Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2017 19:15 Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2. Skammt vestan Hofsness er búið að leggja nýjan veg og setja upp skilti sem á stendur Malarás. Þar er gamalt eyðibýli að byggjast á ný. Þau sem standa fyrir verkinu heita Guðný Diljá Helgadóttir og Þorsteinn Ingi Þorleifsson, og þau starfa bæði við ferðaþjónustuna í Öræfasveit. Enn má sjá rústir gamalla bygginga á Malarási. Ingólfshöfði sést fjær til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðný viðurkennir að það sé átak að byggja upp eyðijörð. „Jú, þetta er nefnilega átak. Og það er ekkert grín að fá þetta allt saman; vatn og rafmagn og búa til veg, þetta er allt saman mikið batterí,“ segir Guðný Diljá og segir þau staðráðin í að láta drauminn rætast. „Sama hvað það kostar. Þó að það kosti blóð, svita og tár.“ Langafi og langamma Guðnýjar voru síðustu bændur á Malarási og amma hennar ólst þar upp. Þar er þó ekki ætlunin að stunda hefðbundinn búskap. „Ég ætlaði alltaf að verða bóndi. En ég er hætt við. Ég ætla bara að verða ferðabóndi,“ segir hún.Hérna á framtíðarheimilið að rísa. Búið er að leggja rafmagn, vatnsleiðslu og koma upp litlu gámahýsi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Að Malarási er þau búin að koma sér upp litlu gámahúsi sem þau geta gist í. „Hugmyndin var sem sagt að setja þetta upp og prófa að búa þarna í smátíma og sjá hvernig við kunnum við okkur. Og byggja svo stærra hús þegar þar að kemur og þegar kannski fer að fjölga,“ segir Guðný Diljá og hlær. Fjallað var um gróskuna í Öræfasveit í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hornafjörður Um land allt Tengdar fréttir Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2. Skammt vestan Hofsness er búið að leggja nýjan veg og setja upp skilti sem á stendur Malarás. Þar er gamalt eyðibýli að byggjast á ný. Þau sem standa fyrir verkinu heita Guðný Diljá Helgadóttir og Þorsteinn Ingi Þorleifsson, og þau starfa bæði við ferðaþjónustuna í Öræfasveit. Enn má sjá rústir gamalla bygginga á Malarási. Ingólfshöfði sést fjær til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðný viðurkennir að það sé átak að byggja upp eyðijörð. „Jú, þetta er nefnilega átak. Og það er ekkert grín að fá þetta allt saman; vatn og rafmagn og búa til veg, þetta er allt saman mikið batterí,“ segir Guðný Diljá og segir þau staðráðin í að láta drauminn rætast. „Sama hvað það kostar. Þó að það kosti blóð, svita og tár.“ Langafi og langamma Guðnýjar voru síðustu bændur á Malarási og amma hennar ólst þar upp. Þar er þó ekki ætlunin að stunda hefðbundinn búskap. „Ég ætlaði alltaf að verða bóndi. En ég er hætt við. Ég ætla bara að verða ferðabóndi,“ segir hún.Hérna á framtíðarheimilið að rísa. Búið er að leggja rafmagn, vatnsleiðslu og koma upp litlu gámahýsi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Að Malarási er þau búin að koma sér upp litlu gámahúsi sem þau geta gist í. „Hugmyndin var sem sagt að setja þetta upp og prófa að búa þarna í smátíma og sjá hvernig við kunnum við okkur. Og byggja svo stærra hús þegar þar að kemur og þegar kannski fer að fjölga,“ segir Guðný Diljá og hlær. Fjallað var um gróskuna í Öræfasveit í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Hornafjörður Um land allt Tengdar fréttir Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31