Gleðja börn sem fá annars ekki jólagjöf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. október 2017 06:00 Gríma Katrín Ólafsdóttir hefur starfað sem sjálfboðaliði í verkefninu Jól í skókassa síðustu þrjú ár. Fréttablaðið/Stefán Gríma Katrín Ólafsdóttir er einn af fjölmörgum sjálfboðaliðum Jóla í skókassa. Hún segir að vinna við verkefnið sé besti tími ársins og að hún, eins og margir, geti ekki beðið, enda eru þau allan ársins hring að undirbúa og redda öllu mögulegu. „Það eru ófáir sem kaupa inn fyrir verkefnið þegar þeir rekast á útsölur, þótt þær séu í janúar. Einnig eru saumaklúbbar og hópar sem hittast allt árið og t.d. prjóna sokka eða húfur. Fullt af fólki stendur að verkefninu, t.d. með því að útvega styrki, sníkja tóma skókassa, elda og baka fyrir sjálfboðaliða og auglýsa og kynna verkefnið. Ballið er byrjað, þar sem fólk er nú þegar byrjað að skila inn kössum,“ segir Gríma en um hundrað kassar eru nú þegar komnir í hús á Holtavegi 28, húsnæði KFUM. Skókassarnir eru sendir til barna í Úkraínu sem búa við bág kjör. „Megintilgangur verkefnisins er að gleðja börn sem annars fengju ekki jólagjöf. Þau búa við sára fátækt og eiga sum enga að. Flestir pakkarnir fara á munaðarleysingjaheimili. Aðrir fara á sjúkrahús og til einstæðra mæðra,“ segir Gríma frá. Gríma fer til Úkraínu í ár til að fylgja verkefninu eftir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer með. En ég hef heyrt frá fólki sem hefur farið að það geisli ólýsanlegt þakkæti og gleði úr augum barnanna. Þau hafa sum aldrei fengið gjafir og skilja hreinlega ekki af hverju fólk einhvers staðar á Íslandi sé að gefa þeim gjafir. Aðstandendur barnanna eru líka mjög þakklátir, eiga ekki til orð og trúa þessu varla.“ Verkefnið hefur gengið vel á Íslandi. Þetta er í fjórtánda sinn sem gjafir eru sendar til bágstaddra barna með þessum hætti. Fyrsta árið, 2004, söfnuðust 500 kassar. Verkefnið vatt upp á sig smám saman og seinustu tíu ár hafa safnast u.þ.b. 5.000 kassar á ári. Í fyrra voru 5.429 kassar sendir út. Það er nóg pláss í gámunum svo að þessi tala verður vonandi hærri í ár,“ segir Gríma frá en tekið verður á móti kössum víðsvegar um landið til 11. nóvember. Upplýsingar um móttökustaði má finna á heimasíðu KFUM. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Sjá meira
Gríma Katrín Ólafsdóttir er einn af fjölmörgum sjálfboðaliðum Jóla í skókassa. Hún segir að vinna við verkefnið sé besti tími ársins og að hún, eins og margir, geti ekki beðið, enda eru þau allan ársins hring að undirbúa og redda öllu mögulegu. „Það eru ófáir sem kaupa inn fyrir verkefnið þegar þeir rekast á útsölur, þótt þær séu í janúar. Einnig eru saumaklúbbar og hópar sem hittast allt árið og t.d. prjóna sokka eða húfur. Fullt af fólki stendur að verkefninu, t.d. með því að útvega styrki, sníkja tóma skókassa, elda og baka fyrir sjálfboðaliða og auglýsa og kynna verkefnið. Ballið er byrjað, þar sem fólk er nú þegar byrjað að skila inn kössum,“ segir Gríma en um hundrað kassar eru nú þegar komnir í hús á Holtavegi 28, húsnæði KFUM. Skókassarnir eru sendir til barna í Úkraínu sem búa við bág kjör. „Megintilgangur verkefnisins er að gleðja börn sem annars fengju ekki jólagjöf. Þau búa við sára fátækt og eiga sum enga að. Flestir pakkarnir fara á munaðarleysingjaheimili. Aðrir fara á sjúkrahús og til einstæðra mæðra,“ segir Gríma frá. Gríma fer til Úkraínu í ár til að fylgja verkefninu eftir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer með. En ég hef heyrt frá fólki sem hefur farið að það geisli ólýsanlegt þakkæti og gleði úr augum barnanna. Þau hafa sum aldrei fengið gjafir og skilja hreinlega ekki af hverju fólk einhvers staðar á Íslandi sé að gefa þeim gjafir. Aðstandendur barnanna eru líka mjög þakklátir, eiga ekki til orð og trúa þessu varla.“ Verkefnið hefur gengið vel á Íslandi. Þetta er í fjórtánda sinn sem gjafir eru sendar til bágstaddra barna með þessum hætti. Fyrsta árið, 2004, söfnuðust 500 kassar. Verkefnið vatt upp á sig smám saman og seinustu tíu ár hafa safnast u.þ.b. 5.000 kassar á ári. Í fyrra voru 5.429 kassar sendir út. Það er nóg pláss í gámunum svo að þessi tala verður vonandi hærri í ár,“ segir Gríma frá en tekið verður á móti kössum víðsvegar um landið til 11. nóvember. Upplýsingar um móttökustaði má finna á heimasíðu KFUM.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Sjá meira