Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2017 20:00 Síðustu tvö ára hafa fimmtíu hatursglæpir verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur færst í aukana að glæpirnir beinist gegn trans-fólki að sögn lögreglufulltrúa. Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. Hatursglæpur er verknaður sem brýtur gegn almennum hegningarlögum og ásetningur brotsins er neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans vegna kynþáttar, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Árið 2016 voru 29 mál tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu – allt frá haturstjáningu til líkamsárásar. Þar af voru þrettán ummæli á netinu sem höfðu að geyma haturstjáningu, tólf mál sem áttu sér stað í opinberu rými, til dæmis í eða við verslun, á skemmtistað eða í strætó, og þrjú sem áttu sér stað í einkarými: á heimili eða í húsnæði trúfélags. „Þetta er gríðarleg aukning frá árinu 2014 og 2015. Af þessum 29 málum er sirka helmingurinn haturstjáning og þar eru allir brotaþolar múslimar,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi. Það sem af er ári hefur lögreglan fengið 20 mál inn á borð til sín og er talsverð auknig á hatursglæpum gegn trans-fólki en ekkert slíkt mál var til rannsóknar í fyrra. „Nú erum við farin að sjá líka haturstjáningu gagnvart trans og kynvitundar fólks og við erum með alvarlega líkamsárás gagnvart aðila sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Eyrún en umrætt mál er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem hatursglæpur og snýr að líkamsárás gegn trans-einstaklingi sem grunur leikur á að ráðist hafi verið á fyrir það eitt að vera í kynleiðréttingaferli. Eyrún segir að allur gangur sé á því hver gerandinn er. „Mér finnst þetta upp til hópa vera miðaldra fólk, bæði konur og menn, sérstaklega varðandi haturstjáninguna. Nema að nú finnst mér við vera að sjá mun á þessu ári þar sem við erum að sjá haturstjáningu gagnvart kynvitund fólks og þá eru það ungir gerendur,“ segir Eyrún. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Síðustu tvö ára hafa fimmtíu hatursglæpir verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur færst í aukana að glæpirnir beinist gegn trans-fólki að sögn lögreglufulltrúa. Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. Hatursglæpur er verknaður sem brýtur gegn almennum hegningarlögum og ásetningur brotsins er neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans vegna kynþáttar, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Árið 2016 voru 29 mál tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu – allt frá haturstjáningu til líkamsárásar. Þar af voru þrettán ummæli á netinu sem höfðu að geyma haturstjáningu, tólf mál sem áttu sér stað í opinberu rými, til dæmis í eða við verslun, á skemmtistað eða í strætó, og þrjú sem áttu sér stað í einkarými: á heimili eða í húsnæði trúfélags. „Þetta er gríðarleg aukning frá árinu 2014 og 2015. Af þessum 29 málum er sirka helmingurinn haturstjáning og þar eru allir brotaþolar múslimar,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi. Það sem af er ári hefur lögreglan fengið 20 mál inn á borð til sín og er talsverð auknig á hatursglæpum gegn trans-fólki en ekkert slíkt mál var til rannsóknar í fyrra. „Nú erum við farin að sjá líka haturstjáningu gagnvart trans og kynvitundar fólks og við erum með alvarlega líkamsárás gagnvart aðila sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Eyrún en umrætt mál er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem hatursglæpur og snýr að líkamsárás gegn trans-einstaklingi sem grunur leikur á að ráðist hafi verið á fyrir það eitt að vera í kynleiðréttingaferli. Eyrún segir að allur gangur sé á því hver gerandinn er. „Mér finnst þetta upp til hópa vera miðaldra fólk, bæði konur og menn, sérstaklega varðandi haturstjáninguna. Nema að nú finnst mér við vera að sjá mun á þessu ári þar sem við erum að sjá haturstjáningu gagnvart kynvitund fólks og þá eru það ungir gerendur,“ segir Eyrún.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira