Arkitektúr getur breytt heiminum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. október 2017 09:00 Massimo Santanicchia, dósent í arkitektúr við LHÍ, Vísir/Anton Brink Massimo Santanicchia er með aðstöðu á fimmtu hæð í húsnæði Listaháskólans í Þverholti. Á bókasafni skólans á sömu hæð er gott útsýni yfir miðborgina og ótal byggingarkranar teygja sig til himins. Massimo telur kranana, tólf, segir hann og brosir. Honum finnst óþarflega mikil áhersla á þéttingu í miðborginni. „Sjáðu þessa byggingu hér,“ segir hann og bendir á nýlega byggð fjölbýlishús hinum megin við götuna. Prýðilegar byggingar klæddar með bárujárni og svalir fyrir hverja íbúð. „Sérðu eitthvað athugavert?“ Eftir stutta þögn bendir Massimo á að engar dyr séu sýnilegar á byggingunni frá götunni. Byggingin sé þannig eins og virki frá götunni. Inngangurinn varinn og falinn. „Þannig verður mannlífið minna. Þetta eru skilaboð. Hér erum við og hér eruð þið. Mannlífið verður minna á götunni. Öryggi íbúa eykst ekki, það minnkar.“ Svona hugsar Massimo. Allt umhverfi okkar er hannað og stundum leiðir hönnunin til góðs, til vellíðunar og farsældar, meira öryggis. Stundum leiðir hún til inniveru, minni samskipta, minna öryggis. „Því eftir allt saman þá er það vera fólks á götum sem eykur öryggi.“Arkitektúr er pólitík Blaðamaður beinir augum hans að Hlemmi þar sem vinsæl mathöll í evrópskum anda var nýverið opnuð. Honum hugnast breytingarnar vel. „Mjög þörf og góð breyting. Mannlífið er meira og það er jákvætt. Svo er næsta skref ef til vill að huga betur að umhverfinu. Hér gleymist oft að huga að umhverfinu á milli bygginga. Það hvernig pláss er hannað og skipulagt fyrir almenning getur haft mikil áhrif á líf fólks. Bara það hvernig plássi er skipt á milli bíla og gangandi vegfarenda, hvort það er hugað að því að skýla fólki fyrir veðri og vindum. Hvort það er gróður. Hvort umhverfi er hannað af ábyrgð með tilliti til mengunar og loftslagsbreytinga. Þetta er pólitík,“ segir Massimo. „Hönnun er ákvörðun og því er hún alltaf ákveðin pólitík.“ Massimo er ítalskur. Hann er menntaður í Feneyjum, Stokkhólmi og London og hefur starfað sem arkitekt á Íslandi, í Bretlandi, Ísrael og á Ítalíu bæði á vegum hins opinbera og í einkageiranum. Hann hefur starfað hjá Listaháskólanum árum saman. Fyrst sem stundakennari og nú sem dósent og fagstjóri við Hönnunar- og arkitektúrdeild skólans. Hann býr í miðborginni, nánar tiltekið á Njálsgötunni, og er mjög umhugað um skipulagsmál. „Ég elska Reykjavík, mér er mjög annt um þessa borg. Breytingar í arkitektúr og hönnun geta haft mikið að segja um almannahagsmuni. Það hvernig hugsað er og framkvæmt í arkitektúr getur leitt til kerfislægra breytinga. Orðið umhverfinu til góðs. Eða til hins verra. Arkitektúr getur leitt til ójöfnuðar eða meiri jöfnuðar,“ segir Massimo sem eitt sinn tók dæmi um ójöfnuð í byggingu Skuggahverfisins í miðborginni. Hann hefur sagt hverfið lúxussöluvöru þar sem útsýnið og töfrar miðborgarinnar hafi verið seldir fáum. Stærðarhlutföll bygginganna skeri á tengslin við borgina og náttúruna. Framkvæmdin hafi einkennst af ójöfnuði á aðgangi að rými og sé brot á jöfnum rétti allra til borgarinnar. Hverfið sé áþreifanleg framsetning þess að sumir borgarar hafi meiri rétt en aðrir.Borgir snúast um fólk „Reykjavík á marga góða möguleika. Í því samhengi þá verðum við að muna að borgir snúast um fólk. Ég er nýkominn frá Sviss og þar eru margar borgir að breytast hratt. Þar er áherslan á umhverfisvernd, að horfa til framtíðar. Við verðum líka að hugsa fram á veginn, hvernig ætlum við að búa saman, hvernig verður Reykjavík ríkari félagslega og hvernig ætlum við að huga að umhverfinu? Það besta sem við getum gert til að vernda umhverfið er að hanna borgir þar sem við getum sinnt okkar daglegu verkefnum fótgangandi eða með því að nota almenningssamgöngur,“ segir Massimo sem segir að til þess að það takist þurfi að vera um það sátt í samfélaginu. „En við þurfum líka að tryggja að samfélög okkar séu friðsöm, styðji við fólk og félagslíf. Það er hægt að gera með því að hanna borgir betur,“ segir Massimo og segir fjölmargt hægt að gera annað en það að minnka umferð bíla. Hann bendir á að það sé hægt að gera kröfu um umhverfisvænni efni og gróður og græn svæði tengd byggingum og hanna svæði sem laða að mannlíf. „Ábyrgð arkitektsins er að hanna byggingu sem felur í sér þessa ábyrgð. Það þarf líka að huga að almannarýminu, að fólki líði vel í því. Það er í erfðaefni okkar að við þörfnumst annarra. Við viljum geta verið með fólki. En það þýðir ekki að við eigum að byggja hverfi af skýjakljúfum. Eða að þétta byggð í hverfi 101 meira en hefur verið gert. Ég held að íbúar annarra hverfa í Reykjavík myndu aldrei sætta sig við þann yfirgang sem íbúar miðborgarinnar verða fyrir,“ segir Massimo og tekur sem dæmi byggingaframkvæmdir og rask vegna þeirra, fjölda framkvæmda og bílastæðagjöld sem íbúar og gestir þeirra eru rukkaðir um. „Ég nefni þetta bara sem dæmi, til að fá fólk til að setja sig í spor miðborgarbúa. Myndu íbúar í úthverfum sætta sig við þetta?“ Hann segir mikilvægt að finna leið til að tengja betur saman íbúa borgarinnar. Hann greini á Íslandi, rétt eins og í Bretlandi og Bandaríkjunum, ákveðinn klofning. „Það verður sífellt meiri gjá á milli fólks. Þetta er vandi sem arkitektúr og hönnun geta átt þátt í að leysa,“ bendir hann á.Meira samtal, meiri upplýsingar En hvað um húsnæðisvandann í Reykjavík – skort á húsnæði? Hefur hann skoðun á því hvernig mætti leysa vandann? „Húsnæðisskortur er víða í borgum, ekki bara í Reykjavík. Hér er leigumarkaður ótryggur og dýr. Ég var í Ástralíu nýverið og þar er líka dýrt að kaupa fasteign. Spurningin er, hvernig getum við hannað gott hús sem fólk hefur ráð á? Í Ástralíu er verkefni í gangi þar sem á sér stað samtal á milli hugsanlegra kaupenda og hönnuðar mjög snemma í ferlinu þannig að notendurnir sjálfir geta haft eitthvað um hönnunina að segja. Þetta sýnist manni vera augljóst. Að það þurfi að hlusta á þarfir fólks. Hér á landi er það oftast þannig að það er ákveðið að byggja, svo eru byggingarnar hannaðar og byggðar. Íbúarnir koma ekki inn í ferlið fyrr en í lok þess. Auðvitað er hlutverk arkitektsins að sjá þarfir fólks fyrir. Skapa eitthvað nýtt. En mér sýnist að það megi hlýða betur á almenning. Hvað hann skortir. Hvað hann þarf. Þetta skortir. Það er líka skortur á upplýsingum um þær framkvæmdir sem eru í gangi í borginni nú þegar. Það þarf líka að bæta samgöngur í borginni. Fjölga valkostum, það er ekki nóg að bjóða bara upp á wifi í strætó,“ segir hann og brosir og minnist á framkvæmdir við Miklubraut þar sem er verið að fjölga akreinum. Þar hafa einnig verið byggðir skjólveggir sem aðgreina gangandi vegfarendur frá götunni. „Hönnunin er skilaboð til ökumanna um að þetta sé þeirra svæði. Hér geti þeir keyrt hratt. Ég er ekki viss um að það sé rétt leið. Og ekki viss um að það auki öryggi eða bæti borgarlífið,“ segir Massimo. „Það eru líka vegaframkvæmdir við Hörpu þar sem götum hefur verið lokað tímabundið. Það er merkilegt að fylgjast með því. Það hefur hægt á umferðinni töluvert og gangandi vegfarendum líður betur á svæðinu þrátt fyrir framkvæmdirnar,“ segir Massimo. Hann segir fagið hafa breyst síðustu ár. „Arkitektúr getur verið svo margt. Fagið hefur breyst mikið síðustu ár vegna þess að mikið af þekkingu okkar hefur runnið til verkfræðinga. Eftir stendur að fagið snýst meira um kjarnann, fegurðina. Ef fegurðin byggir ekki á ákveðnum gildum, þá er hún merkingarlaus,“ bætir hann við og bendir á velheppnaða framkvæmd í Reykjavík sem er endurhönnun Marshall hússins á Granda. „Það er ekki bara fallegt, það hefur þýðingu og er mikilvægt. Er vettvangur listamanna.“Endalaus leit og ferðalag Hann segir mikilvægt að arkitektar muni að þegar þeir eru beðnir um að hanna byggingu eða svæði séu þeir að breyta heiminum lítið eitt. Ásýnd og hönnun muni hafa áhrif á líf fólks, til hins betra. Eða til hins verra. Massimo finnst mikilvægt að nemendur hans haldi áfram að læra þegar þeir útskrifast og að þeir beri þessa miklu ábyrgð sem hann nefndi. „Það er mjög mikilvægt að nemendum finnist þeir aldrei hafa lært eitthvað endanlegt. Ég vil að nemendur læri að læra. Að þeir viti að þetta er endalaus leit og ferðalag og svo auðvitað að arkitektúr er pólitískur.“ Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Massimo Santanicchia er með aðstöðu á fimmtu hæð í húsnæði Listaháskólans í Þverholti. Á bókasafni skólans á sömu hæð er gott útsýni yfir miðborgina og ótal byggingarkranar teygja sig til himins. Massimo telur kranana, tólf, segir hann og brosir. Honum finnst óþarflega mikil áhersla á þéttingu í miðborginni. „Sjáðu þessa byggingu hér,“ segir hann og bendir á nýlega byggð fjölbýlishús hinum megin við götuna. Prýðilegar byggingar klæddar með bárujárni og svalir fyrir hverja íbúð. „Sérðu eitthvað athugavert?“ Eftir stutta þögn bendir Massimo á að engar dyr séu sýnilegar á byggingunni frá götunni. Byggingin sé þannig eins og virki frá götunni. Inngangurinn varinn og falinn. „Þannig verður mannlífið minna. Þetta eru skilaboð. Hér erum við og hér eruð þið. Mannlífið verður minna á götunni. Öryggi íbúa eykst ekki, það minnkar.“ Svona hugsar Massimo. Allt umhverfi okkar er hannað og stundum leiðir hönnunin til góðs, til vellíðunar og farsældar, meira öryggis. Stundum leiðir hún til inniveru, minni samskipta, minna öryggis. „Því eftir allt saman þá er það vera fólks á götum sem eykur öryggi.“Arkitektúr er pólitík Blaðamaður beinir augum hans að Hlemmi þar sem vinsæl mathöll í evrópskum anda var nýverið opnuð. Honum hugnast breytingarnar vel. „Mjög þörf og góð breyting. Mannlífið er meira og það er jákvætt. Svo er næsta skref ef til vill að huga betur að umhverfinu. Hér gleymist oft að huga að umhverfinu á milli bygginga. Það hvernig pláss er hannað og skipulagt fyrir almenning getur haft mikil áhrif á líf fólks. Bara það hvernig plássi er skipt á milli bíla og gangandi vegfarenda, hvort það er hugað að því að skýla fólki fyrir veðri og vindum. Hvort það er gróður. Hvort umhverfi er hannað af ábyrgð með tilliti til mengunar og loftslagsbreytinga. Þetta er pólitík,“ segir Massimo. „Hönnun er ákvörðun og því er hún alltaf ákveðin pólitík.“ Massimo er ítalskur. Hann er menntaður í Feneyjum, Stokkhólmi og London og hefur starfað sem arkitekt á Íslandi, í Bretlandi, Ísrael og á Ítalíu bæði á vegum hins opinbera og í einkageiranum. Hann hefur starfað hjá Listaháskólanum árum saman. Fyrst sem stundakennari og nú sem dósent og fagstjóri við Hönnunar- og arkitektúrdeild skólans. Hann býr í miðborginni, nánar tiltekið á Njálsgötunni, og er mjög umhugað um skipulagsmál. „Ég elska Reykjavík, mér er mjög annt um þessa borg. Breytingar í arkitektúr og hönnun geta haft mikið að segja um almannahagsmuni. Það hvernig hugsað er og framkvæmt í arkitektúr getur leitt til kerfislægra breytinga. Orðið umhverfinu til góðs. Eða til hins verra. Arkitektúr getur leitt til ójöfnuðar eða meiri jöfnuðar,“ segir Massimo sem eitt sinn tók dæmi um ójöfnuð í byggingu Skuggahverfisins í miðborginni. Hann hefur sagt hverfið lúxussöluvöru þar sem útsýnið og töfrar miðborgarinnar hafi verið seldir fáum. Stærðarhlutföll bygginganna skeri á tengslin við borgina og náttúruna. Framkvæmdin hafi einkennst af ójöfnuði á aðgangi að rými og sé brot á jöfnum rétti allra til borgarinnar. Hverfið sé áþreifanleg framsetning þess að sumir borgarar hafi meiri rétt en aðrir.Borgir snúast um fólk „Reykjavík á marga góða möguleika. Í því samhengi þá verðum við að muna að borgir snúast um fólk. Ég er nýkominn frá Sviss og þar eru margar borgir að breytast hratt. Þar er áherslan á umhverfisvernd, að horfa til framtíðar. Við verðum líka að hugsa fram á veginn, hvernig ætlum við að búa saman, hvernig verður Reykjavík ríkari félagslega og hvernig ætlum við að huga að umhverfinu? Það besta sem við getum gert til að vernda umhverfið er að hanna borgir þar sem við getum sinnt okkar daglegu verkefnum fótgangandi eða með því að nota almenningssamgöngur,“ segir Massimo sem segir að til þess að það takist þurfi að vera um það sátt í samfélaginu. „En við þurfum líka að tryggja að samfélög okkar séu friðsöm, styðji við fólk og félagslíf. Það er hægt að gera með því að hanna borgir betur,“ segir Massimo og segir fjölmargt hægt að gera annað en það að minnka umferð bíla. Hann bendir á að það sé hægt að gera kröfu um umhverfisvænni efni og gróður og græn svæði tengd byggingum og hanna svæði sem laða að mannlíf. „Ábyrgð arkitektsins er að hanna byggingu sem felur í sér þessa ábyrgð. Það þarf líka að huga að almannarýminu, að fólki líði vel í því. Það er í erfðaefni okkar að við þörfnumst annarra. Við viljum geta verið með fólki. En það þýðir ekki að við eigum að byggja hverfi af skýjakljúfum. Eða að þétta byggð í hverfi 101 meira en hefur verið gert. Ég held að íbúar annarra hverfa í Reykjavík myndu aldrei sætta sig við þann yfirgang sem íbúar miðborgarinnar verða fyrir,“ segir Massimo og tekur sem dæmi byggingaframkvæmdir og rask vegna þeirra, fjölda framkvæmda og bílastæðagjöld sem íbúar og gestir þeirra eru rukkaðir um. „Ég nefni þetta bara sem dæmi, til að fá fólk til að setja sig í spor miðborgarbúa. Myndu íbúar í úthverfum sætta sig við þetta?“ Hann segir mikilvægt að finna leið til að tengja betur saman íbúa borgarinnar. Hann greini á Íslandi, rétt eins og í Bretlandi og Bandaríkjunum, ákveðinn klofning. „Það verður sífellt meiri gjá á milli fólks. Þetta er vandi sem arkitektúr og hönnun geta átt þátt í að leysa,“ bendir hann á.Meira samtal, meiri upplýsingar En hvað um húsnæðisvandann í Reykjavík – skort á húsnæði? Hefur hann skoðun á því hvernig mætti leysa vandann? „Húsnæðisskortur er víða í borgum, ekki bara í Reykjavík. Hér er leigumarkaður ótryggur og dýr. Ég var í Ástralíu nýverið og þar er líka dýrt að kaupa fasteign. Spurningin er, hvernig getum við hannað gott hús sem fólk hefur ráð á? Í Ástralíu er verkefni í gangi þar sem á sér stað samtal á milli hugsanlegra kaupenda og hönnuðar mjög snemma í ferlinu þannig að notendurnir sjálfir geta haft eitthvað um hönnunina að segja. Þetta sýnist manni vera augljóst. Að það þurfi að hlusta á þarfir fólks. Hér á landi er það oftast þannig að það er ákveðið að byggja, svo eru byggingarnar hannaðar og byggðar. Íbúarnir koma ekki inn í ferlið fyrr en í lok þess. Auðvitað er hlutverk arkitektsins að sjá þarfir fólks fyrir. Skapa eitthvað nýtt. En mér sýnist að það megi hlýða betur á almenning. Hvað hann skortir. Hvað hann þarf. Þetta skortir. Það er líka skortur á upplýsingum um þær framkvæmdir sem eru í gangi í borginni nú þegar. Það þarf líka að bæta samgöngur í borginni. Fjölga valkostum, það er ekki nóg að bjóða bara upp á wifi í strætó,“ segir hann og brosir og minnist á framkvæmdir við Miklubraut þar sem er verið að fjölga akreinum. Þar hafa einnig verið byggðir skjólveggir sem aðgreina gangandi vegfarendur frá götunni. „Hönnunin er skilaboð til ökumanna um að þetta sé þeirra svæði. Hér geti þeir keyrt hratt. Ég er ekki viss um að það sé rétt leið. Og ekki viss um að það auki öryggi eða bæti borgarlífið,“ segir Massimo. „Það eru líka vegaframkvæmdir við Hörpu þar sem götum hefur verið lokað tímabundið. Það er merkilegt að fylgjast með því. Það hefur hægt á umferðinni töluvert og gangandi vegfarendum líður betur á svæðinu þrátt fyrir framkvæmdirnar,“ segir Massimo. Hann segir fagið hafa breyst síðustu ár. „Arkitektúr getur verið svo margt. Fagið hefur breyst mikið síðustu ár vegna þess að mikið af þekkingu okkar hefur runnið til verkfræðinga. Eftir stendur að fagið snýst meira um kjarnann, fegurðina. Ef fegurðin byggir ekki á ákveðnum gildum, þá er hún merkingarlaus,“ bætir hann við og bendir á velheppnaða framkvæmd í Reykjavík sem er endurhönnun Marshall hússins á Granda. „Það er ekki bara fallegt, það hefur þýðingu og er mikilvægt. Er vettvangur listamanna.“Endalaus leit og ferðalag Hann segir mikilvægt að arkitektar muni að þegar þeir eru beðnir um að hanna byggingu eða svæði séu þeir að breyta heiminum lítið eitt. Ásýnd og hönnun muni hafa áhrif á líf fólks, til hins betra. Eða til hins verra. Massimo finnst mikilvægt að nemendur hans haldi áfram að læra þegar þeir útskrifast og að þeir beri þessa miklu ábyrgð sem hann nefndi. „Það er mjög mikilvægt að nemendum finnist þeir aldrei hafa lært eitthvað endanlegt. Ég vil að nemendur læri að læra. Að þeir viti að þetta er endalaus leit og ferðalag og svo auðvitað að arkitektúr er pólitískur.“
Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”