Stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar líklegust að mati Brynjars Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2017 12:40 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Mestar líkur eru á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins þessa stundina að mati Brynjars Níelsson, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun sagðist hann telja, án þess að vita það beint, að ekki sé jafn mikil andstaða nú innan Vinstri grænna um að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og fyrir ári síðan. Spurður hvort að það væri mögulegt fyrir Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn, gegn vilja grasrótar flokksins, sagði Brynjar að hún ætti einfaldlega að sýna styrk sinn í því máli. Hann taldi einnig mögulegt að mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Samfylkingunni. Allt snúist þetta um traust á milli forsvarsmanna flokkanna. Sambandið á milli Katrínar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé gott en ekki sé komin reynsla á Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, sem sé frekar nýr í stjórnmálum. Því sé stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins líklegri þessa stundina að mati Brynjars. Hann sagði að staðan væri opin og allir að tala við alla.Þriggja flokka stjórn betri en fjögurra flokka stjórn Spurður út í mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins sagði Brynjar að það yrði mun flóknari stjórnarmyndun. Var hann á því að það yrði verra að vera í fjögurra flokka stjórn en í stjórn sem inniheldur þriggja flokka stjórn. Þar að auki væru flokkar Miðflokksins og Flokks fólksins með mikið af nýju fólki og ekki jafn æskilegt í hans huga. Hann sagðist telja að ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn færu í stjórn myndi það draga úr mótmælum og aðeins minni reiði yrði í samfélaginu. Staðan yrði ekki sú sama með stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokksins og Flokks fólksins.Bjarni ætti að vera forsætisráðherra Spurður hver ætti að fá forsætisráðherrastólinn í stjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn myndu skipa, Bjarni Benediktsson eða Katrín Jakobsdóttir, taldi hann eðlilegra að Bjarni myndi fá forsætisráðuneytið í ljósi þess að hann er leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks landsins. „Hann hefur sannað sig í starfi og mönnum finnst gott að vinna með honum, sama í hvaða flokki það er, og á þinginu. En ég veit að það er hávær hópur úti í samfélaginu sem myndi sjálfsagt rísa upp á afturlappirnar við það.“Hélt að vinstri stjórnin myndi ná saman Spurður út í viðræðuslit Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata, sagðist Brynjar hafa haldið á tímabili að þeim myndi takast að mynda þá stjórn. Sérstaklega í ljósi þess að sú stjórn hefði ekki einblínt á ESB-málið, stjórnarskrármálið eða kollsteypu í landbúnaði eða sjávarútvegi. Þegar hann rak hins vegar augu í orð Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórnir með minnihluta fylgis á bak við sig, fékk hann fyrst þá tilfinningu að sú stjórn myndi ekki ná saman. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mestar líkur eru á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins þessa stundina að mati Brynjars Níelsson, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun sagðist hann telja, án þess að vita það beint, að ekki sé jafn mikil andstaða nú innan Vinstri grænna um að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og fyrir ári síðan. Spurður hvort að það væri mögulegt fyrir Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, að fara í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn, gegn vilja grasrótar flokksins, sagði Brynjar að hún ætti einfaldlega að sýna styrk sinn í því máli. Hann taldi einnig mögulegt að mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki, Vinstri grænum og Samfylkingunni. Allt snúist þetta um traust á milli forsvarsmanna flokkanna. Sambandið á milli Katrínar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé gott en ekki sé komin reynsla á Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, sem sé frekar nýr í stjórnmálum. Því sé stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins líklegri þessa stundina að mati Brynjars. Hann sagði að staðan væri opin og allir að tala við alla.Þriggja flokka stjórn betri en fjögurra flokka stjórn Spurður út í mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokksins og Flokks fólksins sagði Brynjar að það yrði mun flóknari stjórnarmyndun. Var hann á því að það yrði verra að vera í fjögurra flokka stjórn en í stjórn sem inniheldur þriggja flokka stjórn. Þar að auki væru flokkar Miðflokksins og Flokks fólksins með mikið af nýju fólki og ekki jafn æskilegt í hans huga. Hann sagðist telja að ef Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn færu í stjórn myndi það draga úr mótmælum og aðeins minni reiði yrði í samfélaginu. Staðan yrði ekki sú sama með stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Miðflokksins og Flokks fólksins.Bjarni ætti að vera forsætisráðherra Spurður hver ætti að fá forsætisráðherrastólinn í stjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn myndu skipa, Bjarni Benediktsson eða Katrín Jakobsdóttir, taldi hann eðlilegra að Bjarni myndi fá forsætisráðuneytið í ljósi þess að hann er leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks landsins. „Hann hefur sannað sig í starfi og mönnum finnst gott að vinna með honum, sama í hvaða flokki það er, og á þinginu. En ég veit að það er hávær hópur úti í samfélaginu sem myndi sjálfsagt rísa upp á afturlappirnar við það.“Hélt að vinstri stjórnin myndi ná saman Spurður út í viðræðuslit Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata, sagðist Brynjar hafa haldið á tímabili að þeim myndi takast að mynda þá stjórn. Sérstaklega í ljósi þess að sú stjórn hefði ekki einblínt á ESB-málið, stjórnarskrármálið eða kollsteypu í landbúnaði eða sjávarútvegi. Þegar hann rak hins vegar augu í orð Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um meirihlutastjórnir með minnihluta fylgis á bak við sig, fékk hann fyrst þá tilfinningu að sú stjórn myndi ekki ná saman.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira