Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Ingvar Þór Björnsson skrifar 12. nóvember 2017 20:01 Helgi Hrafn lagði fram ellefu frumvörp og sjö þingsályktunartillögur á umræddu kjörtímabili. Vísir/Samsett Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins deildi grein Björns Bjarnasonar á Facebook síðu sinni og tók þar undir orð hans um að Píratar hafi aldrei látið reyna á nein málefni, hvorki í kosningabaráttunni né í stjórnarmyndunarviðræðunum. Sagði Björn að Píratar hafi ekki heldur lagt sig fram um málefnaleg störf á Alþingi og tók Brynjar undir með honum: „Hér hittir Björn naglann á höfuðið eins og svo oft áður.“ Helgi Hrafn Gunnarsson svarar Brynjari fullum hálsi í athugasemd fyrir neðan deilinguna. „Það vill nefnilega svo merkilega til að á því tímabili sem þú tekur undir með Birni Bjarnasyni að Píratar hafi verið skoðana- og iðjulausir þá lagðirðu sjálfur ekki eitt einasta þingmál fram undir eigin nafni,“ skrifar Helgi. „Ekki eitt frumvarp, ekki eina þingsályktunartillögu, ekki svo mikið sem skriflega fyrirspurn til ráðherra. Ekkert. Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar.“Einungis að benda á hvers konar glerhúsi kastað er grjóti úrHelgi Hrafn lagði fram ellefu frumvörp og sjö þingsályktunartillögur á umræddu kjörtímabili, Jón Þór Ólafsson lagði fram átta frumvörp og fjögur þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu og Birgitta Jónsdóttir lagði fram sjö frumvörp og níu þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu. Helgi segir að hann hefði ekki bent á þetta að fyrra bragði. „Þú hagar þínum þingstörfum auðvitað bara eins og þér sýnist. Ég væri ekkert að benda á þetta að fyrra bragði, heldur einungis til að benda þér á hvers konar glerhúsi þú ert að kasta grjóti út um þegar þú ferð að tala um skoðana- og iðjuleysi annarra.” Jafnframt skrifar Helgi að honum þyki ekki skemmtilegt að benda á þetta, enda vilji hann frekar stunda uppbyggilega pólitík. „En áður en þú byrjar að kasta grjóti næst skaltu íhuga hvar þú stendur.“ Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins deildi grein Björns Bjarnasonar á Facebook síðu sinni og tók þar undir orð hans um að Píratar hafi aldrei látið reyna á nein málefni, hvorki í kosningabaráttunni né í stjórnarmyndunarviðræðunum. Sagði Björn að Píratar hafi ekki heldur lagt sig fram um málefnaleg störf á Alþingi og tók Brynjar undir með honum: „Hér hittir Björn naglann á höfuðið eins og svo oft áður.“ Helgi Hrafn Gunnarsson svarar Brynjari fullum hálsi í athugasemd fyrir neðan deilinguna. „Það vill nefnilega svo merkilega til að á því tímabili sem þú tekur undir með Birni Bjarnasyni að Píratar hafi verið skoðana- og iðjulausir þá lagðirðu sjálfur ekki eitt einasta þingmál fram undir eigin nafni,“ skrifar Helgi. „Ekki eitt frumvarp, ekki eina þingsályktunartillögu, ekki svo mikið sem skriflega fyrirspurn til ráðherra. Ekkert. Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar.“Einungis að benda á hvers konar glerhúsi kastað er grjóti úrHelgi Hrafn lagði fram ellefu frumvörp og sjö þingsályktunartillögur á umræddu kjörtímabili, Jón Þór Ólafsson lagði fram átta frumvörp og fjögur þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu og Birgitta Jónsdóttir lagði fram sjö frumvörp og níu þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu. Helgi segir að hann hefði ekki bent á þetta að fyrra bragði. „Þú hagar þínum þingstörfum auðvitað bara eins og þér sýnist. Ég væri ekkert að benda á þetta að fyrra bragði, heldur einungis til að benda þér á hvers konar glerhúsi þú ert að kasta grjóti út um þegar þú ferð að tala um skoðana- og iðjuleysi annarra.” Jafnframt skrifar Helgi að honum þyki ekki skemmtilegt að benda á þetta, enda vilji hann frekar stunda uppbyggilega pólitík. „En áður en þú byrjar að kasta grjóti næst skaltu íhuga hvar þú stendur.“
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira