Fékk sér hvorki vott né þurrt í viku Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. nóvember 2017 09:00 Steinþór sat eitt sinn og drakk vatnsglas á meðan vinnufélagarnir röðuðu í sig kræsingum á veitingastað. Vísir/Vilhelm „Ég dýrka að lesa um allskonar heilsufár því að það er enginn algildur sannleikur í neinu af þessu en ég pikka oft út eitt og eitt hér og þar og mynda svona skemmtilegan fjölbreytileika. Ég var alltaf í 16:8, ósamfelldri föstu, sem ég er mjög hrifinn af en þetta breyttist eftir að ég sá heimildarmynd á BBC eftir Michael Mosley um föstur. Þá langaði mig að prófa lengri föstur. Síðan þá hef ég gert þetta mjög reglulega – allt frá þremur dögum upp í fimm, djúsföstur og fleira,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, áhugamaður um föstur, en þegar blaðamaður nær í hann er hann nýkominn úr vikulangri föstu.Læturðu sem sagt ekki neitt ofan í þig? „Mér finnst best að sleppa alveg öllu og vera bara í vatninu og kannski einstaka kaffibolla. Ég hef samt aldrei tekið eins langt eins og núna. Mér var reyndar ráðlagt að taka hreint BCAA duft og amínósýrur til að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot.“Hvert er markmið þitt með þessu? „Markmiðið þannig séð er að ná að halda þetta út. Það er ekkert varðandi þyngd – ég fór ekki á vigtina fyrir og eftir, þetta snýst ekkert um svoleiðis. Ég bara held, eftir að hafa lesið mjög mikið um þetta, að þetta sé gríðarlega gott fyrir hverja einustu frumu líkamans og sálartetrið.“Má þá kannski segja að þetta sé af trúarlegum ástæðum? „Já já, að einhverju leyti – það að reyna á sig og svona. Ég lifi líka tarna-lífi, maður vinnur í törnum og æsingi, þannig að mér finnst gott að kúpla mig út og róa mig niður. Þetta er þá mótvægi við margt annað í lífinu.Hvernig leið þér á meðan á föstu stóð? „Fyrstu dagarnir eru alltaf erfiðastir, sérstaklega þriðji dagurinn. Þú færð alltaf rosalegan hausverk því að þú ert búinn að vera að neita líkamanum um salt og kolvetni – hann er bara að öskra „hvað er í gangi? Gemmér dópið mitt?“ En þú þarft svolítið að komast yfir það og þá kemstu í svona „zen.“ Auðvitað er maður aðeins orkuminni og ég er ekkert að fara í ræktina að gera eitthvað rosa mikið. En ég fór alveg í ræktina fyrstu tvo dagana að gera styrktar- og teygjuæfingar og léttar æfingar með eigin þyngd án þess að það hefði brjáluð áhrif á mig. Á sunnudegi þegar ég var á sjötta degi var ég að gera bara mjög venjulega hluti – fara í IKEA og Rúmfatalagerinn að kaupa kommóðu og setja hana saman.“Þannig að þetta var ekkert svo hræðilegt? „Jú, þetta er það alveg pínu. Þetta er ekki fyrir hvern sem er. Ég myndi aldrei mæla með að neinn fari beint í sjö daga föstu. Ég hef verið að gera þetta nokkrum sinnum og tekið þetta lengra og lengra. Ég passa mig líka áður en ég byrja að borða létt dagana á undan og þegar ég hætti á mánudaginn fór ég ekkert að fá mér hamborgara. Ég fékk mér bara boozt. Fyrsta máltíðin var svo súpa og salat.“ Steinþór segir jákvæðar afleiðingar vera til dæmis að húðin verður allt önnur, hann þjáist af asma sem varð betri og hann losnaði við verki sem hann hefur verið að kljást við í öxlinni. „Síðan verður allt rosalega „crisp“ – líkaminn fer að forgangsraða, hann hefur enga umframorku og er bara „jæja hvað er mikilvægast.“ Manni verður kalt á höndum og fótum því að líkaminn fer að eyða orku í að halda hita á mikilvægustu líffærunum. Sjón og heyrn verður skarpari og þú tekur eftir ákveðnum hlutum sem eru svolítið skemmtilegir. Verstu afleiðingarnar eru vandræði með svefn og þessi stöðugi hausverkur.“Er einhver lærdómur sem þú dregur af þessu? „Maður lærir að svengd er bara eitthvað sem kemur og fer. Maður heldur svolítið að ef maður er svangur þá verði maður að borða, annars fari líkaminn í fokk. Síðan er annað, það er að maður fer að sakna langmest félagslega hluta þess að borða – að plana það að borða, hitta einhvern að borða, borða með kærustunni, fá sér skemmtilegan bröns og fara í búðina að kaupa eitthvað næs. Ég fór í mat með vinnunni, sjö rétta mjög fínt og ég sat þarna með vatnsglas.“Harvard birti í byrjun mánaðar grein þar sem fram kemur að fyrir því séu óyggjandi sannanir að föstur hafi mjög jákvæð áhrif á heilsu og langlífi fólks. Þetta sé í raun eini einstaki þátturinn sem er hægt að segja að geti lengt líf fólks, þannig að það bendir ýmislegt til þess að Steinþór sé ekki alveg klikkaður. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira
„Ég dýrka að lesa um allskonar heilsufár því að það er enginn algildur sannleikur í neinu af þessu en ég pikka oft út eitt og eitt hér og þar og mynda svona skemmtilegan fjölbreytileika. Ég var alltaf í 16:8, ósamfelldri föstu, sem ég er mjög hrifinn af en þetta breyttist eftir að ég sá heimildarmynd á BBC eftir Michael Mosley um föstur. Þá langaði mig að prófa lengri föstur. Síðan þá hef ég gert þetta mjög reglulega – allt frá þremur dögum upp í fimm, djúsföstur og fleira,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, áhugamaður um föstur, en þegar blaðamaður nær í hann er hann nýkominn úr vikulangri föstu.Læturðu sem sagt ekki neitt ofan í þig? „Mér finnst best að sleppa alveg öllu og vera bara í vatninu og kannski einstaka kaffibolla. Ég hef samt aldrei tekið eins langt eins og núna. Mér var reyndar ráðlagt að taka hreint BCAA duft og amínósýrur til að koma í veg fyrir vöðvaniðurbrot.“Hvert er markmið þitt með þessu? „Markmiðið þannig séð er að ná að halda þetta út. Það er ekkert varðandi þyngd – ég fór ekki á vigtina fyrir og eftir, þetta snýst ekkert um svoleiðis. Ég bara held, eftir að hafa lesið mjög mikið um þetta, að þetta sé gríðarlega gott fyrir hverja einustu frumu líkamans og sálartetrið.“Má þá kannski segja að þetta sé af trúarlegum ástæðum? „Já já, að einhverju leyti – það að reyna á sig og svona. Ég lifi líka tarna-lífi, maður vinnur í törnum og æsingi, þannig að mér finnst gott að kúpla mig út og róa mig niður. Þetta er þá mótvægi við margt annað í lífinu.Hvernig leið þér á meðan á föstu stóð? „Fyrstu dagarnir eru alltaf erfiðastir, sérstaklega þriðji dagurinn. Þú færð alltaf rosalegan hausverk því að þú ert búinn að vera að neita líkamanum um salt og kolvetni – hann er bara að öskra „hvað er í gangi? Gemmér dópið mitt?“ En þú þarft svolítið að komast yfir það og þá kemstu í svona „zen.“ Auðvitað er maður aðeins orkuminni og ég er ekkert að fara í ræktina að gera eitthvað rosa mikið. En ég fór alveg í ræktina fyrstu tvo dagana að gera styrktar- og teygjuæfingar og léttar æfingar með eigin þyngd án þess að það hefði brjáluð áhrif á mig. Á sunnudegi þegar ég var á sjötta degi var ég að gera bara mjög venjulega hluti – fara í IKEA og Rúmfatalagerinn að kaupa kommóðu og setja hana saman.“Þannig að þetta var ekkert svo hræðilegt? „Jú, þetta er það alveg pínu. Þetta er ekki fyrir hvern sem er. Ég myndi aldrei mæla með að neinn fari beint í sjö daga föstu. Ég hef verið að gera þetta nokkrum sinnum og tekið þetta lengra og lengra. Ég passa mig líka áður en ég byrja að borða létt dagana á undan og þegar ég hætti á mánudaginn fór ég ekkert að fá mér hamborgara. Ég fékk mér bara boozt. Fyrsta máltíðin var svo súpa og salat.“ Steinþór segir jákvæðar afleiðingar vera til dæmis að húðin verður allt önnur, hann þjáist af asma sem varð betri og hann losnaði við verki sem hann hefur verið að kljást við í öxlinni. „Síðan verður allt rosalega „crisp“ – líkaminn fer að forgangsraða, hann hefur enga umframorku og er bara „jæja hvað er mikilvægast.“ Manni verður kalt á höndum og fótum því að líkaminn fer að eyða orku í að halda hita á mikilvægustu líffærunum. Sjón og heyrn verður skarpari og þú tekur eftir ákveðnum hlutum sem eru svolítið skemmtilegir. Verstu afleiðingarnar eru vandræði með svefn og þessi stöðugi hausverkur.“Er einhver lærdómur sem þú dregur af þessu? „Maður lærir að svengd er bara eitthvað sem kemur og fer. Maður heldur svolítið að ef maður er svangur þá verði maður að borða, annars fari líkaminn í fokk. Síðan er annað, það er að maður fer að sakna langmest félagslega hluta þess að borða – að plana það að borða, hitta einhvern að borða, borða með kærustunni, fá sér skemmtilegan bröns og fara í búðina að kaupa eitthvað næs. Ég fór í mat með vinnunni, sjö rétta mjög fínt og ég sat þarna með vatnsglas.“Harvard birti í byrjun mánaðar grein þar sem fram kemur að fyrir því séu óyggjandi sannanir að föstur hafi mjög jákvæð áhrif á heilsu og langlífi fólks. Þetta sé í raun eini einstaki þátturinn sem er hægt að segja að geti lengt líf fólks, þannig að það bendir ýmislegt til þess að Steinþór sé ekki alveg klikkaður.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira