Selur íbúðina á tæplega þrjá milljarða króna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 21:30 Bæ, bæ New York. Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er búin að setja þakíbúð sína í Nomad-hverfinu á Manhattan í New York á sölu. Ásett verð eru 26.95 milljónir dollara, eða tæplega þrír milljarðar króna. Þeir sem hafa fylgst með ferli Jennifer vita að hún er fædd og uppalin í New York, nánar tiltekið í Bronx-hverfinu eins og hún syngur um í laginu Jenny from the Block, sem er á plötunni This Is Me… Then frá árinu 2002. Jennifer keypti íbúðina á Manhattan árið 2014 í gegnum eignahlutafélag á rétt rúmlega tuttugu milljónir dollara. Björt og falleg íbúð. Þessi fjögurra herbergja íbúð sem nú er komin á sölu er með glæsilegra móti og er á East 26th Street, nálægt Madison Square Park og Flatiron-byggingunni. Hún er rúmir sex hundruð fermetrar og búin sex stórum baðherbergjum, tveimur litlum baðherbergjum og fjórum veröndum, en alls er útisvæðið sem fylgir íbúðinni tæplega þrjú hundruð fermetrar. Stórt og fallegt útisvæði. Það er Modlin Group sem sér um sölu á íbúðinni og samkvæmt þeim er þessi íbúð krúnudjásn byggingarinnar sem hún er í. Nágrannar J. Lo í byggingunni eru Chelsea Clinton, Nascar-ökuþórinn Jeff Gordon og John Silvetz, stjórnandi vogunarsjóðs. Öll þrjú greiddu þau tíu milljónir dollara eða minna fyrir sínar íbúðir, þannig að ljóst er að íbúð Jennifer er sú stærsta og íburðarmesta í byggingunni. Huggulegt. Þetta er í annað sinn á árinu sem Jennifer selur fasteign. Fyrr í ár seldi hún glæsihýsi sitt í Los Angeles fyrir tíu milljónir dollara, rúman milljarð króna. Verð þeirrar eignar hafði hins vegar margsinnis verið lækkað og var upprunalega kaupverðið sautján milljónir dollara þegar eignin fór á sölu, eða rúmlega 1,7 milljarður króna. Dúðuð J.Lo.Vísir / Getty Það er því í nægu að snúast hjá þessari hæfileikaríku konu um þessar mundir þar sem hún leikur veigamikið hlutverk í sjónvarpsþáttunum Shades of Blue og gaf nýverið út plötuna Por Primera Vez, þar sem hún syngur eingöngu á spænsku. Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Sjá meira
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er búin að setja þakíbúð sína í Nomad-hverfinu á Manhattan í New York á sölu. Ásett verð eru 26.95 milljónir dollara, eða tæplega þrír milljarðar króna. Þeir sem hafa fylgst með ferli Jennifer vita að hún er fædd og uppalin í New York, nánar tiltekið í Bronx-hverfinu eins og hún syngur um í laginu Jenny from the Block, sem er á plötunni This Is Me… Then frá árinu 2002. Jennifer keypti íbúðina á Manhattan árið 2014 í gegnum eignahlutafélag á rétt rúmlega tuttugu milljónir dollara. Björt og falleg íbúð. Þessi fjögurra herbergja íbúð sem nú er komin á sölu er með glæsilegra móti og er á East 26th Street, nálægt Madison Square Park og Flatiron-byggingunni. Hún er rúmir sex hundruð fermetrar og búin sex stórum baðherbergjum, tveimur litlum baðherbergjum og fjórum veröndum, en alls er útisvæðið sem fylgir íbúðinni tæplega þrjú hundruð fermetrar. Stórt og fallegt útisvæði. Það er Modlin Group sem sér um sölu á íbúðinni og samkvæmt þeim er þessi íbúð krúnudjásn byggingarinnar sem hún er í. Nágrannar J. Lo í byggingunni eru Chelsea Clinton, Nascar-ökuþórinn Jeff Gordon og John Silvetz, stjórnandi vogunarsjóðs. Öll þrjú greiddu þau tíu milljónir dollara eða minna fyrir sínar íbúðir, þannig að ljóst er að íbúð Jennifer er sú stærsta og íburðarmesta í byggingunni. Huggulegt. Þetta er í annað sinn á árinu sem Jennifer selur fasteign. Fyrr í ár seldi hún glæsihýsi sitt í Los Angeles fyrir tíu milljónir dollara, rúman milljarð króna. Verð þeirrar eignar hafði hins vegar margsinnis verið lækkað og var upprunalega kaupverðið sautján milljónir dollara þegar eignin fór á sölu, eða rúmlega 1,7 milljarður króna. Dúðuð J.Lo.Vísir / Getty Það er því í nægu að snúast hjá þessari hæfileikaríku konu um þessar mundir þar sem hún leikur veigamikið hlutverk í sjónvarpsþáttunum Shades of Blue og gaf nýverið út plötuna Por Primera Vez, þar sem hún syngur eingöngu á spænsku.
Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Sjá meira