Þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandsaðild ekki forgangsmál hjá Vinstri grænum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2017 20:02 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki vera í forgangi hjá flokknum en hún muni þó aldrei standa í vegi fyrir því hugsanleg aðild verði lögð í dóm þjóðarinnar. Vísir/Hanna „Við viljum ekki sækja um aðild að ESB en við höfum sagt að við erum reiðubúin að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og reyndar höfum við sagt að það sé eðlilegt ef áhugi er á því,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við Vísi.Spurningalisti á vegum Bændablaðsins, sem borinn var undir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til Alþingiskosninga, hefur víða verið deilt í netheimum. Fáeinar spurningar voru lagðar fyrir fulltrúana en einungis var í boði að svara með orðunum „já“, „nei“ eða „hlutlaus“. Vakti það athygli margra að fulltrúi Vinstri grænna sagðist ekki hafa í hyggju að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að ESB á kjörtímabilinu. „Það er alveg á hreinu af okkar hálfu að við leggjumst alls ekki gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB,“ segir Katrín sem bendir á að það sé jafnframt ekki stefnumál Vinstri grænna að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess að flokkurinn vilji ekki aðild. Katrín segir þó að hún muni aldrei standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sé viljinn fyrir hendi hjá almenningi.Hún yrði þó haldin á þessu kjörtímabili ef þið verðið í ríkisstjórn, er það ekki rétt skilið?„Við höfum sagt að það sé bara eitthvað sem við séum opin fyrir að ræða. Það er ekki á okkar stefnu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu af því við viljum ekki fara inn en við erum tilbúin til þess og munum aldrei leggja stein í götu þess.“Það fer þá kannski frekar eftir því hvað kemur út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum?„Já, mér finnst þetta vera svona samkomulagsatriði í stjórnarmyndunarviðræðum og ég ímynda mér að allir flokkar séu sammála um það að það sé mikilvægt að horfa til stöðunnar í Evrópu,“ segir Katrín sem bendir á að staðan í Evrópusambandinu sé mjög óljós nú um mundir meðal annars vegna útgöngu Breta. Katrín segist ekki vera hrædd við að leggja hugsanlega aðild fyrir kjósendur, það sé eðlilegt ef Íslendingar vilji leggja í þann leiðangur á nýjan leik. „Við höfum ekki sagt að það sé forgangsmál að gera það en það mun ekki standa á okkur í því. Við leggjumst að sjálfsögðu ekki gegn því að það verði leitað til þjóðarinnar,“ segir Katrín. Kosningar 2017 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
„Við viljum ekki sækja um aðild að ESB en við höfum sagt að við erum reiðubúin að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og reyndar höfum við sagt að það sé eðlilegt ef áhugi er á því,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við Vísi.Spurningalisti á vegum Bændablaðsins, sem borinn var undir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til Alþingiskosninga, hefur víða verið deilt í netheimum. Fáeinar spurningar voru lagðar fyrir fulltrúana en einungis var í boði að svara með orðunum „já“, „nei“ eða „hlutlaus“. Vakti það athygli margra að fulltrúi Vinstri grænna sagðist ekki hafa í hyggju að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að ESB á kjörtímabilinu. „Það er alveg á hreinu af okkar hálfu að við leggjumst alls ekki gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB,“ segir Katrín sem bendir á að það sé jafnframt ekki stefnumál Vinstri grænna að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess að flokkurinn vilji ekki aðild. Katrín segir þó að hún muni aldrei standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sé viljinn fyrir hendi hjá almenningi.Hún yrði þó haldin á þessu kjörtímabili ef þið verðið í ríkisstjórn, er það ekki rétt skilið?„Við höfum sagt að það sé bara eitthvað sem við séum opin fyrir að ræða. Það er ekki á okkar stefnu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu af því við viljum ekki fara inn en við erum tilbúin til þess og munum aldrei leggja stein í götu þess.“Það fer þá kannski frekar eftir því hvað kemur út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum?„Já, mér finnst þetta vera svona samkomulagsatriði í stjórnarmyndunarviðræðum og ég ímynda mér að allir flokkar séu sammála um það að það sé mikilvægt að horfa til stöðunnar í Evrópu,“ segir Katrín sem bendir á að staðan í Evrópusambandinu sé mjög óljós nú um mundir meðal annars vegna útgöngu Breta. Katrín segist ekki vera hrædd við að leggja hugsanlega aðild fyrir kjósendur, það sé eðlilegt ef Íslendingar vilji leggja í þann leiðangur á nýjan leik. „Við höfum ekki sagt að það sé forgangsmál að gera það en það mun ekki standa á okkur í því. Við leggjumst að sjálfsögðu ekki gegn því að það verði leitað til þjóðarinnar,“ segir Katrín.
Kosningar 2017 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira