„Ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 11:33 Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi á Bessastöðum nú í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa góða tilfinningu fyrir fyrirhugðu ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir að formenn verðandi stjórnarandstöðuflokka hafi allir sammælst um að láta hendur standa fram úr ermum svo að hægt verði að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir áramót. Þá hafi stjórnarandstöðunni verið boðin formennska í þremur fastanefndum Alþingis og segir hún það merki um þá breyttu tíma sem stjórnin vilji boða í starfsháttum Alþingis. Þetta sagði Katrín á blaðamannafundi að loknum fundi sínum með forseta Íslands fyrr í dag. Á fundinum veitti forsetinn Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Nú er það því ljóst að verði af ríkisstjórnarsamstarfinu verður Katrín forsætisráðherra. „Ég gaf honum skýrslu um stöðu þessara viðræðna. Það liggur fyrir að stjórnarsáttmáli liggur fyrir í grófum dráttum og hann verður borinn undir okkar flokksstofnanir á morgun, miðvikudag. Þær munu þá taka hann til afgreiðslu,“ sagði Katrín.Fundar með þingflokki sínum Ekki er ljóst hvort allir þingmenn Vinstri grænna muni styðja stjórnarsáttmálann. Tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn því að gengið yrði til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Katrín segir að það muni koma í ljós. Hún muni nú ganga á fund þingmanna flokksins í einrúmi og fara yfir stöðuna. Flokksstofnanir flokkanna þriggja munu greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann á morgun, miðvikudag. Að þeim loknum, líklega á fimmtudagsmorgun, munu þingflokkar flokkanna funda og ganga frá ráðherraskipan. „Það liggur ekkert fyrir um hverjir verða ráðherrar. Fyrir utan, eins og hefur komið fram, þá bauð ég mig fram til að veita ríkisstjórninni forystu,“ segir Katrín.Hefurðu góða tilfinningu fyrir samstarfinu? „Já ég hef það. Ég er bara mjög brött fyrir þetta stjórnarsamstarf og ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla.“Katrín fer frá Bessastöðum á fund við þingmenn Vinstri grænna.Vísir/VilhelmAllir vilji breyta vinnubrögðum á Alþingi Hún tekur undir með forsetanum um að stefnt sé á að ríkisstjórnin taki við á fimmtudaginn. Ef flokkstofnanir flokkanna samþykki sáttmálann sé ekki eftir neinu að bíða. Flokkarnir hafa boðið væntanlegum stjórnarandstöðuflokkum formennsku í þremur fastanefndum Alþingis; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Þau eigi þó eftir að veita þeim svör um hvort að þau þiggi boðið. „Ég hef tekið mark á því sem þau hafa sagt að þau vilji taka þátt í því að breyta vinnubrögðum á Alþingi þannig ég trúi ekki öðru en að þau þiggi það.“ Hún segir það hafa komið fram á fundi formanna flokkanna í gær að vilji sé fyrir í öllum flokkum að vinna vel þann stutta tíma sem eftir er til áramóta svo afgreiða megi fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. „Ég treysti því sem mér hefur verið sagt að allir muni láta hendur standa fram úr ermum til að það verði klárað.“Verður þá eitthvað þingstarf einnig milli jóla og nýárs? „Það er bara mjög líklegt.“Blaðamannafund Katrínar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa góða tilfinningu fyrir fyrirhugðu ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir að formenn verðandi stjórnarandstöðuflokka hafi allir sammælst um að láta hendur standa fram úr ermum svo að hægt verði að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir áramót. Þá hafi stjórnarandstöðunni verið boðin formennska í þremur fastanefndum Alþingis og segir hún það merki um þá breyttu tíma sem stjórnin vilji boða í starfsháttum Alþingis. Þetta sagði Katrín á blaðamannafundi að loknum fundi sínum með forseta Íslands fyrr í dag. Á fundinum veitti forsetinn Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Nú er það því ljóst að verði af ríkisstjórnarsamstarfinu verður Katrín forsætisráðherra. „Ég gaf honum skýrslu um stöðu þessara viðræðna. Það liggur fyrir að stjórnarsáttmáli liggur fyrir í grófum dráttum og hann verður borinn undir okkar flokksstofnanir á morgun, miðvikudag. Þær munu þá taka hann til afgreiðslu,“ sagði Katrín.Fundar með þingflokki sínum Ekki er ljóst hvort allir þingmenn Vinstri grænna muni styðja stjórnarsáttmálann. Tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn því að gengið yrði til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Katrín segir að það muni koma í ljós. Hún muni nú ganga á fund þingmanna flokksins í einrúmi og fara yfir stöðuna. Flokksstofnanir flokkanna þriggja munu greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann á morgun, miðvikudag. Að þeim loknum, líklega á fimmtudagsmorgun, munu þingflokkar flokkanna funda og ganga frá ráðherraskipan. „Það liggur ekkert fyrir um hverjir verða ráðherrar. Fyrir utan, eins og hefur komið fram, þá bauð ég mig fram til að veita ríkisstjórninni forystu,“ segir Katrín.Hefurðu góða tilfinningu fyrir samstarfinu? „Já ég hef það. Ég er bara mjög brött fyrir þetta stjórnarsamstarf og ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla.“Katrín fer frá Bessastöðum á fund við þingmenn Vinstri grænna.Vísir/VilhelmAllir vilji breyta vinnubrögðum á Alþingi Hún tekur undir með forsetanum um að stefnt sé á að ríkisstjórnin taki við á fimmtudaginn. Ef flokkstofnanir flokkanna samþykki sáttmálann sé ekki eftir neinu að bíða. Flokkarnir hafa boðið væntanlegum stjórnarandstöðuflokkum formennsku í þremur fastanefndum Alþingis; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Þau eigi þó eftir að veita þeim svör um hvort að þau þiggi boðið. „Ég hef tekið mark á því sem þau hafa sagt að þau vilji taka þátt í því að breyta vinnubrögðum á Alþingi þannig ég trúi ekki öðru en að þau þiggi það.“ Hún segir það hafa komið fram á fundi formanna flokkanna í gær að vilji sé fyrir í öllum flokkum að vinna vel þann stutta tíma sem eftir er til áramóta svo afgreiða megi fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. „Ég treysti því sem mér hefur verið sagt að allir muni láta hendur standa fram úr ermum til að það verði klárað.“Verður þá eitthvað þingstarf einnig milli jóla og nýárs? „Það er bara mjög líklegt.“Blaðamannafund Katrínar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00