Stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar líklegust að mati Brynjars Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2017 12:40 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Mestar líkur eru á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins þessa stundina að mati Brynjars Níelsson, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun sagðist hann telja, án þess að vita það beint, að ekki sé jafn mikil andstaða nú innan Vinstri grænna um að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og fyrir ári síðan. Spurður hvort að það væri mögulegt fyrir Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn, gegn vilja grasrótar flokksins, sagði Brynjar að hún ætti einfaldlega að sýna styrk sinn í því máli. Hann taldi einnig mögulegt að mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Samfylkingunni. Allt snúist þetta um traust á milli forsvarsmanna flokkanna. Sambandið á milli Katrínar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé gott en ekki sé komin reynsla á Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, sem sé frekar nýr í stjórnmálum. Því sé stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins líklegri þessa stundina að mati Brynjars. Hann sagði að staðan væri opin og allir að tala við alla.Þriggja flokka stjórn betri en fjögurra flokka stjórn Spurður út í mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins sagði Brynjar að það yrði mun flóknari stjórnarmyndun. Var hann á því að það yrði verra að vera í fjögurra flokka stjórn en í stjórn sem inniheldur þriggja flokka stjórn. Þar að auki væru flokkar Miðflokksins og Flokks fólksins með mikið af nýju fólki og ekki jafn æskilegt í hans huga. Hann sagðist telja að ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn færu í stjórn myndi það draga úr mótmælum og aðeins minni reiði yrði í samfélaginu. Staðan yrði ekki sú sama með stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokksins og Flokks fólksins.Bjarni ætti að vera forsætisráðherra Spurður hver ætti að fá forsætisráðherrastólinn í stjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn myndu skipa, Bjarni Benediktsson eða Katrín Jakobsdóttir, taldi hann eðlilegra að Bjarni myndi fá forsætisráðuneytið í ljósi þess að hann er leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks landsins. „Hann hefur sannað sig í starfi og mönnum finnst gott að vinna með honum, sama í hvaða flokki það er, og á þinginu. En ég veit að það er hávær hópur úti í samfélaginu sem myndi sjálfsagt rísa upp á afturlappirnar við það.“Hélt að vinstri stjórnin myndi ná saman Spurður út í viðræðuslit Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata, sagðist Brynjar hafa haldið á tímabili að þeim myndi takast að mynda þá stjórn. Sérstaklega í ljósi þess að sú stjórn hefði ekki einblínt á ESB-málið, stjórnarskrármálið eða kollsteypu í landbúnaði eða sjávarútvegi. Þegar hann rak hins vegar augu í orð Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórnir með minnihluta fylgis á bak við sig, fékk hann fyrst þá tilfinningu að sú stjórn myndi ekki ná saman. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Mestar líkur eru á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins þessa stundina að mati Brynjars Níelsson, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun sagðist hann telja, án þess að vita það beint, að ekki sé jafn mikil andstaða nú innan Vinstri grænna um að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og fyrir ári síðan. Spurður hvort að það væri mögulegt fyrir Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn, gegn vilja grasrótar flokksins, sagði Brynjar að hún ætti einfaldlega að sýna styrk sinn í því máli. Hann taldi einnig mögulegt að mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Samfylkingunni. Allt snúist þetta um traust á milli forsvarsmanna flokkanna. Sambandið á milli Katrínar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé gott en ekki sé komin reynsla á Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, sem sé frekar nýr í stjórnmálum. Því sé stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins líklegri þessa stundina að mati Brynjars. Hann sagði að staðan væri opin og allir að tala við alla.Þriggja flokka stjórn betri en fjögurra flokka stjórn Spurður út í mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins sagði Brynjar að það yrði mun flóknari stjórnarmyndun. Var hann á því að það yrði verra að vera í fjögurra flokka stjórn en í stjórn sem inniheldur þriggja flokka stjórn. Þar að auki væru flokkar Miðflokksins og Flokks fólksins með mikið af nýju fólki og ekki jafn æskilegt í hans huga. Hann sagðist telja að ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn færu í stjórn myndi það draga úr mótmælum og aðeins minni reiði yrði í samfélaginu. Staðan yrði ekki sú sama með stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokksins og Flokks fólksins.Bjarni ætti að vera forsætisráðherra Spurður hver ætti að fá forsætisráðherrastólinn í stjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn myndu skipa, Bjarni Benediktsson eða Katrín Jakobsdóttir, taldi hann eðlilegra að Bjarni myndi fá forsætisráðuneytið í ljósi þess að hann er leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks landsins. „Hann hefur sannað sig í starfi og mönnum finnst gott að vinna með honum, sama í hvaða flokki það er, og á þinginu. En ég veit að það er hávær hópur úti í samfélaginu sem myndi sjálfsagt rísa upp á afturlappirnar við það.“Hélt að vinstri stjórnin myndi ná saman Spurður út í viðræðuslit Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata, sagðist Brynjar hafa haldið á tímabili að þeim myndi takast að mynda þá stjórn. Sérstaklega í ljósi þess að sú stjórn hefði ekki einblínt á ESB-málið, stjórnarskrármálið eða kollsteypu í landbúnaði eða sjávarútvegi. Þegar hann rak hins vegar augu í orð Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórnir með minnihluta fylgis á bak við sig, fékk hann fyrst þá tilfinningu að sú stjórn myndi ekki ná saman.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira