James Bond myndi varla þekkja aftur Jökulsárlón Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2017 22:00 Svona leit Jökulsárlón út árið 1984 eins og sést í þessum ramma úr James Bond-kvikmyndinni A View to a Kill. Eon Productions Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn er frá því Jökulsárlón birtist fyrst í alþjóðlegri stórmynd hefur lónið tvöfaldast að stærð, náð að verða dýpsta vatn Íslands og jökuljaðarinn hefur skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra. Myndir sem sýna breytingarnar mátti sjá í frétt Stöðvar 2.Svona lítur Jökulsárlón út núna. Sporður Breiðamerkurjökuls hefur styst um 3-4 kílómetra frá því James Bond-myndin var tekin upp.Mynd/Stöð 2.Jökulsárlón birtist í upphafsatriði James Bond-myndarinnar „A View to a Kill“, sem tekið var upp sumarið 1984. Hér fyrir neðan má sjá atriðið í heild sinni:Þá var þar engin ferðaþjónusta en segja má að kvikmyndin hafi markað upphafið því bátasiglingar, sem Íslendingar sinntu fyrir Bond-myndina, leiddu til þess að farið var að sigla með ferðamenn um lónið.DV birti þessa frétt þann 25. júní árið 1984 um töku James Bond-myndarinnar.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld um Öræfasveit kom fram að æ stærri hópur ferðamanna kemur þangað til að sjá staði þar sem kvikmyndir voru teknar fremur en vegna áhuga á íslenskri náttúru. „Það er gífurlegur áhugi á því hvar einhverjar kvikmyndir hafa verið teknar,“ sagði Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. „Við finnum alveg að þetta er öðruvísi hópur að stóru leyti sem er að koma,“ sagði Regína en tók fram að þeir væru ennþá innanum, ferðamennirnir, sem hefðu áhuga á náttúru landsins. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Veðurstofunni hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur fylgst með breytingum á sporði Breiðamerkurjökuls. „Það slagar í hundrað metra á ári sem hann styttist. Þannig að á 33 árum hefur hann vafalaust skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra,“ segir Oddur. Lengi fram eftir síðustu öld var raunar ekkert Jökulsárlón því jökullinn náði næstum út í sjó fyrir rúmri öld. „Síðan var það ekki fyrr en 1933 sem jökullinn fer að styttast að marki og þá smámsaman fer lónið að sjást.“ Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. Fyrir aftan hann er kort sem sýnir hvernig Breiðamerkurjökull hefur styst undanfarna öld.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddur segir Jökulsárlón mun hlýrra en önnur jökullón þar sem inn í það flæði hlýr sjór sem valdi tvöfalt meiri bráðnun. Þannig að það eru ekki bara loftlagsbreytingar sem skýra minnkun Breiðamerkurjökuls. „Ekki bara, nei. Þetta er mikið umfram loftlagsbreytingarnar enda hefur þessi jökull styst meira heldur en nokkur annar jökull á landinu, frá því jöklar tóku að styttast.“ Og frá því James Bond sigldi um lónið forðum hefur það náð þeim sessi að verða dýpsta stöðuvatn Íslands. „Hvalvatn var dýpst, meðan Öskjuvatn hafði ekki verið mælt. Það var 162 metrar. Öskjuvatn reyndist 220 metrar. En núna er þetta komið niður undir, eða yfir 300 metra dýpt, Jökulsárlón,“ segir Oddur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hornafjörður James Bond Loftslagsmál Um land allt Tengdar fréttir Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15 Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn er frá því Jökulsárlón birtist fyrst í alþjóðlegri stórmynd hefur lónið tvöfaldast að stærð, náð að verða dýpsta vatn Íslands og jökuljaðarinn hefur skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra. Myndir sem sýna breytingarnar mátti sjá í frétt Stöðvar 2.Svona lítur Jökulsárlón út núna. Sporður Breiðamerkurjökuls hefur styst um 3-4 kílómetra frá því James Bond-myndin var tekin upp.Mynd/Stöð 2.Jökulsárlón birtist í upphafsatriði James Bond-myndarinnar „A View to a Kill“, sem tekið var upp sumarið 1984. Hér fyrir neðan má sjá atriðið í heild sinni:Þá var þar engin ferðaþjónusta en segja má að kvikmyndin hafi markað upphafið því bátasiglingar, sem Íslendingar sinntu fyrir Bond-myndina, leiddu til þess að farið var að sigla með ferðamenn um lónið.DV birti þessa frétt þann 25. júní árið 1984 um töku James Bond-myndarinnar.Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 á mánudagskvöld um Öræfasveit kom fram að æ stærri hópur ferðamanna kemur þangað til að sjá staði þar sem kvikmyndir voru teknar fremur en vegna áhuga á íslenskri náttúru. „Það er gífurlegur áhugi á því hvar einhverjar kvikmyndir hafa verið teknar,“ sagði Regína Hreinsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. „Við finnum alveg að þetta er öðruvísi hópur að stóru leyti sem er að koma,“ sagði Regína en tók fram að þeir væru ennþá innanum, ferðamennirnir, sem hefðu áhuga á náttúru landsins. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Á Veðurstofunni hefur Oddur Sigurðsson jarðfræðingur fylgst með breytingum á sporði Breiðamerkurjökuls. „Það slagar í hundrað metra á ári sem hann styttist. Þannig að á 33 árum hefur hann vafalaust skroppið saman um þrjá til fjóra kílómetra,“ segir Oddur. Lengi fram eftir síðustu öld var raunar ekkert Jökulsárlón því jökullinn náði næstum út í sjó fyrir rúmri öld. „Síðan var það ekki fyrr en 1933 sem jökullinn fer að styttast að marki og þá smámsaman fer lónið að sjást.“ Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands. Fyrir aftan hann er kort sem sýnir hvernig Breiðamerkurjökull hefur styst undanfarna öld.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddur segir Jökulsárlón mun hlýrra en önnur jökullón þar sem inn í það flæði hlýr sjór sem valdi tvöfalt meiri bráðnun. Þannig að það eru ekki bara loftlagsbreytingar sem skýra minnkun Breiðamerkurjökuls. „Ekki bara, nei. Þetta er mikið umfram loftlagsbreytingarnar enda hefur þessi jökull styst meira heldur en nokkur annar jökull á landinu, frá því jöklar tóku að styttast.“ Og frá því James Bond sigldi um lónið forðum hefur það náð þeim sessi að verða dýpsta stöðuvatn Íslands. „Hvalvatn var dýpst, meðan Öskjuvatn hafði ekki verið mælt. Það var 162 metrar. Öskjuvatn reyndist 220 metrar. En núna er þetta komið niður undir, eða yfir 300 metra dýpt, Jökulsárlón,“ segir Oddur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hornafjörður James Bond Loftslagsmál Um land allt Tengdar fréttir Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15 Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. 30. október 2017 19:15
Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31