Fulltrúar flokkanna þriggja í meirihlutaviðræðum skáluðu í Ráðherrabústaðnum Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2017 19:54 Aðrir fulltrúar flokkanna þriggja opnuðu freyðivínsflösku í tilefni þess að þeirra hlutverki í stjórnarmyndunarviðræðum er lokið. Vísir Aðrir fulltrúar flokkanna þriggja sem eru nú í meirihlutaviðræðum skáluðu í freyðivíni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fyrr í dag. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sem náði myndum af fulltrúunum með freyðivínsglas í hönd inn um glugga bústaðsins. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa staðið yfir í dag og er myndun ríkisstjórn sögð mjög langt komin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV að nokkur atriði standi út af sem formenn flokkanna þriggja munu útkljá sín á milli. Hlutverki annarra fulltrúa flokkanna þriggja sem hafa komið að þessum viðræðum er því lokið. Á meðal annarra fulltrúa flokkanna eru Lilja Alfreðsdóttir hjá Framsóknarflokknum og Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri grænum. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, sagði aðra fulltrúa flokkanna hafa viðurkennt að þeir hefðu opnað freyðivínsflösku í ljósi þess að þeirra þætti í þessum viðræðum væri lokið. Hallgrímur sagði flokksleiðtogana ekki hafa tekið þátt í því en hann sagði þessa skál benda til þess að viðræðurnar séu ansi langt komnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að texti stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks færi að verða tilbúinn og að það muni liggja fyrir á morgun hvort ríkisstjórnin verði mynduð eða ekki. Tæpar tvær vikur eru frá því formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust. Spurð hvers vegna viðræðurnar hafa tekið svo langan tíma svaraði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að flokkarnir þrír séu eðli málsins samkvæmt ólíkir og samhliða þessum viðræðum hafi þurft að vinna fjárlagatillögur sem verða lagðar fyrir komandi þing. Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sem hefur flækt gerð málefnasamnings flokkanna þriggja er ólík sýn þeirra í umhverfismálum og einnig ólík sýn þeirra á tekjuöflun ríkisins. Tengdar fréttir Málinu lokað í dag eða á morgun Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. 26. nóvember 2017 11:12 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Aðrir fulltrúar flokkanna þriggja sem eru nú í meirihlutaviðræðum skáluðu í freyðivíni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu fyrr í dag. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sem náði myndum af fulltrúunum með freyðivínsglas í hönd inn um glugga bústaðsins. Viðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafa staðið yfir í dag og er myndun ríkisstjórn sögð mjög langt komin. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV að nokkur atriði standi út af sem formenn flokkanna þriggja munu útkljá sín á milli. Hlutverki annarra fulltrúa flokkanna þriggja sem hafa komið að þessum viðræðum er því lokið. Á meðal annarra fulltrúa flokkanna eru Lilja Alfreðsdóttir hjá Framsóknarflokknum og Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri grænum. Hallgrímur Indriðason, fréttamaður RÚV, sagði aðra fulltrúa flokkanna hafa viðurkennt að þeir hefðu opnað freyðivínsflösku í ljósi þess að þeirra þætti í þessum viðræðum væri lokið. Hallgrímur sagði flokksleiðtogana ekki hafa tekið þátt í því en hann sagði þessa skál benda til þess að viðræðurnar séu ansi langt komnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að texti stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks færi að verða tilbúinn og að það muni liggja fyrir á morgun hvort ríkisstjórnin verði mynduð eða ekki. Tæpar tvær vikur eru frá því formlegar viðræður flokkanna þriggja hófust. Spurð hvers vegna viðræðurnar hafa tekið svo langan tíma svaraði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að flokkarnir þrír séu eðli málsins samkvæmt ólíkir og samhliða þessum viðræðum hafi þurft að vinna fjárlagatillögur sem verða lagðar fyrir komandi þing. Sagt var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það sem hefur flækt gerð málefnasamnings flokkanna þriggja er ólík sýn þeirra í umhverfismálum og einnig ólík sýn þeirra á tekjuöflun ríkisins.
Tengdar fréttir Málinu lokað í dag eða á morgun Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. 26. nóvember 2017 11:12 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Málinu lokað í dag eða á morgun Línur í ríkisstjórnarviðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu skýrast á morgun. 26. nóvember 2017 11:12