Eftirlýstir um land allt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2017 10:19 Lögreglumenn um allt land eru meðvitaðir um leitina að mönnunum. Myndin tengist fréttinni ekki bent. Vísir/Ernir Leit lögreglunnar að tveimur mönnum sem grunaðir eru um sölu á fíkniefninu MDMA hefur ekki borið árangur. Tvær unglingsstúlkur fundust meðvitundarlausar á tröppum húss í miðbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, fer fyrir rannsókn málsins. Hann segir mennina tvo eftirlýsta hjá lögreglu um allt land en enn hafi ekkert spurst til þeirra. „Við fórum á nokkra staði í gær en leitin hefur ekki enn borið árangur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Allir lögreglumenn á landinu séu meðvitaðir um leitina að mönnunum. Annar mun vera á átjánda ári en hinn nokkuð eldri. Guðmundur Páll segir ekki á dagskrá að lýsa eftir mönnunum í fjölmiðlum. Þá segir hann ekkert benda til þess að mennirnir séu farnir úr landi. Aðspurður hvort einhver viðurlög séu við því að láta lögreglu ekki finna sig segir hann að svo sé ekki. Tvær fimmtán ára stúlkur voru fluttar á Landspítalann á áttunda tímanum á fimmtudagskvöld eftir Neyðarlínusímtal þess efnis að þær væru meðvitundarlausar á tröppum húss við Grettisgötu nærri Snorrabraut. Báðar voru þær lagðar inn á gjörgæslu, hætt komnar. Stúlkurnar komust báðar aftur til meðvitundar og eru nú að jafna sig. Tengdar fréttir Lögreglan hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum MDMA : „Við þurfum að koma þessum efnum úr umferð“ Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. 26. nóvember 2017 19:37 MDMA-sölumaðurinn í felum Lögregla hvetur manninn til að gefa sig fram og útilokar ekki að annar maður hafi líka komið að sölu efnanna. 27. nóvember 2017 17:30 Stúlkunum bjargað á síðustu stundu Stúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eru báðar komnar til meðvitundar. 24. nóvember 2017 14:22 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Leit lögreglunnar að tveimur mönnum sem grunaðir eru um sölu á fíkniefninu MDMA hefur ekki borið árangur. Tvær unglingsstúlkur fundust meðvitundarlausar á tröppum húss í miðbæ Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, fer fyrir rannsókn málsins. Hann segir mennina tvo eftirlýsta hjá lögreglu um allt land en enn hafi ekkert spurst til þeirra. „Við fórum á nokkra staði í gær en leitin hefur ekki enn borið árangur,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Allir lögreglumenn á landinu séu meðvitaðir um leitina að mönnunum. Annar mun vera á átjánda ári en hinn nokkuð eldri. Guðmundur Páll segir ekki á dagskrá að lýsa eftir mönnunum í fjölmiðlum. Þá segir hann ekkert benda til þess að mennirnir séu farnir úr landi. Aðspurður hvort einhver viðurlög séu við því að láta lögreglu ekki finna sig segir hann að svo sé ekki. Tvær fimmtán ára stúlkur voru fluttar á Landspítalann á áttunda tímanum á fimmtudagskvöld eftir Neyðarlínusímtal þess efnis að þær væru meðvitundarlausar á tröppum húss við Grettisgötu nærri Snorrabraut. Báðar voru þær lagðar inn á gjörgæslu, hætt komnar. Stúlkurnar komust báðar aftur til meðvitundar og eru nú að jafna sig.
Tengdar fréttir Lögreglan hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum MDMA : „Við þurfum að koma þessum efnum úr umferð“ Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. 26. nóvember 2017 19:37 MDMA-sölumaðurinn í felum Lögregla hvetur manninn til að gefa sig fram og útilokar ekki að annar maður hafi líka komið að sölu efnanna. 27. nóvember 2017 17:30 Stúlkunum bjargað á síðustu stundu Stúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eru báðar komnar til meðvitundar. 24. nóvember 2017 14:22 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Lögreglan hefur áhyggjur af því að maðurinn hafi selt fleirum MDMA : „Við þurfum að koma þessum efnum úr umferð“ Lögreglan leitar nú að ungum manni sem grunaður er um að hafa selt tveimur unglingsstúlkum, sem fundust meðvitundarlausar í miðborginni á fimmtudag, fíkniefnið MDMA. Áhyggjur eru af því að maðurinn hafi selt fleirum efnið sem að öllum líkindum er eitrað. 26. nóvember 2017 19:37
MDMA-sölumaðurinn í felum Lögregla hvetur manninn til að gefa sig fram og útilokar ekki að annar maður hafi líka komið að sölu efnanna. 27. nóvember 2017 17:30
Stúlkunum bjargað á síðustu stundu Stúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eru báðar komnar til meðvitundar. 24. nóvember 2017 14:22