Sigurður Ingi hjólar í bakþankahöfund Fréttablaðsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 13:54 Þórarinn er ekki sáttur við Framsókn og formaður Framsóknar er ekki ánægður með Þórarin. Vísir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist ekki á allt sáttur við Þórarin Þórarinsson, bakþankahöfund Fréttablaðsins, fyrir pistil hans í dag. Hann spyr hversu lágt sé hægt að leggjast í skrifum þegar fólk talar um að útiloka fjöldahreyfingu 12 þúsund manns. Í bakþönkum sínum í dag skrifar Þórarinn um raunir sínar tengdar Framsóknarflokknum, sem hann kallar hundrað ára meinsemd. „Ég fæddist daginn sem Viðreisnarstjórnin féll. Við tóku „Framsóknaráratugirnir“ og flokkurinn var í ríkisstjórnum frá 1971 til 1991. Öll mín mótunarár. Orsakasamhengið er augljóst og ég kenni flokknum, frekar en sjálfum mér, um að ég er þunglyndur alkóhólisti og útbrunninn blaðamaður,“ skrifar Þórarinn.Sjá einnig:Framsókn og ég Hann segist aldrei hafa skráður í Framsóknarflokkinn en að hann hafi engu að síður fæðst inn í hann og eytt allri ævinni í að sverja hann af sér. „Ég er skírður í höfuðið á afa mínum. Hann sat á þingi fyrir flokkinn í nítján ár og ritstýrði málgagni hans í rúma hálfa öld. Afi var Tíma-Tóti og vann náið með Hriflu-Jónasi, Hermanni, Eysteini, Óla Jó. og Steingrími.“ Þá segir Þórarinn að fólk ætti að gefa Framsóknarflokknum frí svo hann geti átt áhyggjulaust ævikvöld. „Ég og þjóðin öll eigum eftir 100 ár skilið að fá að vera við sjálf. Í friði fyrir Framsókn.“Engin framþróun án rökræðu Eitthvað virðist pistill Þórarins hafa farið öfugt ofan í Sigurð Inga, formann Framsóknarflokksins. „Hversu lágt er hægt að leggjast í skrifum þegar menn tala um að útiloka stjórnmálaafl, fjöldahreyfingu, 12.000 manns frá því að eiga þátt í að móta sameiginlega framtíð okkar Íslendinga?“ skrifar Sigurður Ingi á Facebook síðu sinni. „Hvar er umburðarlyndið fyrir ólíkum skoðunum og lífsviðhorfum? Hvert erum við eiginlega komin sem þjóð þegar baksíða þess blaðs, sem auglýsir sig „sem mest lesna blað landsins“ birtir grein um að „losna við“ slíka fjöldahreyfingu. Hvaða hóp á næst að „losna við“?“ Hann segir að sá sem skrifi slíkt þekki ekki Framsóknarflokkinn og því aldrei kynnst því góða fólki sem í honum er. „Þeir sem hafa valið að starfa í Framsóknarflokkum vilja standa vörð um lýðræðið og setja manninn og velferð hans í öndvegi. Fólk velur að fara í flokksstarf til að starfa að ákveðnum hugsjónum. Það þýðir ekki að við þurfum að vera sammála um alla skapaða hluti, án rökræðunnar verður engin framþróun. Við sem í flokknum erum tökum málefnalegar umræður og komust að niðurstöðu og göngum óhikað til verks til að vinna að markmiðum um að bæta samfélagið fyrir fólkið í landinu. Sá sem slíkt skrifar þekkir ekki samofna sögu framþróunar íslensks samfélags og framlag Framsóknarflokksins á þeirri braut,“ skrifar Sigurður Ingi. „Það er dapurlegt að sjá að í huga viðkomandi sé ekki pláss fyrir fjölbreytt samfélag sem byggir á lýðræðislegum vinnubrögðum.“Færslu Sigurðar Inga má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist ekki á allt sáttur við Þórarin Þórarinsson, bakþankahöfund Fréttablaðsins, fyrir pistil hans í dag. Hann spyr hversu lágt sé hægt að leggjast í skrifum þegar fólk talar um að útiloka fjöldahreyfingu 12 þúsund manns. Í bakþönkum sínum í dag skrifar Þórarinn um raunir sínar tengdar Framsóknarflokknum, sem hann kallar hundrað ára meinsemd. „Ég fæddist daginn sem Viðreisnarstjórnin féll. Við tóku „Framsóknaráratugirnir“ og flokkurinn var í ríkisstjórnum frá 1971 til 1991. Öll mín mótunarár. Orsakasamhengið er augljóst og ég kenni flokknum, frekar en sjálfum mér, um að ég er þunglyndur alkóhólisti og útbrunninn blaðamaður,“ skrifar Þórarinn.Sjá einnig:Framsókn og ég Hann segist aldrei hafa skráður í Framsóknarflokkinn en að hann hafi engu að síður fæðst inn í hann og eytt allri ævinni í að sverja hann af sér. „Ég er skírður í höfuðið á afa mínum. Hann sat á þingi fyrir flokkinn í nítján ár og ritstýrði málgagni hans í rúma hálfa öld. Afi var Tíma-Tóti og vann náið með Hriflu-Jónasi, Hermanni, Eysteini, Óla Jó. og Steingrími.“ Þá segir Þórarinn að fólk ætti að gefa Framsóknarflokknum frí svo hann geti átt áhyggjulaust ævikvöld. „Ég og þjóðin öll eigum eftir 100 ár skilið að fá að vera við sjálf. Í friði fyrir Framsókn.“Engin framþróun án rökræðu Eitthvað virðist pistill Þórarins hafa farið öfugt ofan í Sigurð Inga, formann Framsóknarflokksins. „Hversu lágt er hægt að leggjast í skrifum þegar menn tala um að útiloka stjórnmálaafl, fjöldahreyfingu, 12.000 manns frá því að eiga þátt í að móta sameiginlega framtíð okkar Íslendinga?“ skrifar Sigurður Ingi á Facebook síðu sinni. „Hvar er umburðarlyndið fyrir ólíkum skoðunum og lífsviðhorfum? Hvert erum við eiginlega komin sem þjóð þegar baksíða þess blaðs, sem auglýsir sig „sem mest lesna blað landsins“ birtir grein um að „losna við“ slíka fjöldahreyfingu. Hvaða hóp á næst að „losna við“?“ Hann segir að sá sem skrifi slíkt þekki ekki Framsóknarflokkinn og því aldrei kynnst því góða fólki sem í honum er. „Þeir sem hafa valið að starfa í Framsóknarflokkum vilja standa vörð um lýðræðið og setja manninn og velferð hans í öndvegi. Fólk velur að fara í flokksstarf til að starfa að ákveðnum hugsjónum. Það þýðir ekki að við þurfum að vera sammála um alla skapaða hluti, án rökræðunnar verður engin framþróun. Við sem í flokknum erum tökum málefnalegar umræður og komust að niðurstöðu og göngum óhikað til verks til að vinna að markmiðum um að bæta samfélagið fyrir fólkið í landinu. Sá sem slíkt skrifar þekkir ekki samofna sögu framþróunar íslensks samfélags og framlag Framsóknarflokksins á þeirri braut,“ skrifar Sigurður Ingi. „Það er dapurlegt að sjá að í huga viðkomandi sé ekki pláss fyrir fjölbreytt samfélag sem byggir á lýðræðislegum vinnubrögðum.“Færslu Sigurðar Inga má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent