Helgi Hrafn svarar Brynjari: „Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar” Ingvar Þór Björnsson skrifar 12. nóvember 2017 20:01 Helgi Hrafn lagði fram ellefu frumvörp og sjö þingsályktunartillögur á umræddu kjörtímabili. Vísir/Samsett Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins deildi grein Björns Bjarnasonar á Facebook síðu sinni og tók þar undir orð hans um að Píratar hafi aldrei látið reyna á nein málefni, hvorki í kosningabaráttunni né í stjórnarmyndunarviðræðunum. Sagði Björn að Píratar hafi ekki heldur lagt sig fram um málefnaleg störf á Alþingi og tók Brynjar undir með honum: „Hér hittir Björn naglann á höfuðið eins og svo oft áður.“ Helgi Hrafn Gunnarsson svarar Brynjari fullum hálsi í athugasemd fyrir neðan deilinguna. „Það vill nefnilega svo merkilega til að á því tímabili sem þú tekur undir með Birni Bjarnasyni að Píratar hafi verið skoðana- og iðjulausir þá lagðirðu sjálfur ekki eitt einasta þingmál fram undir eigin nafni,“ skrifar Helgi. „Ekki eitt frumvarp, ekki eina þingsályktunartillögu, ekki svo mikið sem skriflega fyrirspurn til ráðherra. Ekkert. Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar.“Einungis að benda á hvers konar glerhúsi kastað er grjóti úrHelgi Hrafn lagði fram ellefu frumvörp og sjö þingsályktunartillögur á umræddu kjörtímabili, Jón Þór Ólafsson lagði fram átta frumvörp og fjögur þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu og Birgitta Jónsdóttir lagði fram sjö frumvörp og níu þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu. Helgi segir að hann hefði ekki bent á þetta að fyrra bragði. „Þú hagar þínum þingstörfum auðvitað bara eins og þér sýnist. Ég væri ekkert að benda á þetta að fyrra bragði, heldur einungis til að benda þér á hvers konar glerhúsi þú ert að kasta grjóti út um þegar þú ferð að tala um skoðana- og iðjuleysi annarra.” Jafnframt skrifar Helgi að honum þyki ekki skemmtilegt að benda á þetta, enda vilji hann frekar stunda uppbyggilega pólitík. „En áður en þú byrjar að kasta grjóti næst skaltu íhuga hvar þú stendur.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir Brynjari Níelssyni að íhuga hvar hann stendur áður en hann byrjar að kasta grjóti næst. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins deildi grein Björns Bjarnasonar á Facebook síðu sinni og tók þar undir orð hans um að Píratar hafi aldrei látið reyna á nein málefni, hvorki í kosningabaráttunni né í stjórnarmyndunarviðræðunum. Sagði Björn að Píratar hafi ekki heldur lagt sig fram um málefnaleg störf á Alþingi og tók Brynjar undir með honum: „Hér hittir Björn naglann á höfuðið eins og svo oft áður.“ Helgi Hrafn Gunnarsson svarar Brynjari fullum hálsi í athugasemd fyrir neðan deilinguna. „Það vill nefnilega svo merkilega til að á því tímabili sem þú tekur undir með Birni Bjarnasyni að Píratar hafi verið skoðana- og iðjulausir þá lagðirðu sjálfur ekki eitt einasta þingmál fram undir eigin nafni,“ skrifar Helgi. „Ekki eitt frumvarp, ekki eina þingsályktunartillögu, ekki svo mikið sem skriflega fyrirspurn til ráðherra. Ekkert. Það eru núll mál með þínu nafni á Alþingi á kjörtímabilinu 2013-2016, Brynjar.“Einungis að benda á hvers konar glerhúsi kastað er grjóti úrHelgi Hrafn lagði fram ellefu frumvörp og sjö þingsályktunartillögur á umræddu kjörtímabili, Jón Þór Ólafsson lagði fram átta frumvörp og fjögur þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu og Birgitta Jónsdóttir lagði fram sjö frumvörp og níu þingsályktunartillögur á kjörtímabilinu. Helgi segir að hann hefði ekki bent á þetta að fyrra bragði. „Þú hagar þínum þingstörfum auðvitað bara eins og þér sýnist. Ég væri ekkert að benda á þetta að fyrra bragði, heldur einungis til að benda þér á hvers konar glerhúsi þú ert að kasta grjóti út um þegar þú ferð að tala um skoðana- og iðjuleysi annarra.” Jafnframt skrifar Helgi að honum þyki ekki skemmtilegt að benda á þetta, enda vilji hann frekar stunda uppbyggilega pólitík. „En áður en þú byrjar að kasta grjóti næst skaltu íhuga hvar þú stendur.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira