Ráðherra vill meiri launahækkun til kvennastétta en annarra Sveinn Arnarsson skrifar 16. október 2017 06:00 Skilgreina þarf sérstaklega kvennastéttir og hækka þeirra laun meira en hinna að mati Þórunnar og Þorsteins. Fréttablaðið/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson jafnréttismálaráðherra vill hækka laun kvennastétta meira en annarra stétta í næstu kjarasamningaviðræðum sem eru handan við hornið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, er áfram um þá hugmynd. Konur eru að meðaltali með 13 prósent lægri laun en karlar. Að mati Þorsteins bera fjölmargar kvennastéttir mikla ábyrgð í erfiðum störfum sem krefjast langrar menntunar. „Hér erum við að tala um fjölmenna hópa á borð við grunn- og leikskólakennara, hjúkrunarfræðinga og svo mætti áfram telja. Tilraunir til að leiðrétta einstaka hópa hafa iðulega leitt af sér sömu launakröfur hjá öðrum stéttum,“ segir Þorsteinn.Bandalag Háskólamanna, BHM, Héraðsdómur Reykjavíkur, kjaradeila, Páll Halldórsson, verkfallslög, Þórunn Sveinbjarnardóttir„Það er gott að ráðherrann komi fram með þessa hugmynd og vert að ræða alvarlega. Sautján aðildarfélög BHM eru með lausa samninga við ríkið og þar innan um eru kvennastéttir sem þarf að leiðrétta. Hafa ber í huga að þær kvennastéttir sem þurfa leiðréttingu launa sinna eru háskólamenntaðar stéttir,“ segir Þórunn. „Ég hef viðrað álíka hugmyndir áður við SALEK-borðið en þær hugmyndir hlutu ekki náð þá.“ Þórunn segir tímasetningu þessara hugmynda ekki koma á óvart. „Þótt þessar hugmyndir dúkki upp nú, augljóslega í ljósi komandi kosninga, er samt vert að ræða þær af alvöru og vonandi er vilji til þess að hækka laun kvennastétta í þessu landi,“ segir Þórunn. „Eina leiðin til að hægt verði að leiðrétta kjör þessara stétta er víðtæk sátt allrar verkalýðshreyfingarinnar og ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þorsteinn og vill beita sér fyrir því að eyða kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði. „Greina verður hver þessi launamunur er og á grunni slíkrar greiningar að semja um hvernig hann verði lagfærður án þess að aðrir hópar innan verkalýðshreyfingarinnar geri kröfu um sömu hækkanir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson jafnréttismálaráðherra vill hækka laun kvennastétta meira en annarra stétta í næstu kjarasamningaviðræðum sem eru handan við hornið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, er áfram um þá hugmynd. Konur eru að meðaltali með 13 prósent lægri laun en karlar. Að mati Þorsteins bera fjölmargar kvennastéttir mikla ábyrgð í erfiðum störfum sem krefjast langrar menntunar. „Hér erum við að tala um fjölmenna hópa á borð við grunn- og leikskólakennara, hjúkrunarfræðinga og svo mætti áfram telja. Tilraunir til að leiðrétta einstaka hópa hafa iðulega leitt af sér sömu launakröfur hjá öðrum stéttum,“ segir Þorsteinn.Bandalag Háskólamanna, BHM, Héraðsdómur Reykjavíkur, kjaradeila, Páll Halldórsson, verkfallslög, Þórunn Sveinbjarnardóttir„Það er gott að ráðherrann komi fram með þessa hugmynd og vert að ræða alvarlega. Sautján aðildarfélög BHM eru með lausa samninga við ríkið og þar innan um eru kvennastéttir sem þarf að leiðrétta. Hafa ber í huga að þær kvennastéttir sem þurfa leiðréttingu launa sinna eru háskólamenntaðar stéttir,“ segir Þórunn. „Ég hef viðrað álíka hugmyndir áður við SALEK-borðið en þær hugmyndir hlutu ekki náð þá.“ Þórunn segir tímasetningu þessara hugmynda ekki koma á óvart. „Þótt þessar hugmyndir dúkki upp nú, augljóslega í ljósi komandi kosninga, er samt vert að ræða þær af alvöru og vonandi er vilji til þess að hækka laun kvennastétta í þessu landi,“ segir Þórunn. „Eina leiðin til að hægt verði að leiðrétta kjör þessara stétta er víðtæk sátt allrar verkalýðshreyfingarinnar og ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þorsteinn og vill beita sér fyrir því að eyða kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði. „Greina verður hver þessi launamunur er og á grunni slíkrar greiningar að semja um hvernig hann verði lagfærður án þess að aðrir hópar innan verkalýðshreyfingarinnar geri kröfu um sömu hækkanir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira