Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. vísir/andri marinó „Aðstæður fyrir vindmyllur eru það góðar hér að ég setti heimsmet á fyrsta ári í framleiðslu,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi BioKrafts ehf., sem vill setja upp nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ. Steingrímur kveðst hafa flutt vindmyllurnar tvær sem þar eru inn notaðar á sínum tíma. Þær hafi skilað rafmagni framar vonum allt frá byrjun. Í júlí í sumar eyðilagðist önnur myllan þegar eldingu laust niður í hana svo að hún brann. BioKraft óskar nú eftir að fá að taka myllurnar niður af stöplum sínum og koma þar fyrir tveimur nýjum mylluturnum. Hæð turnanna sjálfra er 57 metrar en spaðarnir ná í 96 metra hæð. Hæð núverandi turna er 53 metrar með spöðum sem ná í 74 metra hæð. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra segist ekki gera athugasemdir við að vindmyllur BioKrafts verði teknar niður en leyfir hins vegar ekki uppsetningu stærri myllanna. „Þetta eru minnstu myllur sem eru framleiddar í dag fyrir okkar markaðssvæði. Ég get farið til Kína og keypt vindmyllu með gamalli hönnun en það myndi enginn gera. Þetta er eins og vera heimilað að vera með svarthvítt sjónvarp,“ segir Steingrímur sem undirstrikar að nýju myllurnar séu öruggari og betri en þær gömlu enda sé þróunin ör á þessu sviði. Nýju mylluspaðarnir snúist til dæmis sextán hringi á mínútu í staðinn fyrir 28 snúninga og hávaðinn muni minnka. „Hann fer niður þannig að í hundrað metra fjarlægð frá vindmyllunni eru menn að heyra 48 desíbel. Hljóðlátasta uppþvottavélin frá Siemens er 48 desibel.“ Að sögn Steingríms er ætlunin að sækja um breytingu á deiliskipulagi svo setja megi stærri gerð af myllum upp. Hins vegar sé alls óvíst hversu langan tíma það taki. „Ég verð kannski að gera líkt og Landsvirkjun sem er með minni spaða á sínum myllum en þær eru byggðar til að hafa,“ útskýrir hann. BioKraft selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. „Magnið frá okkur samsvarar raforkunotkun eitt þúsund einbýlishúsa,“ segir Steingrímur sem kveður möguleikana mikla á þessu sviði hérlendis, ekki síst í Þykkvabænum. „Ég trúi á þetta og setti aleiguna í þetta á sínum tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
„Aðstæður fyrir vindmyllur eru það góðar hér að ég setti heimsmet á fyrsta ári í framleiðslu,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi BioKrafts ehf., sem vill setja upp nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ. Steingrímur kveðst hafa flutt vindmyllurnar tvær sem þar eru inn notaðar á sínum tíma. Þær hafi skilað rafmagni framar vonum allt frá byrjun. Í júlí í sumar eyðilagðist önnur myllan þegar eldingu laust niður í hana svo að hún brann. BioKraft óskar nú eftir að fá að taka myllurnar niður af stöplum sínum og koma þar fyrir tveimur nýjum mylluturnum. Hæð turnanna sjálfra er 57 metrar en spaðarnir ná í 96 metra hæð. Hæð núverandi turna er 53 metrar með spöðum sem ná í 74 metra hæð. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra segist ekki gera athugasemdir við að vindmyllur BioKrafts verði teknar niður en leyfir hins vegar ekki uppsetningu stærri myllanna. „Þetta eru minnstu myllur sem eru framleiddar í dag fyrir okkar markaðssvæði. Ég get farið til Kína og keypt vindmyllu með gamalli hönnun en það myndi enginn gera. Þetta er eins og vera heimilað að vera með svarthvítt sjónvarp,“ segir Steingrímur sem undirstrikar að nýju myllurnar séu öruggari og betri en þær gömlu enda sé þróunin ör á þessu sviði. Nýju mylluspaðarnir snúist til dæmis sextán hringi á mínútu í staðinn fyrir 28 snúninga og hávaðinn muni minnka. „Hann fer niður þannig að í hundrað metra fjarlægð frá vindmyllunni eru menn að heyra 48 desíbel. Hljóðlátasta uppþvottavélin frá Siemens er 48 desibel.“ Að sögn Steingríms er ætlunin að sækja um breytingu á deiliskipulagi svo setja megi stærri gerð af myllum upp. Hins vegar sé alls óvíst hversu langan tíma það taki. „Ég verð kannski að gera líkt og Landsvirkjun sem er með minni spaða á sínum myllum en þær eru byggðar til að hafa,“ útskýrir hann. BioKraft selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. „Magnið frá okkur samsvarar raforkunotkun eitt þúsund einbýlishúsa,“ segir Steingrímur sem kveður möguleikana mikla á þessu sviði hérlendis, ekki síst í Þykkvabænum. „Ég trúi á þetta og setti aleiguna í þetta á sínum tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira