Heilu brettin af Arnaldi mokast út Jakob Bjarnar skrifar 6. nóvember 2017 15:48 Sjö þúsund eintök af nýjustu bók Arnaldar eru nú farin af lager. Forleggjari hans lætur prenta heilu stæðurnar af Myrkrið veit. Sjö þúsund eintök nýju bókar Arnaldar Indriðasonar, Myrkrið veit, hafa nú verið send af lager forleggjara hans í búðir. „Þetta er um 35 prósenta aukning frá í fyrra á sama tíma,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir að þetta komi sér mjög á óvart. „Enda allir miðlar undirlagðir af kosningaumfjöllun og af stjórnarmyndun. En segir mér það að þjóðinni þyrstir í annars konar afþreyingu en þá sápuóperu sem er á boðstólnum,“ segir Egill Örn. Víst er að kosningarnar og svo stjórnarmyndunarviðræðurnar komu flatt uppá marga, ekki síst bókaútgefendur sem eru komnir í spreng með sitt jólabókaflóð; það ætti að vera farið að flæða að með bækurnar ef allt væri eðlilegt. „Ég held jafnframt líka að þjóðin hafi jafnvel vaknað til vitundar um mikilvægi bóklestrar í kjölfar frétta af versnandi stöðu bókaútgáfunnar, en við höfum fundið gríðarlegan meðbyr meðal almennings síðan þetta birtist í fréttum og sala almennt tekið góðan kipp,“ segir útgefandinn brattur. Forlagið lætur prenta vel á 3. tug þúsunda bóka hverju sinni þegar Arnaldur á í hlut. Þannig hefur það verið mörg undanfarin ár. Egill Örn segir Arnald hafa verið söluhæstan í fyrra, sem svo oft áður og öruggur á toppnum. Forleggjarar eru tregir að gefa út upplagstölur en Arnaldur seldi um 20 þúsund eintök í fyrra. Samkvæmt því hvernig gangurinn er á þessu nú þarf eitthvað mikið að koma til ef einhver nær að velta þessum konungi bóksölunnar af stalli þetta árið. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sjö þúsund eintök nýju bókar Arnaldar Indriðasonar, Myrkrið veit, hafa nú verið send af lager forleggjara hans í búðir. „Þetta er um 35 prósenta aukning frá í fyrra á sama tíma,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir að þetta komi sér mjög á óvart. „Enda allir miðlar undirlagðir af kosningaumfjöllun og af stjórnarmyndun. En segir mér það að þjóðinni þyrstir í annars konar afþreyingu en þá sápuóperu sem er á boðstólnum,“ segir Egill Örn. Víst er að kosningarnar og svo stjórnarmyndunarviðræðurnar komu flatt uppá marga, ekki síst bókaútgefendur sem eru komnir í spreng með sitt jólabókaflóð; það ætti að vera farið að flæða að með bækurnar ef allt væri eðlilegt. „Ég held jafnframt líka að þjóðin hafi jafnvel vaknað til vitundar um mikilvægi bóklestrar í kjölfar frétta af versnandi stöðu bókaútgáfunnar, en við höfum fundið gríðarlegan meðbyr meðal almennings síðan þetta birtist í fréttum og sala almennt tekið góðan kipp,“ segir útgefandinn brattur. Forlagið lætur prenta vel á 3. tug þúsunda bóka hverju sinni þegar Arnaldur á í hlut. Þannig hefur það verið mörg undanfarin ár. Egill Örn segir Arnald hafa verið söluhæstan í fyrra, sem svo oft áður og öruggur á toppnum. Forleggjarar eru tregir að gefa út upplagstölur en Arnaldur seldi um 20 þúsund eintök í fyrra. Samkvæmt því hvernig gangurinn er á þessu nú þarf eitthvað mikið að koma til ef einhver nær að velta þessum konungi bóksölunnar af stalli þetta árið.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira