Lögreglan hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum MDMA : „Við þurfum að koma þessum efnum úr umferð“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2017 19:37 Neysla ungs fólks á eiturlyfjum virðist vera að færast í aukana að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa. Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Stúlkurnar, sem eru fimmtán ára gamlar, fundust meðvitundarlausar á tröppum á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær gerði lögreglan húsleit í nágrenni við Grettisgötu vegna málsins. Stúlkurnar voru hætt komnar þegar þær fundust og lagðar inn á gjörgæslu. Talið er að þær hafi misst meðvitund eftir að hafa tekið inn fíkniefnið MDMA. Þá leikur grunur á að stúlkurnar hafi einnig tekið önnur lyf. Stúlkurnar komust báðar til meðvitundar en önnur þurfti að fara í öndunarvél á gjörgæslu og komst til meðvitundar daginn eftir að hún fannst.Færist í aukana að yngri einstaklingar séu farnir að selja eiturlyfLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Þar eru tveir rannsakarar að vinna að málinu í þessum töluðu orðum við að reyna hafa uppi á þessum manni, salanum,“ segir Guðmundur en maðurinn fannst ekki við húsleitina sem gerð var í gær. „Við fengum úrskurð og fórum í húsleit til þess grunaða en þar fundum við fíkniefni og lyf,“ segir Guðmundur Páll. Hann segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Hún hafi verið töluverð undanfarið. Þá séu yngri einstaklingar farnir að selja eiturlyf. „Það virðist því miður færast í aukana og þessi söluaðili sem við erum að leita af er eitthvað um tvítugt,“ segir Guðmundur Páll.Telur efnið hafa verið eitrað Hann segir að efnið sem selt er sem MDMA sé mismunandi og missterkt og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. „Við þurfum að ná þessum manni úr umferð og koma þessum efnum úr umferð sem hann hefur verið að selja,“ segir Guðmundur og bætir við að áhyggjur séu af því að hann hafi selt fleirum efnið. „Hann veit greinilega ekki hvaða lyf hann er með í höndunum. Og þarna voru tvær stúlkur nærri látnar eftir að hafa tekið lyf frá þessum sala og við viljum ekki að fleiri lendi í þessu,“ segir Guðmundur Páll. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira
Neysla ungs fólks á eiturlyfjum virðist vera að færast í aukana að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglufulltrúa. Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. Stúlkurnar, sem eru fimmtán ára gamlar, fundust meðvitundarlausar á tröppum á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær gerði lögreglan húsleit í nágrenni við Grettisgötu vegna málsins. Stúlkurnar voru hætt komnar þegar þær fundust og lagðar inn á gjörgæslu. Talið er að þær hafi misst meðvitund eftir að hafa tekið inn fíkniefnið MDMA. Þá leikur grunur á að stúlkurnar hafi einnig tekið önnur lyf. Stúlkurnar komust báðar til meðvitundar en önnur þurfti að fara í öndunarvél á gjörgæslu og komst til meðvitundar daginn eftir að hún fannst.Færist í aukana að yngri einstaklingar séu farnir að selja eiturlyfLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá embættinu, segir að þeirri rannsókn miði nú vel. „Þar eru tveir rannsakarar að vinna að málinu í þessum töluðu orðum við að reyna hafa uppi á þessum manni, salanum,“ segir Guðmundur en maðurinn fannst ekki við húsleitina sem gerð var í gær. „Við fengum úrskurð og fórum í húsleit til þess grunaða en þar fundum við fíkniefni og lyf,“ segir Guðmundur Páll. Hann segir að lögreglan hafi áhyggjur af neyslu unglinga á MDMA. Hún hafi verið töluverð undanfarið. Þá séu yngri einstaklingar farnir að selja eiturlyf. „Það virðist því miður færast í aukana og þessi söluaðili sem við erum að leita af er eitthvað um tvítugt,“ segir Guðmundur Páll.Telur efnið hafa verið eitrað Hann segir að efnið sem selt er sem MDMA sé mismunandi og missterkt og því geti fólk ekki verið öruggt um hvað það fær í hendurnar. Í þessu tilfelli hafi efnið líklegast verið eitrað. „Við þurfum að ná þessum manni úr umferð og koma þessum efnum úr umferð sem hann hefur verið að selja,“ segir Guðmundur og bætir við að áhyggjur séu af því að hann hafi selt fleirum efnið. „Hann veit greinilega ekki hvaða lyf hann er með í höndunum. Og þarna voru tvær stúlkur nærri látnar eftir að hafa tekið lyf frá þessum sala og við viljum ekki að fleiri lendi í þessu,“ segir Guðmundur Páll.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Sjá meira