Grunur um stórfelld undanskot frá skatti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 06:00 Dótturfyrirtæki Öryggismiðstöðvarinnar sætir rannsókn vegna gruns um skattsvik undirverktaka sinna. Vísir/Valli Öryggisfyrirtækið 115 Security sætir nú rannsókn af hálfu skattrannsóknarstjóra vegna gruns um aðild að meintum skattsvikum undirverktaka fyrirtækisins á árunum 2011 til 2014. Um er að ræða samninga sem fyrirtækið hafði gert við undirverktakana um mönnun öryggisgæslu upp á allt að 700 milljónir króna. 115 Security er eitt af fjórum dótturfélögum Öryggismiðstöðvarinnar, en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Framkvæmdastjóri 115 Security segir fyrirtækið hafa verið dregið inn í rannsóknina að ósekju. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að um hafi verið að ræða svarta starfsemi og svokallaða gerviverktöku, þar sem starf launamanns er gert að verktakastarfi, og að rúmlega 400 milljónum króna hafi verið stungið undan skatti. Er meðal annars til rannsóknar hvort öryggisfyrirtækið hafi átt þátt í meintum skattsvikum, en undirverktakarnir, sem eru níu talsins, eru allir komnir í gjaldþrot og hafa hætt starfsemi. Friðrik Sverrisson, framkvæmdastjóri 115 Security, segir það af og frá að fyrirtækið hafi átt nokkurn þátt í meintum svikum og furðar sig á því að það sé dregið inn í rannsóknina – enda hafi það ávallt staðið í skilum. Verktakasamningum hafi sömuleiðis verið rift um leið og fyrirtækinu hafi verið gert viðvart um hugsanleg skattsvik. „Þetta er mjög skrítið mál og fordæmalaust með öllu. Það er verið að rannsaka skattskil hjá undirverktökum fyrirtækisins, og verið að blanda okkur inn í málið algjörlega að ósekju. Þeirra skattskil eru okkar félagi algjörlega óviðkomandi, en þegar við fengum ábendingu um að skattskil þessara undirverktaka væru í ólestri þá hættum við strax viðskiptum við þá,“ segir Friðrik. Aðspurður segir Friðrik rannsókn hafa hafist árið 2014 en hann viti ekki hve langt hún er komin. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en að rannsókn lokinni mun embættið meta hvort tilefni sé til að senda málið áfram til héraðssaksóknara, sem getur svo gefið út ákæru. Móðurfélag 115 Security, Öryggismiðstöð Íslands, var sett í söluferli í lok apríl. Hætt var við söluna um þremur mánuðum síðar þegar eigendurnir fengu ekki þau tilboð sem þeir vonuðust eftir – rúmlega þrjá milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Öryggisfyrirtækið 115 Security sætir nú rannsókn af hálfu skattrannsóknarstjóra vegna gruns um aðild að meintum skattsvikum undirverktaka fyrirtækisins á árunum 2011 til 2014. Um er að ræða samninga sem fyrirtækið hafði gert við undirverktakana um mönnun öryggisgæslu upp á allt að 700 milljónir króna. 115 Security er eitt af fjórum dótturfélögum Öryggismiðstöðvarinnar, en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Framkvæmdastjóri 115 Security segir fyrirtækið hafa verið dregið inn í rannsóknina að ósekju. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins leikur grunur á að um hafi verið að ræða svarta starfsemi og svokallaða gerviverktöku, þar sem starf launamanns er gert að verktakastarfi, og að rúmlega 400 milljónum króna hafi verið stungið undan skatti. Er meðal annars til rannsóknar hvort öryggisfyrirtækið hafi átt þátt í meintum skattsvikum, en undirverktakarnir, sem eru níu talsins, eru allir komnir í gjaldþrot og hafa hætt starfsemi. Friðrik Sverrisson, framkvæmdastjóri 115 Security, segir það af og frá að fyrirtækið hafi átt nokkurn þátt í meintum svikum og furðar sig á því að það sé dregið inn í rannsóknina – enda hafi það ávallt staðið í skilum. Verktakasamningum hafi sömuleiðis verið rift um leið og fyrirtækinu hafi verið gert viðvart um hugsanleg skattsvik. „Þetta er mjög skrítið mál og fordæmalaust með öllu. Það er verið að rannsaka skattskil hjá undirverktökum fyrirtækisins, og verið að blanda okkur inn í málið algjörlega að ósekju. Þeirra skattskil eru okkar félagi algjörlega óviðkomandi, en þegar við fengum ábendingu um að skattskil þessara undirverktaka væru í ólestri þá hættum við strax viðskiptum við þá,“ segir Friðrik. Aðspurður segir Friðrik rannsókn hafa hafist árið 2014 en hann viti ekki hve langt hún er komin. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en að rannsókn lokinni mun embættið meta hvort tilefni sé til að senda málið áfram til héraðssaksóknara, sem getur svo gefið út ákæru. Móðurfélag 115 Security, Öryggismiðstöð Íslands, var sett í söluferli í lok apríl. Hætt var við söluna um þremur mánuðum síðar þegar eigendurnir fengu ekki þau tilboð sem þeir vonuðust eftir – rúmlega þrjá milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira