Minnast Díönu prinsessu með listasýningu Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. nóvember 2017 10:15 Þau Starkaður Sigurðarson, Andrea Arnarsdóttir og Auður Lóa Guðnadóttir stýra sýningunni Díana, að eilífu, þar sem tólf listamenn túlka goðsögnina Díönu með eigin hætti. Myndin er uppstillt. Í ár eru liðin 20 ár frá því að Díana prinsessa lést í skelfilegu bílslysi í París. Hennar hefur verið minnst víða um heim í ár, en á föstudaginn munu 12 listamenn opna sýninguna Díana, að eilífu í Galleríi Porti og Ekkisens þar sem Lafði Díönu verður minnst á ýmsan hátt, meðal annars með skúlptúrum, gjörningum svo og minningartónleikum. „Um leið og við erum að halda upp á þessa manneskju og goðsögn sem Díana prinsessa var, þá er þetta líka myndlistarsýning um tíma sem er liðinn. Það er líka eftirtektarvert að mörg þeirra sem taka þátt í myndlistarsýningunni eru á þeim aldri að þau voru bara krakkar þegar Díana prinsessa deyr og þá verður dýnamíkin áhugaverð því að við þekkjum eiginlega ekkert annað en hvernig hlutirnir voru eftir að hún var dáin og þessa goðsögn um konuna,“ segir Auður Lóa Guðnadóttir, sem stýrir sýningunni ásamt Starkaði Sigurðssyni og Andreu Arnarsdóttur, auk þess sem hún sjálf sýnir verk sín.Einn skúlptúra Auðar Lóu sem verður til sýnis.„Við rannsökum þetta hvert á sinn hátt. Við erum 12 listamenn sem vinnum hvert í sínu horni og það eru mjög margir útgangspunktar sem er hægt að ganga út frá. Það er hægt að líta á hana svo mörgum augum, eins og við komumst þarna að. Ég sjálf er til dæmis að vinna með grísku gyðjuna Díönu og hvernig þær Díana prinsessa hittast sem goðsagnir; það hvernig sögur þeirra tala saman. Svo eru hinir að gera alls konar en ég vil ekki kjafta frá því,“ segir Auður Lóa dularfull, en gefur þó upp að það verði gjörningar. „Það verður sérstakt gjörningakvöld í Mengi 18. nóvember. Þar verða gjörningar og einn fyrirlestur. Þangað mætir svo leynigestur – ég segi ekki meir.“ Á gjörningakvöldinu verða fluttir tveir gjörningar, annar eftir tvíeykið Berglindi og Rúnar og hinn eftir Maríu Worms og Guðrúnu Heiði Ísaksdóttur. Eftir sýninguna á föstudaginn verða svo minningartónleikar á Húrra þar sem koma fram hljómsveitirnar asdfhg og Post Performance Blues Band. Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Í ár eru liðin 20 ár frá því að Díana prinsessa lést í skelfilegu bílslysi í París. Hennar hefur verið minnst víða um heim í ár, en á föstudaginn munu 12 listamenn opna sýninguna Díana, að eilífu í Galleríi Porti og Ekkisens þar sem Lafði Díönu verður minnst á ýmsan hátt, meðal annars með skúlptúrum, gjörningum svo og minningartónleikum. „Um leið og við erum að halda upp á þessa manneskju og goðsögn sem Díana prinsessa var, þá er þetta líka myndlistarsýning um tíma sem er liðinn. Það er líka eftirtektarvert að mörg þeirra sem taka þátt í myndlistarsýningunni eru á þeim aldri að þau voru bara krakkar þegar Díana prinsessa deyr og þá verður dýnamíkin áhugaverð því að við þekkjum eiginlega ekkert annað en hvernig hlutirnir voru eftir að hún var dáin og þessa goðsögn um konuna,“ segir Auður Lóa Guðnadóttir, sem stýrir sýningunni ásamt Starkaði Sigurðssyni og Andreu Arnarsdóttur, auk þess sem hún sjálf sýnir verk sín.Einn skúlptúra Auðar Lóu sem verður til sýnis.„Við rannsökum þetta hvert á sinn hátt. Við erum 12 listamenn sem vinnum hvert í sínu horni og það eru mjög margir útgangspunktar sem er hægt að ganga út frá. Það er hægt að líta á hana svo mörgum augum, eins og við komumst þarna að. Ég sjálf er til dæmis að vinna með grísku gyðjuna Díönu og hvernig þær Díana prinsessa hittast sem goðsagnir; það hvernig sögur þeirra tala saman. Svo eru hinir að gera alls konar en ég vil ekki kjafta frá því,“ segir Auður Lóa dularfull, en gefur þó upp að það verði gjörningar. „Það verður sérstakt gjörningakvöld í Mengi 18. nóvember. Þar verða gjörningar og einn fyrirlestur. Þangað mætir svo leynigestur – ég segi ekki meir.“ Á gjörningakvöldinu verða fluttir tveir gjörningar, annar eftir tvíeykið Berglindi og Rúnar og hinn eftir Maríu Worms og Guðrúnu Heiði Ísaksdóttur. Eftir sýninguna á föstudaginn verða svo minningartónleikar á Húrra þar sem koma fram hljómsveitirnar asdfhg og Post Performance Blues Band.
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira