Andy Dick rekinn vegna ásakana um kynferðislega áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2017 19:27 Leikarinn Andy Dick. Leikarinn Andy Dick hefur verið rekinn úr leikaraliði myndarinnar Raising Buchanan vegna ásakana um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun við tökur myndarinnar. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en þar hafnar leikarinn ásökunum um að hafa káfað á einhverjum á tökustað en segir þó þetta: „Ég gæti hafa kysst einhverja á kinnina þegar ég var að kveðja þá og síðan sleikt á þeim kinnina. Það er eitt af því sem ég geri.“ Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að Dick hafi verið sakaður um að grípa í kynfæri þeirra sem störfuðu á tökustað, kysst einhverja gegn þeirra vilja og óskað eftir að fá að stunda kynlíf með nokkrum þeirra . Hollywood Reporter segir óvitað hvort þetta athæfi leikarans hafi beinst gegn öðrum leikurum myndarinnar eða þeim sem voru hluti af tökuteymi hennar. Dick staðfesti í samtali við Hollywood Reporter að hann hefði verið með lítið hlutverk í myndinni en að ákveðið hefði verið að láta hann fara. Leikarinn hefur áður komist í kast við lögin. Hann er þekktur fyrir sérkennilega kímnigáfu og fyrir að reyna hvað hann getur að ganga fram af fólki. Í samtali við Hollywood Reporter sagðist hann meðvitaður um orðið sem færi af honum og grínaðist með að „ósæmileg hegðun“ væri hans annað nafn. Hann gekkst við því að ástandið í Hollywood væri viðkvæmt vegna Harvey Weinstein-málsins en neitaði því staðfastlega að hafa káfað á einhverjum við tökur myndarinnar eða berað á sér kynfærin. Hann sagði ástandið á tökustað myndarinnar hafa orðið sérlega viðkvæmt, og hann hafi ekki bætt úr skák þegar hann fór að ræða mál Harvey Weinsteins, en hann hefur gert tvær kvikmyndir með honum. Hann sagði að kvikmyndagerðarmennirnir hafi mögulega orðið reiðir þegar þeir túlkuðu orð leikarans um Weinstein sem mögulega vörn. „Fólk er svo viðkvæmt,“ sagði Andy Dick við Hollywood Reporter. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Bruce Dellis. Rene Auberjonios, Amanda Melby, Shannon Whirry og M. Emmet Walsh fara með aðalhlutverk hennar. Myndin segir frá konu sem ákveður að stela líki fyrrum forseta Bandaríkjanna í von um lausnarfé. MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Leikarinn Andy Dick hefur verið rekinn úr leikaraliði myndarinnar Raising Buchanan vegna ásakana um kynferðislega áreitni og ósæmilega hegðun við tökur myndarinnar. Greint er frá þessu á vef Hollywood Reporter en þar hafnar leikarinn ásökunum um að hafa káfað á einhverjum á tökustað en segir þó þetta: „Ég gæti hafa kysst einhverja á kinnina þegar ég var að kveðja þá og síðan sleikt á þeim kinnina. Það er eitt af því sem ég geri.“ Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að Dick hafi verið sakaður um að grípa í kynfæri þeirra sem störfuðu á tökustað, kysst einhverja gegn þeirra vilja og óskað eftir að fá að stunda kynlíf með nokkrum þeirra . Hollywood Reporter segir óvitað hvort þetta athæfi leikarans hafi beinst gegn öðrum leikurum myndarinnar eða þeim sem voru hluti af tökuteymi hennar. Dick staðfesti í samtali við Hollywood Reporter að hann hefði verið með lítið hlutverk í myndinni en að ákveðið hefði verið að láta hann fara. Leikarinn hefur áður komist í kast við lögin. Hann er þekktur fyrir sérkennilega kímnigáfu og fyrir að reyna hvað hann getur að ganga fram af fólki. Í samtali við Hollywood Reporter sagðist hann meðvitaður um orðið sem færi af honum og grínaðist með að „ósæmileg hegðun“ væri hans annað nafn. Hann gekkst við því að ástandið í Hollywood væri viðkvæmt vegna Harvey Weinstein-málsins en neitaði því staðfastlega að hafa káfað á einhverjum við tökur myndarinnar eða berað á sér kynfærin. Hann sagði ástandið á tökustað myndarinnar hafa orðið sérlega viðkvæmt, og hann hafi ekki bætt úr skák þegar hann fór að ræða mál Harvey Weinsteins, en hann hefur gert tvær kvikmyndir með honum. Hann sagði að kvikmyndagerðarmennirnir hafi mögulega orðið reiðir þegar þeir túlkuðu orð leikarans um Weinstein sem mögulega vörn. „Fólk er svo viðkvæmt,“ sagði Andy Dick við Hollywood Reporter. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Bruce Dellis. Rene Auberjonios, Amanda Melby, Shannon Whirry og M. Emmet Walsh fara með aðalhlutverk hennar. Myndin segir frá konu sem ákveður að stela líki fyrrum forseta Bandaríkjanna í von um lausnarfé.
MeToo Hollywood Bandaríkin Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira