milljarð króna. Verð þeirrar eignar hafði hins vegar margsinnis verið lækkað og var upprunalega kaupverðið sautján milljónir dollara þegar eignin fór á sölu, eða rúmlega 1,7 milljarður króna. Dúðuð J.Lo.Vísir / Getty Það er því í nægu að snúast hjá þessari hæfileikaríku konu um þessar mundir þar sem hún leikur veigamikið hlutverk í sjónvarpsþáttunum Shades of Blue og gaf nýverið út plötuna Por Primera Vez, þar sem hún syngur eingöngu á spænsku. Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er búin að setja þakíbúð sína í Nomad-hverfinu á Manhattan í New York á sölu. Ásett verð eru 26.95 milljónir dollara, eða tæplega þrír milljarðar króna. Þeir sem hafa fylgst með ferli Jennifer vita að hún er fædd og uppalin í New York, nánar tiltekið í Bronx-hverfinu eins og hún syngur um í laginu Jenny from the Block, sem er á plötunni This Is Me… Then frá árinu 2002. Jennifer keypti íbúðina á Manhattan árið 2014 í gegnum eignahlutafélag á rétt rúmlega tuttugu milljónir dollara. Björt og falleg íbúð. Þessi fjögurra herbergja íbúð sem nú er komin á sölu er með glæsilegra móti og er á East 26th Street, nálægt Madison Square Park og Flatiron-byggingunni. Hún er rúmir sex hundruð fermetrar og búin sex stórum baðherbergjum, tveimur litlum baðherbergjum og fjórum veröndum, en alls er útisvæðið sem fylgir íbúðinni tæplega þrjú hundruð fermetrar. Stórt og fallegt útisvæði. Það er Modlin Group sem sér um sölu á íbúðinni og samkvæmt þeim er þessi íbúð krúnudjásn byggingarinnar sem hún er í. Nágrannar J. Lo í byggingunni eru Chelsea Clinton, Nascar-ökuþórinn Jeff Gordon og John Silvetz, stjórnandi vogunarsjóðs. Öll þrjú greiddu þau tíu milljónir dollara eða minna fyrir sínar íbúðir, þannig að ljóst er að íbúð Jennifer er sú stærsta og íburðarmesta í byggingunni. Huggulegt. Þetta er í annað sinn á árinu sem Jennifer selur fasteign. Fyrr í ár seldi hún glæsihýsi sitt í Los Angeles fyrir tíu milljónir dollara, rúman milljarð króna. Verð þeirrar eignar hafði hins vegar margsinnis verið lækkað og var upprunalega kaupverðið sautján milljónir dollara þegar eignin fór á sölu, eða rúmlega 1,7 milljarður króna. Dúðuð J.Lo.Vísir / Getty Það er því í nægu að snúast hjá þessari hæfileikaríku konu um þessar mundir þar sem hún leikur veigamikið hlutverk í sjónvarpsþáttunum Shades of Blue og gaf nýverið út plötuna Por Primera Vez, þar sem hún syngur eingöngu á spænsku.
Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira