Gleðja börn sem fá annars ekki jólagjöf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. október 2017 06:00 Gríma Katrín Ólafsdóttir hefur starfað sem sjálfboðaliði í verkefninu Jól í skókassa síðustu þrjú ár. Fréttablaðið/Stefán Gríma Katrín Ólafsdóttir er einn af fjölmörgum sjálfboðaliðum Jóla í skókassa. Hún segir að vinna við verkefnið sé besti tími ársins og að hún, eins og margir, geti ekki beðið, enda eru þau allan ársins hring að undirbúa og redda öllu mögulegu. „Það eru ófáir sem kaupa inn fyrir verkefnið þegar þeir rekast á útsölur, þótt þær séu í janúar. Einnig eru saumaklúbbar og hópar sem hittast allt árið og t.d. prjóna sokka eða húfur. Fullt af fólki stendur að verkefninu, t.d. með því að útvega styrki, sníkja tóma skókassa, elda og baka fyrir sjálfboðaliða og auglýsa og kynna verkefnið. Ballið er byrjað, þar sem fólk er nú þegar byrjað að skila inn kössum,“ segir Gríma en um hundrað kassar eru nú þegar komnir í hús á Holtavegi 28, húsnæði KFUM. Skókassarnir eru sendir til barna í Úkraínu sem búa við bág kjör. „Megintilgangur verkefnisins er að gleðja börn sem annars fengju ekki jólagjöf. Þau búa við sára fátækt og eiga sum enga að. Flestir pakkarnir fara á munaðarleysingjaheimili. Aðrir fara á sjúkrahús og til einstæðra mæðra,“ segir Gríma frá. Gríma fer til Úkraínu í ár til að fylgja verkefninu eftir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer með. En ég hef heyrt frá fólki sem hefur farið að það geisli ólýsanlegt þakkæti og gleði úr augum barnanna. Þau hafa sum aldrei fengið gjafir og skilja hreinlega ekki af hverju fólk einhvers staðar á Íslandi sé að gefa þeim gjafir. Aðstandendur barnanna eru líka mjög þakklátir, eiga ekki til orð og trúa þessu varla.“ Verkefnið hefur gengið vel á Íslandi. Þetta er í fjórtánda sinn sem gjafir eru sendar til bágstaddra barna með þessum hætti. Fyrsta árið, 2004, söfnuðust 500 kassar. Verkefnið vatt upp á sig smám saman og seinustu tíu ár hafa safnast u.þ.b. 5.000 kassar á ári. Í fyrra voru 5.429 kassar sendir út. Það er nóg pláss í gámunum svo að þessi tala verður vonandi hærri í ár,“ segir Gríma frá en tekið verður á móti kössum víðsvegar um landið til 11. nóvember. Upplýsingar um móttökustaði má finna á heimasíðu KFUM. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Gríma Katrín Ólafsdóttir er einn af fjölmörgum sjálfboðaliðum Jóla í skókassa. Hún segir að vinna við verkefnið sé besti tími ársins og að hún, eins og margir, geti ekki beðið, enda eru þau allan ársins hring að undirbúa og redda öllu mögulegu. „Það eru ófáir sem kaupa inn fyrir verkefnið þegar þeir rekast á útsölur, þótt þær séu í janúar. Einnig eru saumaklúbbar og hópar sem hittast allt árið og t.d. prjóna sokka eða húfur. Fullt af fólki stendur að verkefninu, t.d. með því að útvega styrki, sníkja tóma skókassa, elda og baka fyrir sjálfboðaliða og auglýsa og kynna verkefnið. Ballið er byrjað, þar sem fólk er nú þegar byrjað að skila inn kössum,“ segir Gríma en um hundrað kassar eru nú þegar komnir í hús á Holtavegi 28, húsnæði KFUM. Skókassarnir eru sendir til barna í Úkraínu sem búa við bág kjör. „Megintilgangur verkefnisins er að gleðja börn sem annars fengju ekki jólagjöf. Þau búa við sára fátækt og eiga sum enga að. Flestir pakkarnir fara á munaðarleysingjaheimili. Aðrir fara á sjúkrahús og til einstæðra mæðra,“ segir Gríma frá. Gríma fer til Úkraínu í ár til að fylgja verkefninu eftir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer með. En ég hef heyrt frá fólki sem hefur farið að það geisli ólýsanlegt þakkæti og gleði úr augum barnanna. Þau hafa sum aldrei fengið gjafir og skilja hreinlega ekki af hverju fólk einhvers staðar á Íslandi sé að gefa þeim gjafir. Aðstandendur barnanna eru líka mjög þakklátir, eiga ekki til orð og trúa þessu varla.“ Verkefnið hefur gengið vel á Íslandi. Þetta er í fjórtánda sinn sem gjafir eru sendar til bágstaddra barna með þessum hætti. Fyrsta árið, 2004, söfnuðust 500 kassar. Verkefnið vatt upp á sig smám saman og seinustu tíu ár hafa safnast u.þ.b. 5.000 kassar á ári. Í fyrra voru 5.429 kassar sendir út. Það er nóg pláss í gámunum svo að þessi tala verður vonandi hærri í ár,“ segir Gríma frá en tekið verður á móti kössum víðsvegar um landið til 11. nóvember. Upplýsingar um móttökustaði má finna á heimasíðu KFUM.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”