Innlent

Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna,
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, Vísir/Anton
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Þingmennirnir tveir voru einu þingmenn VG sem greiddu atkvæði gegn því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum fyrir nokkrum vikum. Sögðust þau þá ekki treysta Sjálfstæðisflokknum.

Í umræðu um sáttmálann eftir kynningu Katrínar Jakobsdóttur, formann flokksins og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns flokksins, stigu Rósa Björk og Andrés Ingi í pontu þar sem þau lýstu þau yfir að þau gætu ekki stutt sjórnarsáttmálann.

Sagði Rósa Björk að veigamikil atriði vantaði í sáttmálann til þess að hún gæti stutt hann. Þá sagði Andrés Ingi að of miklir annmarkar væru á sáttmálanum til þess að hann gæti stutt hann.

Eftir á að greiða atkvæði um sáttmálann en leynileg atkvæðagreiðsla fer fram eftir að umræður um sáttmálann er lokið.

Flokkstofnanir flokkanna þriggja sem munu mynda fyrirhugaða ríkisstjórn þurfa allar að samþykkja sáttmálann sem liggur fyrir. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti sáttmálann einróma fyrr í dagen miðstjórn Framsóknarflokksins mun funda síðar í kvöld.

Á morgun funda svo þingflokkarnir þrír en verði sáttmálinn samþykktur af öllum flokkstofnunum flokkanna þriggja er stefnt að því að ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur taki formlega við völdum á morgun. Ljóst er að ef Andrés Ingi og Rósa Björk munu ekki styðja ríkisstjórnina mun ríkisstjórnin vera með 33 þingsæta meirihluta, í stað 35 sæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×