Ungt par byggir upp eyðijörð í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. október 2017 19:15 Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2. Skammt vestan Hofsness er búið að leggja nýjan veg og setja upp skilti sem á stendur Malarás. Þar er gamalt eyðibýli að byggjast á ný. Þau sem standa fyrir verkinu heita Guðný Diljá Helgadóttir og Þorsteinn Ingi Þorleifsson, og þau starfa bæði við ferðaþjónustuna í Öræfasveit. Enn má sjá rústir gamalla bygginga á Malarási. Ingólfshöfði sést fjær til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðný viðurkennir að það sé átak að byggja upp eyðijörð. „Jú, þetta er nefnilega átak. Og það er ekkert grín að fá þetta allt saman; vatn og rafmagn og búa til veg, þetta er allt saman mikið batterí,“ segir Guðný Diljá og segir þau staðráðin í að láta drauminn rætast. „Sama hvað það kostar. Þó að það kosti blóð, svita og tár.“ Langafi og langamma Guðnýjar voru síðustu bændur á Malarási og amma hennar ólst þar upp. Þar er þó ekki ætlunin að stunda hefðbundinn búskap. „Ég ætlaði alltaf að verða bóndi. En ég er hætt við. Ég ætla bara að verða ferðabóndi,“ segir hún.Hérna á framtíðarheimilið að rísa. Búið er að leggja rafmagn, vatnsleiðslu og koma upp litlu gámahýsi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Að Malarási er þau búin að koma sér upp litlu gámahúsi sem þau geta gist í. „Hugmyndin var sem sagt að setja þetta upp og prófa að búa þarna í smátíma og sjá hvernig við kunnum við okkur. Og byggja svo stærra hús þegar þar að kemur og þegar kannski fer að fjölga,“ segir Guðný Diljá og hlær. Fjallað var um gróskuna í Öræfasveit í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hornafjörður Um land allt Tengdar fréttir Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Jörð í Öræfasveit, sem fór í eyði fyrir hálfri öld, er að lifna á ný. Ungt par, sem nýlega flutti í Öræfin, hefur ákveðið að breyta eyðijörðinni í sitt framtíðarheimili. Um þetta mátti fræðast í fréttum Stöðvar 2. Skammt vestan Hofsness er búið að leggja nýjan veg og setja upp skilti sem á stendur Malarás. Þar er gamalt eyðibýli að byggjast á ný. Þau sem standa fyrir verkinu heita Guðný Diljá Helgadóttir og Þorsteinn Ingi Þorleifsson, og þau starfa bæði við ferðaþjónustuna í Öræfasveit. Enn má sjá rústir gamalla bygginga á Malarási. Ingólfshöfði sést fjær til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðný viðurkennir að það sé átak að byggja upp eyðijörð. „Jú, þetta er nefnilega átak. Og það er ekkert grín að fá þetta allt saman; vatn og rafmagn og búa til veg, þetta er allt saman mikið batterí,“ segir Guðný Diljá og segir þau staðráðin í að láta drauminn rætast. „Sama hvað það kostar. Þó að það kosti blóð, svita og tár.“ Langafi og langamma Guðnýjar voru síðustu bændur á Malarási og amma hennar ólst þar upp. Þar er þó ekki ætlunin að stunda hefðbundinn búskap. „Ég ætlaði alltaf að verða bóndi. En ég er hætt við. Ég ætla bara að verða ferðabóndi,“ segir hún.Hérna á framtíðarheimilið að rísa. Búið er að leggja rafmagn, vatnsleiðslu og koma upp litlu gámahýsi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Að Malarási er þau búin að koma sér upp litlu gámahúsi sem þau geta gist í. „Hugmyndin var sem sagt að setja þetta upp og prófa að búa þarna í smátíma og sjá hvernig við kunnum við okkur. Og byggja svo stærra hús þegar þar að kemur og þegar kannski fer að fjölga,“ segir Guðný Diljá og hlær. Fjallað var um gróskuna í Öræfasveit í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Hornafjörður Um land allt Tengdar fréttir Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Skipuleggja fyrsta þorpið í Öræfum Fyrsti þéttbýliskjarninn er að verða til í Öræfasveit. Sveitarfélagið hefur látið skipuleggja nýtt þorp fyrir átján íbúðarhús. 26. október 2017 21:31