Dýrbítur gengur laus á Vatnsleysuströnd Þórdís Valsdóttir skrifar 10. október 2017 22:46 Virgill Scheving Einarsson, landeigandi, telur víst að hundur hafi drepið þrjár kindur og sé valdur því að ein hafi horfið. Vísir/GVA Þrjár kindur hafa verið drepnar og sú fjórða er týnd á bænum Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Virgill Scheving Einarsson, landeigandi, telur víst að hundur eða hundar hafi étið kindurnar. „Það er búið að drepa þrjár kindur hjá okkur og ein hefur hreinlega gufað upp,“ segir Virgill. Síðdegis á laugardag var Virgill staddur inni á heimili sínu og fylgist með kindunum út um gluggann. „Þær voru hér fyrir utan að bíta gras og svo áður en ég veit af var svartur hundur að tætast í fénu, stór innfluttur hundur.“ Virgill sá hvernig hundurinn elti kindurnar eftir túninu. „Hrúturinn sem var tveggja ára hann springur og liggur á túninu. Ég fer að honum og hann er þá lifandi en um hálftíma seinna var hann steindauður, þindin sprakk í honum,“ segir Virgill og bætir við að dýr sem þessi þoli ekki að hlaupa svona með urrandi hund á eftir sér. Virgill segir að mikill fjöldi hunda séu á svæðinu þar sem hann býr. „Þessir hundar eru fleiri en íbúarnir á strjálbýlinu eins og ég kalla það, en mig grunar að þeir séu ekki skráðir.“ Virgill er með um 60 kindur á lóð sinni, en sonur hans, Kristmundur er eigandi fjárins. „Við höfum ræktað upp stofn hérna og það er voðalega sárt að tapa fé sem búið er að rækta,“ segir Virgill. Hann veit þó ekki hver er eigandi hundsins eða hundanna sem drepið hafa féð. Virgill íhugar að setja upp hreyfimyndavélar á lóð sinni til þess að góma dýrbítinn. „Það væri þá myndavél sem smellir af þegar hundurinn stekkur fyrir geislann.“ Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þrjár kindur hafa verið drepnar og sú fjórða er týnd á bænum Efri-Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd. Virgill Scheving Einarsson, landeigandi, telur víst að hundur eða hundar hafi étið kindurnar. „Það er búið að drepa þrjár kindur hjá okkur og ein hefur hreinlega gufað upp,“ segir Virgill. Síðdegis á laugardag var Virgill staddur inni á heimili sínu og fylgist með kindunum út um gluggann. „Þær voru hér fyrir utan að bíta gras og svo áður en ég veit af var svartur hundur að tætast í fénu, stór innfluttur hundur.“ Virgill sá hvernig hundurinn elti kindurnar eftir túninu. „Hrúturinn sem var tveggja ára hann springur og liggur á túninu. Ég fer að honum og hann er þá lifandi en um hálftíma seinna var hann steindauður, þindin sprakk í honum,“ segir Virgill og bætir við að dýr sem þessi þoli ekki að hlaupa svona með urrandi hund á eftir sér. Virgill segir að mikill fjöldi hunda séu á svæðinu þar sem hann býr. „Þessir hundar eru fleiri en íbúarnir á strjálbýlinu eins og ég kalla það, en mig grunar að þeir séu ekki skráðir.“ Virgill er með um 60 kindur á lóð sinni, en sonur hans, Kristmundur er eigandi fjárins. „Við höfum ræktað upp stofn hérna og það er voðalega sárt að tapa fé sem búið er að rækta,“ segir Virgill. Hann veit þó ekki hver er eigandi hundsins eða hundanna sem drepið hafa féð. Virgill íhugar að setja upp hreyfimyndavélar á lóð sinni til þess að góma dýrbítinn. „Það væri þá myndavél sem smellir af þegar hundurinn stekkur fyrir geislann.“
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira