Fimmtíu hatursglæpir til rannsóknar á tveimur árum: „Þetta er gríðarleg aukning“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. október 2017 20:00 Síðustu tvö ára hafa fimmtíu hatursglæpir verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur færst í aukana að glæpirnir beinist gegn trans-fólki að sögn lögreglufulltrúa. Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. Hatursglæpur er verknaður sem brýtur gegn almennum hegningarlögum og ásetningur brotsins er neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans vegna kynþáttar, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Árið 2016 voru 29 mál tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu – allt frá haturstjáningu til líkamsárásar. Þar af voru þrettán ummæli á netinu sem höfðu að geyma haturstjáningu, tólf mál sem áttu sér stað í opinberu rými, til dæmis í eða við verslun, á skemmtistað eða í strætó, og þrjú sem áttu sér stað í einkarými: á heimili eða í húsnæði trúfélags. „Þetta er gríðarleg aukning frá árinu 2014 og 2015. Af þessum 29 málum er sirka helmingurinn haturstjáning og þar eru allir brotaþolar múslimar,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi. Það sem af er ári hefur lögreglan fengið 20 mál inn á borð til sín og er talsverð auknig á hatursglæpum gegn trans-fólki en ekkert slíkt mál var til rannsóknar í fyrra. „Nú erum við farin að sjá líka haturstjáningu gagnvart trans og kynvitundar fólks og við erum með alvarlega líkamsárás gagnvart aðila sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Eyrún en umrætt mál er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem hatursglæpur og snýr að líkamsárás gegn trans-einstaklingi sem grunur leikur á að ráðist hafi verið á fyrir það eitt að vera í kynleiðréttingaferli. Eyrún segir að allur gangur sé á því hver gerandinn er. „Mér finnst þetta upp til hópa vera miðaldra fólk, bæði konur og menn, sérstaklega varðandi haturstjáninguna. Nema að nú finnst mér við vera að sjá mun á þessu ári þar sem við erum að sjá haturstjáningu gagnvart kynvitund fólks og þá eru það ungir gerendur,“ segir Eyrún. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Síðustu tvö ára hafa fimmtíu hatursglæpir verið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur færst í aukana að glæpirnir beinist gegn trans-fólki að sögn lögreglufulltrúa. Árið 2016 setti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á laggirnar verkefni er lýtur að hatursglæpum og hefur sérstök áhersla verið lögð á málaflokkinn hjá embættinu síðan. Hatursglæpur er verknaður sem brýtur gegn almennum hegningarlögum og ásetningur brotsins er neikvætt viðhorf geranda til brotaþolans vegna kynþáttar, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Árið 2016 voru 29 mál tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu – allt frá haturstjáningu til líkamsárásar. Þar af voru þrettán ummæli á netinu sem höfðu að geyma haturstjáningu, tólf mál sem áttu sér stað í opinberu rými, til dæmis í eða við verslun, á skemmtistað eða í strætó, og þrjú sem áttu sér stað í einkarými: á heimili eða í húsnæði trúfélags. „Þetta er gríðarleg aukning frá árinu 2014 og 2015. Af þessum 29 málum er sirka helmingurinn haturstjáning og þar eru allir brotaþolar múslimar,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi. Það sem af er ári hefur lögreglan fengið 20 mál inn á borð til sín og er talsverð auknig á hatursglæpum gegn trans-fólki en ekkert slíkt mál var til rannsóknar í fyrra. „Nú erum við farin að sjá líka haturstjáningu gagnvart trans og kynvitundar fólks og við erum með alvarlega líkamsárás gagnvart aðila sem er í kynleiðréttingarferli,“ segir Eyrún en umrætt mál er nú til rannsóknar hjá lögreglu sem hatursglæpur og snýr að líkamsárás gegn trans-einstaklingi sem grunur leikur á að ráðist hafi verið á fyrir það eitt að vera í kynleiðréttingaferli. Eyrún segir að allur gangur sé á því hver gerandinn er. „Mér finnst þetta upp til hópa vera miðaldra fólk, bæði konur og menn, sérstaklega varðandi haturstjáninguna. Nema að nú finnst mér við vera að sjá mun á þessu ári þar sem við erum að sjá haturstjáningu gagnvart kynvitund fólks og þá eru það ungir gerendur,“ segir Eyrún.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira