Segir Sjálfstæðisflokkinn óstöðugan í samstarfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2017 15:48 Jóna Sólveig Elínardóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis í dag. Vísir/Stefán Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis fyrr í dag. Þar var Jóna Sólveig meðal annars spurð út í ummæli Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingmönnum sem undir forystu sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Þetta er nú kannski bara dálítið í anda þess sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að starfa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið óstöðugur í samstarfi,“ segir Jóna Sólveig. „Við sjáum það ekki bara í þessu heldur líka í hvernig Sjálfstæðismenn hlupu út undan sér og afneituðu fjárlagafrumvarpinu sem þeir voru búnir að samþykkja bæði út úr ríkisstjórn og úr þingflokki inn í umræðu í þinginu. Þannig að þetta er svo sem bara í stíl við annað sem hefur verið hjá Sjálfstæðisflokknum.“Tregða Sjálfstæðisflokksins tafði mikilvæga uppbyggingu Jóna Sólveig segir jafnframt að tregða Sjálfstæðisflokksins til að eiga samskipti við Dag B. Eggertsson borgarstjóra hafi verið ástæða þess að ekki var ráðist í nauðsynlega uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega kynntar aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum megi rekja til þess að Viðreisn hafi komið að borðinu. „Við erum ekki í neinum pólitískum hártogunum með það eins og hefur verið. Staðreyndin er auðvitað sú að síðustu áratugi hefur það verið þannig að Sjálfstæðismenn hafa ekki í rauninni, ef við segjum hlutina bara eins og þeir eru, Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“Stefni í íhaldssömustu stjórn Íslandssögunnar Jóna segist jafnframt hafa áhyggjur af stöðu frjálslyndis í landinu í ljósi nýrra skoðanakannana. „Ef þið horfið á stöðu umbótasinnaðra frjálslyndra flokka þá eru þeir ekki að koma almennt vel út úr þessari könnun. Samfylkingin er aftur að dala, píratar hafa misst fylgi, Björt framtíð, Viðreisn. Þetta er allt umbótaflokkar sem hafa verið frjálslyndir og þeir eru að koma illa út,“ segir Jóna Sólveig. Hún segir allt stefna í íhaldssömustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sér í lagi vegna þess að þetta horfir þannig við mér að svo virðist sem að við séum að fara að stefna á sennilega íhaldssömustu stjórn sögunnar með Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk.“ Aðspurð hvers vegna fólk leiti ekki meira til miðjuflokkanna segir Jóna Sólveig að það sé að hluta til skiljanlegt. „Ég hugsa að fólk sé þreytt á óstöðugleika. Ég held að fólk vilji ná fram meiri stöðugleika í samfélaginu og leitar þá kannski til stærri flokkanna. En ég segi þá að ef við viljum sjá breytingu á Íslandi, ef við viljum sjá stjórnmálin breytast, þá verðum við auðvitað að kjósa breytingar.“Aukinn fyrirsjáanleiki í fjármálum Hún segir Viðreisn vera eina stjórnmálaflokkinn sem tali fyrir raunhæfri lausn í því að ná niður vaxtastigi og nefnir þar hugmynd flokksins að festa íslensku krónuna við annan gjaldmiðil. „Það þýðir ekki bara lægra vaxtastig, sem skilar sér í auknum ráðstöfunartekjum fyrir heimilin og betri rekstrargrundvelli fyrir fyrirtækin í landinu. Það skilar sér líka fyrir ríkissjóð, sem hefur þá úr meiru að spila inn í samneysluna. Þetta þýðir líka meiri fyrirsjáanleiki fyrir heimilin og fyrir fyrirtækin í landinu,“ segir Jóna Sólveig. „Það er gríðarlega mikilvægt í dag, sér í lagi þegar við erum að horfa á og erum bara að upplifa fjórðu iðnbyltinguna og þurfum að vera að undirbúa okkur fyrir hana. Fyrirsjáanleiki fyrir íslensk fyrirtæki sem þurfa að vera í stakk búin fyrir fjórðu iðnbyltinguna.“ Kosningar 2017 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið óstöðugur í ríkisstjórnarsamstarfi. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis fyrr í dag. Þar var Jóna Sólveig meðal annars spurð út í ummæli Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um að engin af skattahækkanatillögum frá fjármálaráðherra hefði hlotið afgreiðslu í þeim þingmönnum sem undir forystu sjálfstæðismanna höfðu með þær að gera. „Þetta er nú kannski bara dálítið í anda þess sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að starfa. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið óstöðugur í samstarfi,“ segir Jóna Sólveig. „Við sjáum það ekki bara í þessu heldur líka í hvernig Sjálfstæðismenn hlupu út undan sér og afneituðu fjárlagafrumvarpinu sem þeir voru búnir að samþykkja bæði út úr ríkisstjórn og úr þingflokki inn í umræðu í þinginu. Þannig að þetta er svo sem bara í stíl við annað sem hefur verið hjá Sjálfstæðisflokknum.“Tregða Sjálfstæðisflokksins tafði mikilvæga uppbyggingu Jóna Sólveig segir jafnframt að tregða Sjálfstæðisflokksins til að eiga samskipti við Dag B. Eggertsson borgarstjóra hafi verið ástæða þess að ekki var ráðist í nauðsynlega uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Nýlega kynntar aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum megi rekja til þess að Viðreisn hafi komið að borðinu. „Við erum ekki í neinum pólitískum hártogunum með það eins og hefur verið. Staðreyndin er auðvitað sú að síðustu áratugi hefur það verið þannig að Sjálfstæðismenn hafa ekki í rauninni, ef við segjum hlutina bara eins og þeir eru, Sjálfstæðismenn hafa bara ekki viljað tala við Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Samfylkingarinnar. þess vegna hefur ekki verið ráðist í nauðsynlega uppbyggingu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna hefur ekki verið hægt að úthluta þessum lóðum til borgarinnar.“Stefni í íhaldssömustu stjórn Íslandssögunnar Jóna segist jafnframt hafa áhyggjur af stöðu frjálslyndis í landinu í ljósi nýrra skoðanakannana. „Ef þið horfið á stöðu umbótasinnaðra frjálslyndra flokka þá eru þeir ekki að koma almennt vel út úr þessari könnun. Samfylkingin er aftur að dala, píratar hafa misst fylgi, Björt framtíð, Viðreisn. Þetta er allt umbótaflokkar sem hafa verið frjálslyndir og þeir eru að koma illa út,“ segir Jóna Sólveig. Hún segir allt stefna í íhaldssömustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. „Ég hef áhyggjur af þessu. Sér í lagi vegna þess að þetta horfir þannig við mér að svo virðist sem að við séum að fara að stefna á sennilega íhaldssömustu stjórn sögunnar með Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk.“ Aðspurð hvers vegna fólk leiti ekki meira til miðjuflokkanna segir Jóna Sólveig að það sé að hluta til skiljanlegt. „Ég hugsa að fólk sé þreytt á óstöðugleika. Ég held að fólk vilji ná fram meiri stöðugleika í samfélaginu og leitar þá kannski til stærri flokkanna. En ég segi þá að ef við viljum sjá breytingu á Íslandi, ef við viljum sjá stjórnmálin breytast, þá verðum við auðvitað að kjósa breytingar.“Aukinn fyrirsjáanleiki í fjármálum Hún segir Viðreisn vera eina stjórnmálaflokkinn sem tali fyrir raunhæfri lausn í því að ná niður vaxtastigi og nefnir þar hugmynd flokksins að festa íslensku krónuna við annan gjaldmiðil. „Það þýðir ekki bara lægra vaxtastig, sem skilar sér í auknum ráðstöfunartekjum fyrir heimilin og betri rekstrargrundvelli fyrir fyrirtækin í landinu. Það skilar sér líka fyrir ríkissjóð, sem hefur þá úr meiru að spila inn í samneysluna. Þetta þýðir líka meiri fyrirsjáanleiki fyrir heimilin og fyrir fyrirtækin í landinu,“ segir Jóna Sólveig. „Það er gríðarlega mikilvægt í dag, sér í lagi þegar við erum að horfa á og erum bara að upplifa fjórðu iðnbyltinguna og þurfum að vera að undirbúa okkur fyrir hana. Fyrirsjáanleiki fyrir íslensk fyrirtæki sem þurfa að vera í stakk búin fyrir fjórðu iðnbyltinguna.“
Kosningar 2017 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira