Árni Johnsen syngur barnalög á nýrri plötu Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2017 13:20 Árni Johnsen lætur ekki slæma lungnabólgu stöðva sig. Hann liggur nú á spítalanum en stelst út til að skemmta og undirbýr útgáfu á sjö plötum. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lætur ekki deigan síga. Svo mikið er víst. Hann er nú að undirbúa útgáfu sjö platna samhliða því að stríða við slæma lungnabólgu. Hann liggur nú á spítala til aðhlynningar vegna þess. Vísir heyrði af því að Árni hefði stolist af spítalanum um helgina til að skemmta á árshátíð Gamma, en hann vill ekki gefa neitt út á það. „Maður gerir ýmislegt.“Árni vill bjarga lögum sem eru að tapast En, hann er nú í óða önn við að ganga frá útgáfu sjö platna sem hann ætlar að gefa út sjálfur og kemur út á næstu vikum. Þar á meðal eru tvær barnaplötur. „Já, með öllum helstu barnasöngvum síðustu 50 ára; Maðurinn með hattinn, Litlu andarungarnir og fleiri lög,“ segir Árni. Hann segir að þessi lög séu að týnast úr minni þjóðarinnar. Í staðinn hafa komið slitrur úr erlendum dægurlögum með hundleiðinlegum textum. En, lögin sem eru að týnast, um þann menningararf þarf að halda. „Vita hvort ég geti ekki bjargað einhverju af þessu. Þetta er rosalega flott,“ segir Árni en upptökum er lokið. Með Árna á plötunni eru þeir Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Ingólfur Magnússon kontrabassaleikari. „Svo syngja stelpur úr Stúlknakór Reykjavíkur með mér. Svo verður einn gestasöngvari í tveimur lögum en það kemur í ljós síðar hver það er.“Fyrsta skipti búsúkí með synfóníuhljómsveit Árni telur þessar plötur alveg ákjósanlegar fyrir fólk að hafa með sér í bílnum þegar það ferðast með börnum sínum, og syngja með. Þá er plata sem Árni tók upp síðast þegar hann hélt uppá afmæli sitt, „live-plata“ með 42 fallegum íslenskum sönglögum. Og þá eru væntanlegar þrjár plötur með Sólarsvítu Árna. Sem er hálftíma langt verk með 15 lagaköflum. „Hún var tekin upp í Úkraínu. Svo fór ég með hana til Aþenu. Og þar spilar besti búsúkíleikari Grikkja inn fyrir mig. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt hljóðfæri er notað með sinfóníuhljómsveit. Þeir sögðu fyrst að þeim litist ekkert á þetta en ég sagðist vera búinn að pæla í þessu og svo voru þeir himinlifandi. Þurft grískan eyjapeyja til,“ segir Árni sposkur.Lætur ekkert stoppa sig Þá er væntanleg útgáfa þar sem karlakórinn Þrestir syngja svítuna á tónleikum sem þeir voru með í Hafnarfirði. Árni er ekki einhama, ein plata er ágætt og nóg fyrir hvern mann, en að gefa sjálfur út sjö plötur er meira en segja það. Árni lætur sér þetta ekki vaxa í augum og fer eftir því lögmáli að ef maður gerir þetta ekki sjálfur, þá gerir þetta enginn fyrir mann. „Ég er ekki í kúltúrklíkunni frekar en svo margir aðrir.“ Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lætur ekki deigan síga. Svo mikið er víst. Hann er nú að undirbúa útgáfu sjö platna samhliða því að stríða við slæma lungnabólgu. Hann liggur nú á spítala til aðhlynningar vegna þess. Vísir heyrði af því að Árni hefði stolist af spítalanum um helgina til að skemmta á árshátíð Gamma, en hann vill ekki gefa neitt út á það. „Maður gerir ýmislegt.“Árni vill bjarga lögum sem eru að tapast En, hann er nú í óða önn við að ganga frá útgáfu sjö platna sem hann ætlar að gefa út sjálfur og kemur út á næstu vikum. Þar á meðal eru tvær barnaplötur. „Já, með öllum helstu barnasöngvum síðustu 50 ára; Maðurinn með hattinn, Litlu andarungarnir og fleiri lög,“ segir Árni. Hann segir að þessi lög séu að týnast úr minni þjóðarinnar. Í staðinn hafa komið slitrur úr erlendum dægurlögum með hundleiðinlegum textum. En, lögin sem eru að týnast, um þann menningararf þarf að halda. „Vita hvort ég geti ekki bjargað einhverju af þessu. Þetta er rosalega flott,“ segir Árni en upptökum er lokið. Með Árna á plötunni eru þeir Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari og Ingólfur Magnússon kontrabassaleikari. „Svo syngja stelpur úr Stúlknakór Reykjavíkur með mér. Svo verður einn gestasöngvari í tveimur lögum en það kemur í ljós síðar hver það er.“Fyrsta skipti búsúkí með synfóníuhljómsveit Árni telur þessar plötur alveg ákjósanlegar fyrir fólk að hafa með sér í bílnum þegar það ferðast með börnum sínum, og syngja með. Þá er plata sem Árni tók upp síðast þegar hann hélt uppá afmæli sitt, „live-plata“ með 42 fallegum íslenskum sönglögum. Og þá eru væntanlegar þrjár plötur með Sólarsvítu Árna. Sem er hálftíma langt verk með 15 lagaköflum. „Hún var tekin upp í Úkraínu. Svo fór ég með hana til Aþenu. Og þar spilar besti búsúkíleikari Grikkja inn fyrir mig. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt hljóðfæri er notað með sinfóníuhljómsveit. Þeir sögðu fyrst að þeim litist ekkert á þetta en ég sagðist vera búinn að pæla í þessu og svo voru þeir himinlifandi. Þurft grískan eyjapeyja til,“ segir Árni sposkur.Lætur ekkert stoppa sig Þá er væntanleg útgáfa þar sem karlakórinn Þrestir syngja svítuna á tónleikum sem þeir voru með í Hafnarfirði. Árni er ekki einhama, ein plata er ágætt og nóg fyrir hvern mann, en að gefa sjálfur út sjö plötur er meira en segja það. Árni lætur sér þetta ekki vaxa í augum og fer eftir því lögmáli að ef maður gerir þetta ekki sjálfur, þá gerir þetta enginn fyrir mann. „Ég er ekki í kúltúrklíkunni frekar en svo margir aðrir.“
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira