Kynjahlutfallið á Alþingi: „Ofboðslega sorglegt að sjá þessa þróun“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2017 13:45 Formenn flokkanna ræddu úrslit kosninganna í hádeginu á Stöð 2 og höfðu margir þeirra áhyggjur af kynjahlutfallinu í þingflokkunum. Vísir/Anton Brink Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 39 karlar fá sæti á Alþingi eftir þessar kosningar en aðeins 24 konur. Af þeim 19 þingmönnum sem koma nýir inn á Alþingi eru 13 karlar og aðeins sex konur. Formenn stjórnarflokkanna ræddu úrslit kosninganna við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í hádeginu. Leiðtogarnir ræddu þar meðal annars breytingarnar á kynjahlutfallinu á Alþingi á milli kosninga. „Hvernig hlutur kvenna er að minnka mikið og það er breyta sem að hvaða ríkisstjórn sem að tekur við völdum hún verður markvisst að taka það ferli, hvernig við ætlum að byggja upp enn frekar jafnréttismálin. Auðvitað mega nokkrir flokkar hér hugsa sinn gang hvað það varðar, en það mun skipta okkur mjög miklu máli í viðreisn.“ Þorgerður segir að það skipti miklu máli hvernig tekið sé á jafnréttismálum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að það væri ekki ásættanleg staða að í þingflokki Sjálfstæðisflokksins væru 12 karlar og fjórar konur. „Mér finnst það dapurt að það skyldi enda þannig og mér finnst að kjördæmin í mínum flokki þurfi að taka það til sín. Þau horfðu á þessa stöðu áður en það var gengið til kosninga.“ Nefndi hann að það hafi verið gerðar breytingar í sínu kjördæmi í fyrra sem hafi haldið sér núna en annars staðar hafi menn byggt fyrst og fremst á prófkjörunum. „Mér finnst þetta vond breyting og flokkurinn verður að taka það til sín og við inn í flokksstarfinu.“ Bjarni sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri með mjög öflugar konur í þingliði sínu og margar í framboði núna sem því miður hafi ekki náð inn. „Ég hef verið mjög ófeiminn við að beita mér þegar ég hef talið nauðsyn á því og ég hef haft svigrúm til þess og ég er mjög stoltur af því til dæmis að við skyldum gera Þórdísi Kolbrúnu að ráðherra. Hún er yngsti ráðherra, kvenkyns, í sögunni.“ Hann tók það líka fram að hún hafi verið fyrsta konan sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus í þessu kjördæmi. „Við eigum margar efnilegar stjórnmálakonur í flokknum. Það er enginn skortur á konum, við þurfum bara að gefa þeim betra tækifæri.“Þetta er hið nýja þing í heild sinni. Kynjaskiptingin er þannig að karlarnir eru 39 en konurnar 24.Grafík/Gvendur„Meiri hluti okkar þingmanna eru konur nú eins og síðast,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri græna. „Það er ekki síst vegna þess að við erum femínískur flokkur og við höfum sett það í okkar strúktúr í rauninni að ekki skuli halla á konur í okkar starfi.“Hún segir að breytingarnar sem við erum að sjá núna á kynjahlutfallinu á Alþingi sé afturför.* „Þetta minnir okkur á það hvað misrétti kynjanna er í raun og veru rótgróið.“ Vitnaði Katrín svo í John Stuart Mill að þetta væri rótgrónasta vandamálið af því að það búi í okkur öllum og þess vegna væri svo erfitt að breyta þessu. „Ég held að það sé umhugsunarefni fyrir okkur sem hér sitjum, hvernig ætlum við þá að vinna gegn þessu rótgróna misrétti?“ Sagði hún að til þess þyrfti rótgrónar aðgerðir. Helgi Hrafn Gunnarsson oddviti Pírata í Reykjavík tók undir að þetta væri mikil afturför. „Ég bjóst bara ekki við þessu ef ég á að segja alveg eins og er, vegna þess að þróunin var orðin svo jákvæð í seinustu kosningum og þá var þetta næstum því helmingur.“ Segir hann að nokkrir þingflokksformenn hafi eiginlega verið að undirbúa femínískt samsæri á síðasta kjörtímabili, að koma fleiri konum inn sem varaþingmönnum, en það hafi aldrei gerst. „Það á ekkert að þurfa. Þetta á að geta komið náttúrulega án þess að það séu kynjakvótar eða fléttulistar. Þess vegna er svo ofboðslega sorglegt að sjá þessa þróun.“Hér fyrir neðan má sjá viðræður formannanna í heild sinni: Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 29. október 2017 11:27 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 39 karlar fá sæti á Alþingi eftir þessar kosningar en aðeins 24 konur. Af þeim 19 þingmönnum sem koma nýir inn á Alþingi eru 13 karlar og aðeins sex konur. Formenn stjórnarflokkanna ræddu úrslit kosninganna við Heimi Má Pétursson í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í hádeginu. Leiðtogarnir ræddu þar meðal annars breytingarnar á kynjahlutfallinu á Alþingi á milli kosninga. „Hvernig hlutur kvenna er að minnka mikið og það er breyta sem að hvaða ríkisstjórn sem að tekur við völdum hún verður markvisst að taka það ferli, hvernig við ætlum að byggja upp enn frekar jafnréttismálin. Auðvitað mega nokkrir flokkar hér hugsa sinn gang hvað það varðar, en það mun skipta okkur mjög miklu máli í viðreisn.“ Þorgerður segir að það skipti miklu máli hvernig tekið sé á jafnréttismálum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að það væri ekki ásættanleg staða að í þingflokki Sjálfstæðisflokksins væru 12 karlar og fjórar konur. „Mér finnst það dapurt að það skyldi enda þannig og mér finnst að kjördæmin í mínum flokki þurfi að taka það til sín. Þau horfðu á þessa stöðu áður en það var gengið til kosninga.“ Nefndi hann að það hafi verið gerðar breytingar í sínu kjördæmi í fyrra sem hafi haldið sér núna en annars staðar hafi menn byggt fyrst og fremst á prófkjörunum. „Mér finnst þetta vond breyting og flokkurinn verður að taka það til sín og við inn í flokksstarfinu.“ Bjarni sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri með mjög öflugar konur í þingliði sínu og margar í framboði núna sem því miður hafi ekki náð inn. „Ég hef verið mjög ófeiminn við að beita mér þegar ég hef talið nauðsyn á því og ég hef haft svigrúm til þess og ég er mjög stoltur af því til dæmis að við skyldum gera Þórdísi Kolbrúnu að ráðherra. Hún er yngsti ráðherra, kvenkyns, í sögunni.“ Hann tók það líka fram að hún hafi verið fyrsta konan sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus í þessu kjördæmi. „Við eigum margar efnilegar stjórnmálakonur í flokknum. Það er enginn skortur á konum, við þurfum bara að gefa þeim betra tækifæri.“Þetta er hið nýja þing í heild sinni. Kynjaskiptingin er þannig að karlarnir eru 39 en konurnar 24.Grafík/Gvendur„Meiri hluti okkar þingmanna eru konur nú eins og síðast,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri græna. „Það er ekki síst vegna þess að við erum femínískur flokkur og við höfum sett það í okkar strúktúr í rauninni að ekki skuli halla á konur í okkar starfi.“Hún segir að breytingarnar sem við erum að sjá núna á kynjahlutfallinu á Alþingi sé afturför.* „Þetta minnir okkur á það hvað misrétti kynjanna er í raun og veru rótgróið.“ Vitnaði Katrín svo í John Stuart Mill að þetta væri rótgrónasta vandamálið af því að það búi í okkur öllum og þess vegna væri svo erfitt að breyta þessu. „Ég held að það sé umhugsunarefni fyrir okkur sem hér sitjum, hvernig ætlum við þá að vinna gegn þessu rótgróna misrétti?“ Sagði hún að til þess þyrfti rótgrónar aðgerðir. Helgi Hrafn Gunnarsson oddviti Pírata í Reykjavík tók undir að þetta væri mikil afturför. „Ég bjóst bara ekki við þessu ef ég á að segja alveg eins og er, vegna þess að þróunin var orðin svo jákvæð í seinustu kosningum og þá var þetta næstum því helmingur.“ Segir hann að nokkrir þingflokksformenn hafi eiginlega verið að undirbúa femínískt samsæri á síðasta kjörtímabili, að koma fleiri konum inn sem varaþingmönnum, en það hafi aldrei gerst. „Það á ekkert að þurfa. Þetta á að geta komið náttúrulega án þess að það séu kynjakvótar eða fléttulistar. Þess vegna er svo ofboðslega sorglegt að sjá þessa þróun.“Hér fyrir neðan má sjá viðræður formannanna í heild sinni:
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 29. október 2017 11:27 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 29. október 2017 11:27