Innlent

Búið að opna Suðurlandsveg á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/Eyþór
Búið að er opna Suðurlandsveginn um Hellisheiði að nýju og er hann nú greiðfær fyrir umferð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en veginum var lokað eftir umferðarslys þar sem bílstjóri vörubíls missti stjórn á bílnum ofan við Skíðaskálabrekkuna í Hveradölum.

Bíllinn þveraði veginn og voru vírar í vegriði fastir í framhluta bílsins. Bílstjóri vörubílsins verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík til aðhlynningar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×