Icelandair átti kjötið og fer fram á skaðabætur Haraldur Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir að fyrirtækið muni fara fram á skaðabætur. Lögreglurannsókn er á lokastigi. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair átti kjötið sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa stolið úr frystiklefum á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið ætlar að fara fram á skaðabætur en tveir mannanna voru starfsmenn flugþjónustufyrirtækisins IGS, dótturfélags Icelandair Group. Kjötið var flutt hingað til lands og átti að matreiða það í flugeldhúsi Icelandair á Keflavíkurflugvelli fyrir veitingaþjónustu í Leifsstöð og sölu í flugvélum. Líkt og komið hefur fram voru mennirnir þrír handteknir um miðjan október grunaðir um að hafa stolið kjöti í að minnsta kosti hundraða kílóa vís. Við húsleit hjá þriðja manninum fundust 168 kíló af nautalundum en þeir eru einnig grunaðir um að hafa stolið lambakjöti. Telur lögreglan að brot annars mannsins sem vann hjá IGS hafi staðið yfir í fjögur til fimm ár. „Rannsóknin er á lokastigi en ég get ekki tjáð mig um það með nákvæmum hætti hversu mikið magn þetta var því fyrirtækið á enn eftir að koma þeim gögnum til okkar. Það sem gerist í svona dómsmáli, verði þeir fundnir sekir, er að þeim verður birt krafa frá fyrirtækinu um skaðabætur og það hefur lýst því yfir,“ segir Jón Halldór Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mennirnir eru einnig grunaðir um að hafa stolið öðrum tollfrjálsum varningi eða tóbaki og áfengi frá Frívöruversluninni Saxa ehf. Fyrirtækið selur til flugfélaga á Keflavíkurflugvelli og komst meint athæfi upp við rýrnunareftirlit í lok sumars. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er um umtalsvert minna magn að ræða í tilfelli Saxa. „Tveir mannanna hafa verið samstarfsfúsir en sá þriðji ekki viðurkennt aðild sína að málinu. Hann var samstarfsfús að því leyti að hann framvísaði þeim varningi sem var heima hjá honum,“ segir Jón Halldór og vísar í kílóin 168. „Við rannsókn málsins er ljóst að þetta hefur staðið yfir í langan tíma en magnið, sem stolið var, var farið að aukast í byrjun síðasta sumars. Smávægileg gripdeild árin þar á undan en síðan fóru fyrirtækin að taka eftir þessu. Það eru engar upplýsingar um að áfengi og sígarettum hafi verið stolið í einhverju magni fyrr en núna á vormánuðum. Þetta snýst um að það byrjar þarna starfsmaður fyrir um ári sem kortleggur þetta og ræðst svo á þetta,“ segir Jón Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Flugfélagið Icelandair átti kjötið sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa stolið úr frystiklefum á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið ætlar að fara fram á skaðabætur en tveir mannanna voru starfsmenn flugþjónustufyrirtækisins IGS, dótturfélags Icelandair Group. Kjötið var flutt hingað til lands og átti að matreiða það í flugeldhúsi Icelandair á Keflavíkurflugvelli fyrir veitingaþjónustu í Leifsstöð og sölu í flugvélum. Líkt og komið hefur fram voru mennirnir þrír handteknir um miðjan október grunaðir um að hafa stolið kjöti í að minnsta kosti hundraða kílóa vís. Við húsleit hjá þriðja manninum fundust 168 kíló af nautalundum en þeir eru einnig grunaðir um að hafa stolið lambakjöti. Telur lögreglan að brot annars mannsins sem vann hjá IGS hafi staðið yfir í fjögur til fimm ár. „Rannsóknin er á lokastigi en ég get ekki tjáð mig um það með nákvæmum hætti hversu mikið magn þetta var því fyrirtækið á enn eftir að koma þeim gögnum til okkar. Það sem gerist í svona dómsmáli, verði þeir fundnir sekir, er að þeim verður birt krafa frá fyrirtækinu um skaðabætur og það hefur lýst því yfir,“ segir Jón Halldór Sigurðsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Mennirnir eru einnig grunaðir um að hafa stolið öðrum tollfrjálsum varningi eða tóbaki og áfengi frá Frívöruversluninni Saxa ehf. Fyrirtækið selur til flugfélaga á Keflavíkurflugvelli og komst meint athæfi upp við rýrnunareftirlit í lok sumars. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er um umtalsvert minna magn að ræða í tilfelli Saxa. „Tveir mannanna hafa verið samstarfsfúsir en sá þriðji ekki viðurkennt aðild sína að málinu. Hann var samstarfsfús að því leyti að hann framvísaði þeim varningi sem var heima hjá honum,“ segir Jón Halldór og vísar í kílóin 168. „Við rannsókn málsins er ljóst að þetta hefur staðið yfir í langan tíma en magnið, sem stolið var, var farið að aukast í byrjun síðasta sumars. Smávægileg gripdeild árin þar á undan en síðan fóru fyrirtækin að taka eftir þessu. Það eru engar upplýsingar um að áfengi og sígarettum hafi verið stolið í einhverju magni fyrr en núna á vormánuðum. Þetta snýst um að það byrjar þarna starfsmaður fyrir um ári sem kortleggur þetta og ræðst svo á þetta,“ segir Jón Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira