Gleðja börn sem fá annars ekki jólagjöf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. október 2017 06:00 Gríma Katrín Ólafsdóttir hefur starfað sem sjálfboðaliði í verkefninu Jól í skókassa síðustu þrjú ár. Fréttablaðið/Stefán Gríma Katrín Ólafsdóttir er einn af fjölmörgum sjálfboðaliðum Jóla í skókassa. Hún segir að vinna við verkefnið sé besti tími ársins og að hún, eins og margir, geti ekki beðið, enda eru þau allan ársins hring að undirbúa og redda öllu mögulegu. „Það eru ófáir sem kaupa inn fyrir verkefnið þegar þeir rekast á útsölur, þótt þær séu í janúar. Einnig eru saumaklúbbar og hópar sem hittast allt árið og t.d. prjóna sokka eða húfur. Fullt af fólki stendur að verkefninu, t.d. með því að útvega styrki, sníkja tóma skókassa, elda og baka fyrir sjálfboðaliða og auglýsa og kynna verkefnið. Ballið er byrjað, þar sem fólk er nú þegar byrjað að skila inn kössum,“ segir Gríma en um hundrað kassar eru nú þegar komnir í hús á Holtavegi 28, húsnæði KFUM. Skókassarnir eru sendir til barna í Úkraínu sem búa við bág kjör. „Megintilgangur verkefnisins er að gleðja börn sem annars fengju ekki jólagjöf. Þau búa við sára fátækt og eiga sum enga að. Flestir pakkarnir fara á munaðarleysingjaheimili. Aðrir fara á sjúkrahús og til einstæðra mæðra,“ segir Gríma frá. Gríma fer til Úkraínu í ár til að fylgja verkefninu eftir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer með. En ég hef heyrt frá fólki sem hefur farið að það geisli ólýsanlegt þakkæti og gleði úr augum barnanna. Þau hafa sum aldrei fengið gjafir og skilja hreinlega ekki af hverju fólk einhvers staðar á Íslandi sé að gefa þeim gjafir. Aðstandendur barnanna eru líka mjög þakklátir, eiga ekki til orð og trúa þessu varla.“ Verkefnið hefur gengið vel á Íslandi. Þetta er í fjórtánda sinn sem gjafir eru sendar til bágstaddra barna með þessum hætti. Fyrsta árið, 2004, söfnuðust 500 kassar. Verkefnið vatt upp á sig smám saman og seinustu tíu ár hafa safnast u.þ.b. 5.000 kassar á ári. Í fyrra voru 5.429 kassar sendir út. Það er nóg pláss í gámunum svo að þessi tala verður vonandi hærri í ár,“ segir Gríma frá en tekið verður á móti kössum víðsvegar um landið til 11. nóvember. Upplýsingar um móttökustaði má finna á heimasíðu KFUM. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Sjá meira
Gríma Katrín Ólafsdóttir er einn af fjölmörgum sjálfboðaliðum Jóla í skókassa. Hún segir að vinna við verkefnið sé besti tími ársins og að hún, eins og margir, geti ekki beðið, enda eru þau allan ársins hring að undirbúa og redda öllu mögulegu. „Það eru ófáir sem kaupa inn fyrir verkefnið þegar þeir rekast á útsölur, þótt þær séu í janúar. Einnig eru saumaklúbbar og hópar sem hittast allt árið og t.d. prjóna sokka eða húfur. Fullt af fólki stendur að verkefninu, t.d. með því að útvega styrki, sníkja tóma skókassa, elda og baka fyrir sjálfboðaliða og auglýsa og kynna verkefnið. Ballið er byrjað, þar sem fólk er nú þegar byrjað að skila inn kössum,“ segir Gríma en um hundrað kassar eru nú þegar komnir í hús á Holtavegi 28, húsnæði KFUM. Skókassarnir eru sendir til barna í Úkraínu sem búa við bág kjör. „Megintilgangur verkefnisins er að gleðja börn sem annars fengju ekki jólagjöf. Þau búa við sára fátækt og eiga sum enga að. Flestir pakkarnir fara á munaðarleysingjaheimili. Aðrir fara á sjúkrahús og til einstæðra mæðra,“ segir Gríma frá. Gríma fer til Úkraínu í ár til að fylgja verkefninu eftir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer með. En ég hef heyrt frá fólki sem hefur farið að það geisli ólýsanlegt þakkæti og gleði úr augum barnanna. Þau hafa sum aldrei fengið gjafir og skilja hreinlega ekki af hverju fólk einhvers staðar á Íslandi sé að gefa þeim gjafir. Aðstandendur barnanna eru líka mjög þakklátir, eiga ekki til orð og trúa þessu varla.“ Verkefnið hefur gengið vel á Íslandi. Þetta er í fjórtánda sinn sem gjafir eru sendar til bágstaddra barna með þessum hætti. Fyrsta árið, 2004, söfnuðust 500 kassar. Verkefnið vatt upp á sig smám saman og seinustu tíu ár hafa safnast u.þ.b. 5.000 kassar á ári. Í fyrra voru 5.429 kassar sendir út. Það er nóg pláss í gámunum svo að þessi tala verður vonandi hærri í ár,“ segir Gríma frá en tekið verður á móti kössum víðsvegar um landið til 11. nóvember. Upplýsingar um móttökustaði má finna á heimasíðu KFUM.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Melanie Watson er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein