Lögreglan leitar að fíkniefnasala sem seldi unglingsstúlkum MDMA Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 12:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundalausar í miðborginni í fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Lögreglan gerði húsleit vegna málsins síðdegis í gær. Hún hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Tvær fimmtán ára stúlkur voru fluttar á Landspítalann á áttunda tímanum á fimmtudagskvöld eftir að hafa fundist meðvitundarlausar á tröppum í miðborginni af völdum MDMA fíkniefna. Báðar voru þær lagðar inn á gjörgæslu, hætt komnar. Stúlkurnar komust báðar aftur til meðvitundar og eru nú að jafna sig. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Við fórum í húsleit í gær og þar fundum við ætluð fíkniefni og lyf og við teljum að þetta sé það húsnæði sem stúlkurnar fóru í og fengu þessi efni keypt,“ segir Guðmundur Páll en lagt var hald á eitthvert magn fíkniefna við húsleitina en hann segir að ekki fáist upplýsingar um magnið að svo stöddu enda sé ekki búið að vigta efnin. „Það var engin heima þegar við fórum þarna inn. Við erum með grunaðan einstakling sem við teljum að hafi selt stúlkunum þessi efni en hann er eftirlýstur hjá okkur,“ segir Guðmundur Páll. Neysla MDMA meðal ungmenna hefur verið töluverð undanfarin ár. Guðmundur segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Efnið sem selt sé sem MDMA sé mismunandi og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. Þetta er einhver blanda sem virðist vera mjög sterk og eitruð.“ Lögreglan hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum MDMA. „Þessvegna þurfum við að ná þessum manni sem fyrst.“ Tengdar fréttir Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur Önnur er að koma til en hin er í öndunarvél á gjörgæslu. Talið að þær hafi neytt MDMA. 24. nóvember 2017 13:18 Stúlkunum bjargað á síðustu stundu Stúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eru báðar komnar til meðvitundar. 24. nóvember 2017 14:22 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundalausar í miðborginni í fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Lögreglan gerði húsleit vegna málsins síðdegis í gær. Hún hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Tvær fimmtán ára stúlkur voru fluttar á Landspítalann á áttunda tímanum á fimmtudagskvöld eftir að hafa fundist meðvitundarlausar á tröppum í miðborginni af völdum MDMA fíkniefna. Báðar voru þær lagðar inn á gjörgæslu, hætt komnar. Stúlkurnar komust báðar aftur til meðvitundar og eru nú að jafna sig. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Við fórum í húsleit í gær og þar fundum við ætluð fíkniefni og lyf og við teljum að þetta sé það húsnæði sem stúlkurnar fóru í og fengu þessi efni keypt,“ segir Guðmundur Páll en lagt var hald á eitthvert magn fíkniefna við húsleitina en hann segir að ekki fáist upplýsingar um magnið að svo stöddu enda sé ekki búið að vigta efnin. „Það var engin heima þegar við fórum þarna inn. Við erum með grunaðan einstakling sem við teljum að hafi selt stúlkunum þessi efni en hann er eftirlýstur hjá okkur,“ segir Guðmundur Páll. Neysla MDMA meðal ungmenna hefur verið töluverð undanfarin ár. Guðmundur segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Efnið sem selt sé sem MDMA sé mismunandi og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. Þetta er einhver blanda sem virðist vera mjög sterk og eitruð.“ Lögreglan hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum MDMA. „Þessvegna þurfum við að ná þessum manni sem fyrst.“
Tengdar fréttir Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur Önnur er að koma til en hin er í öndunarvél á gjörgæslu. Talið að þær hafi neytt MDMA. 24. nóvember 2017 13:18 Stúlkunum bjargað á síðustu stundu Stúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eru báðar komnar til meðvitundar. 24. nóvember 2017 14:22 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur Önnur er að koma til en hin er í öndunarvél á gjörgæslu. Talið að þær hafi neytt MDMA. 24. nóvember 2017 13:18
Stúlkunum bjargað á síðustu stundu Stúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eru báðar komnar til meðvitundar. 24. nóvember 2017 14:22