„Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Guðný Hrönn skrifar 21. október 2017 12:15 Franz heldur útgáfutónleika í Norræna Húsinu á sunnudaginn klukkan 21.00. vísir/stefán Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu á sunnudaginn. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl og uppgjör við fortíðina. „Kaflaskil er þessi kynngimagnaða stund þegar þú ert búin/n með einn kafla og ert að fara byrja á þeim næsta,“ segir Franz spurður út í titil nýjustu plötu sinnar, Kaflaskila. Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. „Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú. Þessi útgáfa var því að hluta til verkefni fyrir mig til að ganga úr skugga um að ég gæti þetta alveg. Og í leiðinni að kveða niður þá neikvæðu rödd sem býr innra með alkóhólistum, röddina sem sífellt reynir að gjaldfella mann og selja manni slæmar hugmyndir,“ útskýrir Franz. Hann viðurkennir að það hafi verið krefjandi viðfangsefni. „Þetta er mjög persónulegt viðfangsefni en ég ákvað strax að vera ekkert að pukrast með mín mál og í raun var það bara á endanum frelsandi og uppbyggilegt að vinna þessi lög. Erfiðast í ferlinu var að hlusta á alls konar prufuupptökur þegar ég var að velja lög úr sarpinum því þar mátti greina mann í mjög annarlegu ástandi og mikilli vanlíðan.“„Mig langaði helst til að fara inn í upptökurnar og faðma þennan mann sem augljóslega var á mjög slæmum stað.“ „Núna er þetta bara gott og blessað því að ég er að fá fregnir af því að sum laganna eru að hjálpa öðrum með sín vandamál, að fólk í svipuðum vanda tengi við þau,“ segir Franz sem tók upp nýjan lífsstíl sumarið 2015. Þá fór hann í meðferð. „Síðan þá hef ég verið í 12 spora samtökum sem var eina lausnin fyrir mig til að ná mér að rétt strik. Ég losnaði við fylgifiska fíknarinnar sem voru kvíði, þunglyndi, svefnleysi og svoleiðis leiðindi. Í dag syndi ég nánast á hverjum degi og fer í ræktina, hugleiði og hugsa um heilsuna heildstætt en það er eitthvað sem ég hefði aldrei nokkurn tíma gert í neyslu.“ Franz er himinlifandi með útkomuna, nú þegar platan er tilbúin. „Það var fallegur dagur þegar ég fékk plötuna í hendurnar. Þetta var dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú og þyrfti ekki að hætta að gera það sem ég fæddist til að gera og virkilega elska.“ Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu á sunnudaginn. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl og uppgjör við fortíðina. „Kaflaskil er þessi kynngimagnaða stund þegar þú ert búin/n með einn kafla og ert að fara byrja á þeim næsta,“ segir Franz spurður út í titil nýjustu plötu sinnar, Kaflaskila. Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. „Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú. Þessi útgáfa var því að hluta til verkefni fyrir mig til að ganga úr skugga um að ég gæti þetta alveg. Og í leiðinni að kveða niður þá neikvæðu rödd sem býr innra með alkóhólistum, röddina sem sífellt reynir að gjaldfella mann og selja manni slæmar hugmyndir,“ útskýrir Franz. Hann viðurkennir að það hafi verið krefjandi viðfangsefni. „Þetta er mjög persónulegt viðfangsefni en ég ákvað strax að vera ekkert að pukrast með mín mál og í raun var það bara á endanum frelsandi og uppbyggilegt að vinna þessi lög. Erfiðast í ferlinu var að hlusta á alls konar prufuupptökur þegar ég var að velja lög úr sarpinum því þar mátti greina mann í mjög annarlegu ástandi og mikilli vanlíðan.“„Mig langaði helst til að fara inn í upptökurnar og faðma þennan mann sem augljóslega var á mjög slæmum stað.“ „Núna er þetta bara gott og blessað því að ég er að fá fregnir af því að sum laganna eru að hjálpa öðrum með sín vandamál, að fólk í svipuðum vanda tengi við þau,“ segir Franz sem tók upp nýjan lífsstíl sumarið 2015. Þá fór hann í meðferð. „Síðan þá hef ég verið í 12 spora samtökum sem var eina lausnin fyrir mig til að ná mér að rétt strik. Ég losnaði við fylgifiska fíknarinnar sem voru kvíði, þunglyndi, svefnleysi og svoleiðis leiðindi. Í dag syndi ég nánast á hverjum degi og fer í ræktina, hugleiði og hugsa um heilsuna heildstætt en það er eitthvað sem ég hefði aldrei nokkurn tíma gert í neyslu.“ Franz er himinlifandi með útkomuna, nú þegar platan er tilbúin. „Það var fallegur dagur þegar ég fékk plötuna í hendurnar. Þetta var dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú og þyrfti ekki að hætta að gera það sem ég fæddist til að gera og virkilega elska.“
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira