Sigmundur telur að um samsæri sé að ræða Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2017 10:26 Sigmundur Davíð segir að ríkisstjórnin hans hafi keypt þessi gögn þannig að Íslendingar þurfa lítt á þessari sendingu frá Þjóðverjum að halda. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur enga tilviljun að nú sé komin fram frétt í RÚV að nafn hans sé í gögnum sem þýska alríkislögreglan hefur miðlað til íslenskra yfirvalda. RÚV birti í morgun frétt sem segir um sé að ræða upplýsingar um málefni Sigmundar Davíðs sem byggir á rannsóknum hennar á Panama-skjölunum. Vísað er til greinar í Süddeutsche Zeitung, sem fjallar um lögregluaðgerðir á grundvelli upplýsinga sem finna má í skjölunum, sem þýsk yfirvöld ákváðu í sumar að kaupa á fimm milljónir evra, eða 625 milljóna íslenskra króna. „Ekki kemur fram í grein Söddeutsche Zeitung hvaða upplýsingar um Sigmund þetta eru, hvort þær séu nýjar eða hvaða yfirvöld hér landi fengu þær í hendur. Ekki er hins vegar annað að skilja á fréttum af gagnakaupum Þjóðverja í sumar en að þar sé mestmegnis um að ræða sömu gögn og íslenska ríkið ákvað að kaupa á 37 milljónir í apríl 2015 og fjölmiðlar fjölluðu svo um í apríl í fyrra. Í þeirri umfjöllun kom fram að Sigmundur og kona hans, Anna Sigríður Pálsdóttir, hefðu átt eignir í félaginu Wintris á Bresku Jómfrúreyjum,“ segir í frétt RÚV. (Vert er að benda á að þarna hefur misritun átt sér stað en eiginkona Sigmundar heitir Anna Sigurlaug.) Sigmundur Davíð hefur þegar brugðist við þessum tíðindum á Facebooksíðu sinni og í hans huga leikur enginn vafi á um að þarna sé um samsæri gegn sér að ræða. „Er líklegt að það sé tilviljun að einmitt núna birtist gömla frétt um að nafnið mitt hafi verið meðal þeirra milljóna nafna sem var að finna í gögnum sem þýska ríkið keypti 2015?“ spyr Sigmundur Davíð. Hann Þjóðverjana hafa sent upplýsingar úr gögnunum sem þeir keyptu á sínum tíma til viðeigandi landa. „Við á Íslandi hefðum reyndar ekki þurft sendinguna frá þeim vegna þess að ríkisstjórn mín var búin að láta kaupa þann hluta þessara gagna sem vörðuðu Íslendinga.“ Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur enga tilviljun að nú sé komin fram frétt í RÚV að nafn hans sé í gögnum sem þýska alríkislögreglan hefur miðlað til íslenskra yfirvalda. RÚV birti í morgun frétt sem segir um sé að ræða upplýsingar um málefni Sigmundar Davíðs sem byggir á rannsóknum hennar á Panama-skjölunum. Vísað er til greinar í Süddeutsche Zeitung, sem fjallar um lögregluaðgerðir á grundvelli upplýsinga sem finna má í skjölunum, sem þýsk yfirvöld ákváðu í sumar að kaupa á fimm milljónir evra, eða 625 milljóna íslenskra króna. „Ekki kemur fram í grein Söddeutsche Zeitung hvaða upplýsingar um Sigmund þetta eru, hvort þær séu nýjar eða hvaða yfirvöld hér landi fengu þær í hendur. Ekki er hins vegar annað að skilja á fréttum af gagnakaupum Þjóðverja í sumar en að þar sé mestmegnis um að ræða sömu gögn og íslenska ríkið ákvað að kaupa á 37 milljónir í apríl 2015 og fjölmiðlar fjölluðu svo um í apríl í fyrra. Í þeirri umfjöllun kom fram að Sigmundur og kona hans, Anna Sigríður Pálsdóttir, hefðu átt eignir í félaginu Wintris á Bresku Jómfrúreyjum,“ segir í frétt RÚV. (Vert er að benda á að þarna hefur misritun átt sér stað en eiginkona Sigmundar heitir Anna Sigurlaug.) Sigmundur Davíð hefur þegar brugðist við þessum tíðindum á Facebooksíðu sinni og í hans huga leikur enginn vafi á um að þarna sé um samsæri gegn sér að ræða. „Er líklegt að það sé tilviljun að einmitt núna birtist gömla frétt um að nafnið mitt hafi verið meðal þeirra milljóna nafna sem var að finna í gögnum sem þýska ríkið keypti 2015?“ spyr Sigmundur Davíð. Hann Þjóðverjana hafa sent upplýsingar úr gögnunum sem þeir keyptu á sínum tíma til viðeigandi landa. „Við á Íslandi hefðum reyndar ekki þurft sendinguna frá þeim vegna þess að ríkisstjórn mín var búin að láta kaupa þann hluta þessara gagna sem vörðuðu Íslendinga.“
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira