Innlent

Árbæjarskóli vann Skrekk

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Árbæjarskóli er sigurvegari Skrekks 2017.
Árbæjarskóli er sigurvegari Skrekks 2017. Anton Bjarni
Árbæjarskóli vann Skrekk, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur árið 2017. Úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld og hét siguratriðið Komohewa eða Boðflennan. Í öðru sæti var Langholtsskóli með atriðið Kemst þú inn?

Alls tóku 27 skólar þátt í Skrekk í ár og kepptu átta skólar til úrslita í kvöld. Það voru Austurbæjarskóli, Árbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Foldaskóli, Hagaskóli, Langholtsskóli, Réttarholtsskóli og Rimaskóli.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur tilkynnti úrslitin og brutust út mikil fagnaðarlæti meðal nemenda og viðstaddra þegar nafn Árbæjarskóla kom upp úr umslaginu.

„Ég er á þeirri skoðun að það er ekkert betra nesti inn í framtíðina en að vera skapandi og gera eitthvað nýtt,“ sagði Dagur áður en hann tilkynnti að Árbæjarskóli hefði unnið.

Þetta er í annað sinn sem Árbæjarskóli vinnur Skrekk en síðast vann skólinn árið 1991.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×