Minnst 11 erlendir miðlar fengið ósk frá ríkisstjórninni um leiðréttingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 12:33 Brosmildir ráðherrar þegar ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tók við völdum í janúar síðastliðnum. Visir/Anton Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. Þar er um að ræða fréttastofur, sjónvarpsstöðvar og dagblöð. Þetta kemur fram í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um leiðréttingar íslenskra stjórnvalda á erlendum fréttaflutningi.Stundin greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi farið fram á að grein á vef Washington Post yrði fjarlægð „vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“ Um var að ræða Pistil eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum, sem fjallaði um aðdraganda stjórnarslitanna. Í svari ráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi nýtt sér þjónustu Burson-Marsteller frá árinu 2012 með hléum. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir einstök verkefni heldur fær það fasta greiðslu á því tímabili sem samstarf stendur yfir.Gaf einnig ráð vegna umfjöllunar um Downs-heilkenni Þá segir ráðuneytið að fyrirtækið sinni fjölbreyttum almannatengslamálum fyrir stjórnvöld. Til að mynda hafi það aðstoðað við málarekstur ríkisins gegn Iceland-matvöruverslunum, ferðamennsku, Brexit, Icesave, losun gjaldeyrishafta og fleiri mál. Í svari ráðuneytisins segir að fyrirtækið hafi einnig aðstoðað ríkið með ráðgjöf og við leiðréttingar á rangfærslum í erlendum miðlum í tengslum við umræðu í ágústmánuði um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkenni. Á vefnum opnirreikningar.is, sem opnaður var í síðasta mánuði, er ekki að finna greiðslur til fyrirtækisins í ágúst en reikningar fyrir september hafa ekki enn verið gerðir opinberir. Við fyrirspurn Vísis um kostnað varðandi þjónustu Burson-Marsteller er vísað á fjármálaráðuneytið og tekið fram að fyrirtækið hafi unnið að öðrum verkefnum fyrir stjórnvöld í september og að sundurliðun á þeim kostnaði liggi ekki fyrir. Því sé ekki hægt að áætla hversu mikill kostnaður hefur fallið til vegna þeirrar vinnu sem farið hefur í að leiðrétta erlenda miðla. Fréttastofa hefur einnig sent fyrirspurn á forsætisráðuneytið vegna málsins en svar við henni hefur ekki borist. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur síðastliðnar tvær vikur aðstoðað stjórnvöld við að koma á framfæri leiðréttingum í að minnsta kosti 11 stórum, aljþóðlegum miðlum. Þar er um að ræða fréttastofur, sjónvarpsstöðvar og dagblöð. Þetta kemur fram í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um leiðréttingar íslenskra stjórnvalda á erlendum fréttaflutningi.Stundin greindi frá því í gær að ríkisstjórnin hafi farið fram á að grein á vef Washington Post yrði fjarlægð „vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“ Um var að ræða Pistil eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum, sem fjallaði um aðdraganda stjórnarslitanna. Í svari ráðuneytisins segir að íslensk stjórnvöld hafi nýtt sér þjónustu Burson-Marsteller frá árinu 2012 með hléum. Fyrirtækið fær ekki greitt fyrir einstök verkefni heldur fær það fasta greiðslu á því tímabili sem samstarf stendur yfir.Gaf einnig ráð vegna umfjöllunar um Downs-heilkenni Þá segir ráðuneytið að fyrirtækið sinni fjölbreyttum almannatengslamálum fyrir stjórnvöld. Til að mynda hafi það aðstoðað við málarekstur ríkisins gegn Iceland-matvöruverslunum, ferðamennsku, Brexit, Icesave, losun gjaldeyrishafta og fleiri mál. Í svari ráðuneytisins segir að fyrirtækið hafi einnig aðstoðað ríkið með ráðgjöf og við leiðréttingar á rangfærslum í erlendum miðlum í tengslum við umræðu í ágústmánuði um stefnu íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi Downs-heilkenni. Á vefnum opnirreikningar.is, sem opnaður var í síðasta mánuði, er ekki að finna greiðslur til fyrirtækisins í ágúst en reikningar fyrir september hafa ekki enn verið gerðir opinberir. Við fyrirspurn Vísis um kostnað varðandi þjónustu Burson-Marsteller er vísað á fjármálaráðuneytið og tekið fram að fyrirtækið hafi unnið að öðrum verkefnum fyrir stjórnvöld í september og að sundurliðun á þeim kostnaði liggi ekki fyrir. Því sé ekki hægt að áætla hversu mikill kostnaður hefur fallið til vegna þeirrar vinnu sem farið hefur í að leiðrétta erlenda miðla. Fréttastofa hefur einnig sent fyrirspurn á forsætisráðuneytið vegna málsins en svar við henni hefur ekki borist.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira