Lögreglan hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum MDMA : „Við þurfum að koma þessum efnum úr umferð“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 19:37 Neysla ungs fólks á eiturlyfjum virðist vera að færast í aukana að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa. Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Stúlkurnar, sem eru fimmtán ára gamlar, fundust meðvitundarlausar á tröppum á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær gerði lögreglan húsleit í nágrenni við Grettisgötu vegna málsins. Stúlkurnar voru hætt komnar þegar þær fundust og lagðar inn á gjörgæslu. Talið er að þær hafi misst meðvitund eftir að hafa tekið inn fíkniefnið MDMA. Þá leikur grunur á að stúlkurnar hafi einnig tekið önnur lyf. Stúlkurnar komust báðar til meðvitundar en önnur þurfti að fara í öndunarvél á gjörgæslu og komst til meðvitundar daginn eftir að hún fannst.Færist í aukana að yngri einstaklingar séu farnir að selja eiturlyfLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Þar eru tveir rannsakarar að vinna að málinu í þessum töluðu orðum við að reyna hafa uppi á þessum manni, salanum,“ segir Guðmundur en maðurinn fannst ekki við húsleitina sem gerð var í gær. „Við fengum úrskurð og fórum í húsleit til þess grunaða en þar fundum við fíkniefni og lyf,“ segir Guðmundur Páll. Hann segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Hún hafi verið töluverð undanfarið. Þá séu yngri einstaklingar farnir að selja eiturlyf. „Það virðist því miður færast í aukana og þessi söluaðili sem við erum að leita af er eitthvað um tvítugt,“ segir Guðmundur Páll.Telur efnið hafa verið eitrað Hann segir að efnið sem selt er sem MDMA sé mismunandi og missterkt og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. „Við þurfum að ná þessum manni úr umferð og koma þessum efnum úr umferð sem hann hefur verið að selja,“ segir Guðmundur og bætir við að áhyggjur séu af því að hann hafi selt fleirum efnið. „Hann veit greinilega ekki hvaða lyf hann er með í höndunum. Og þarna voru tvær stúlkur nærri látnar eftir að hafa tekið lyf frá þessum sala og við viljum ekki að fleiri lendi í þessu,“ segir Guðmundur Páll. Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Neysla ungs fólks á eiturlyfjum virðist vera að færast í aukana að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa. Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Stúlkurnar, sem eru fimmtán ára gamlar, fundust meðvitundarlausar á tröppum á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær gerði lögreglan húsleit í nágrenni við Grettisgötu vegna málsins. Stúlkurnar voru hætt komnar þegar þær fundust og lagðar inn á gjörgæslu. Talið er að þær hafi misst meðvitund eftir að hafa tekið inn fíkniefnið MDMA. Þá leikur grunur á að stúlkurnar hafi einnig tekið önnur lyf. Stúlkurnar komust báðar til meðvitundar en önnur þurfti að fara í öndunarvél á gjörgæslu og komst til meðvitundar daginn eftir að hún fannst.Færist í aukana að yngri einstaklingar séu farnir að selja eiturlyfLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Þar eru tveir rannsakarar að vinna að málinu í þessum töluðu orðum við að reyna hafa uppi á þessum manni, salanum,“ segir Guðmundur en maðurinn fannst ekki við húsleitina sem gerð var í gær. „Við fengum úrskurð og fórum í húsleit til þess grunaða en þar fundum við fíkniefni og lyf,“ segir Guðmundur Páll. Hann segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Hún hafi verið töluverð undanfarið. Þá séu yngri einstaklingar farnir að selja eiturlyf. „Það virðist því miður færast í aukana og þessi söluaðili sem við erum að leita af er eitthvað um tvítugt,“ segir Guðmundur Páll.Telur efnið hafa verið eitrað Hann segir að efnið sem selt er sem MDMA sé mismunandi og missterkt og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. „Við þurfum að ná þessum manni úr umferð og koma þessum efnum úr umferð sem hann hefur verið að selja,“ segir Guðmundur og bætir við að áhyggjur séu af því að hann hafi selt fleirum efnið. „Hann veit greinilega ekki hvaða lyf hann er með í höndunum. Og þarna voru tvær stúlkur nærri látnar eftir að hafa tekið lyf frá þessum sala og við viljum ekki að fleiri lendi í þessu,“ segir Guðmundur Páll.
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira