Innlent

Gekk vopnaður um Lækjargötu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maður gekk á milli leigubílstjóra.
Maður gekk á milli leigubílstjóra. Vísir/GVA
Lögreglan var kölluð út að Lækjargötu laust fyrir klukkan eitt í nótt en tilkynnt hafði verið um vopnaðan mann sem var þar á gangi. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að hann hafi verið með hníf á lofti og gengið á milli leigubifreiða, í leit að ákveðnum leigubílstjóra.

Lögreglan mætti nokkru síðar á staðinn og afvopnaði manninn. Hann var síðan fluttur í fangageymslur þar sem hann hefur varið nóttinni.

Þá þurfti lögreglan jafnframt að bregðast við ábending um hópslagsmál í Jafnaseli í Breiðholti á öðrum tímanum í nótt. Málið er nú til rannsóknar en einn hefur verið kærður fyrir líkamsárás.

Lögreglan skarst jafnframt í leikinn á skólaballi MK, sem haldið var í Reiðhöllinni í Víðidal. Er útkallið sagt tengjast ólátum ungmenna í dagbók lögreglunnar en ekki nánar greint frá málavöxtum eða lokum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×