Framkvæmdir fara fram þrátt fyrir hótun um málsókn Hersir Aron Ólafsson skrifar 24. nóvember 2017 20:30 Hótun Varðmanna Víkurgarðs um málsókn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Landssímareitnum hefur ekki áhrif á framgang málsins. Þetta segir formaður borgarráðs. Fornleifafræðingur segir einstaklinga innan hópsins hafa ráðist að sér persónulega með afar niðrandi athugasemdum og framkomu. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í vikunni hefur hópur sem kallar sig varðmenn Víkurgarðs mótmælt harðlega þeirri byggingu hótels, verslana og íbúða sem fyrirhuguð er í þessu gamla kirkjugarðslandi kringum Landsímareitinn. Vala Garðarsdóttir, sem stýrði uppgrefti á svæðinu í fyrra, hefur aftur á móti margítrekað gagnrýnt málflutning hópsins. Þannig segir hún að fornminjum á svæðinu hafi verið raskað fyrir margt löngu síðan og fyrirhugaðar framkvæmdir muni tæplega breyta miklu þar um. Segir hún enn fremur all algengt að skipulagi sé breytt í fornum kirkjugörðum og megi sjá dæmi þess víða um heim, t.a.m. í Kaupmannahöfn, Osló og Lundúnum. Líkt og fram kom í frétt Vísis í dag segir Vala frá því í færslu á Facebook hvernig einstaklingar úr hópi Varðmanna Víkurgarðs hafi sýnt sér afar óviðurkvæmilega framkomu vegna afstöðu hennar í málinu. Þannig hafi hún m.a. verið kölluð ungi sæti fornminjafræðingurinn, henni sagt að virða sér heldri menn og hún verið klipin í rassinn.Frétt Vísis: Tveir Víkurgarðsmenn sagðir hafa klipið fornleifafræðing í rassinn Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., sem sér um uppbyggingu á svæðinu, gat ekki veitt viðtal en sagði í samtali við fréttastofu að til stæði að hefja framkvæmdir á svæðinu snemma á næsta ári og ljúka þeim um mitt ár 2019. Varðmenn Víkurgarðs hafa hins vegar hótað að stefna borginni verði verkefnið að veruleika. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkur segir fátt því til fyrirstöðu að framkvæmdir hefjist von bráðar og hótun um málsókn muni ekki hafa áhrif á stöðu málsins innan borgarkerfisins. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Hótun Varðmanna Víkurgarðs um málsókn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Landssímareitnum hefur ekki áhrif á framgang málsins. Þetta segir formaður borgarráðs. Fornleifafræðingur segir einstaklinga innan hópsins hafa ráðist að sér persónulega með afar niðrandi athugasemdum og framkomu. Líkt og sagt var frá í kvöldfréttum í vikunni hefur hópur sem kallar sig varðmenn Víkurgarðs mótmælt harðlega þeirri byggingu hótels, verslana og íbúða sem fyrirhuguð er í þessu gamla kirkjugarðslandi kringum Landsímareitinn. Vala Garðarsdóttir, sem stýrði uppgrefti á svæðinu í fyrra, hefur aftur á móti margítrekað gagnrýnt málflutning hópsins. Þannig segir hún að fornminjum á svæðinu hafi verið raskað fyrir margt löngu síðan og fyrirhugaðar framkvæmdir muni tæplega breyta miklu þar um. Segir hún enn fremur all algengt að skipulagi sé breytt í fornum kirkjugörðum og megi sjá dæmi þess víða um heim, t.a.m. í Kaupmannahöfn, Osló og Lundúnum. Líkt og fram kom í frétt Vísis í dag segir Vala frá því í færslu á Facebook hvernig einstaklingar úr hópi Varðmanna Víkurgarðs hafi sýnt sér afar óviðurkvæmilega framkomu vegna afstöðu hennar í málinu. Þannig hafi hún m.a. verið kölluð ungi sæti fornminjafræðingurinn, henni sagt að virða sér heldri menn og hún verið klipin í rassinn.Frétt Vísis: Tveir Víkurgarðsmenn sagðir hafa klipið fornleifafræðing í rassinn Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., sem sér um uppbyggingu á svæðinu, gat ekki veitt viðtal en sagði í samtali við fréttastofu að til stæði að hefja framkvæmdir á svæðinu snemma á næsta ári og ljúka þeim um mitt ár 2019. Varðmenn Víkurgarðs hafa hins vegar hótað að stefna borginni verði verkefnið að veruleika. S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkur segir fátt því til fyrirstöðu að framkvæmdir hefjist von bráðar og hótun um málsókn muni ekki hafa áhrif á stöðu málsins innan borgarkerfisins.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira