Formenn flokka útiloka samstarf við Sigmund ekki fyrir fram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins við undirritun stjórnarsáttmála árið 2013. Vísir/GVA Þeir formenn flokka sem Fréttablaðið ræddi við í gær útiloka ekki ríkisstjórnarsamstarf við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Fremur vilja þeir bíða og sjá stefnu flokksins, sem hefur ekki verið birt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekkert vita um stefnu Miðflokksins. „Það hefur ekki komið fram fyrir hvað hann stendur. Ég ætla að gefa mér tíma til að sjá það. Við tökum afstöðu í þessu út frá málefnum,“ segir Katrín. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Ég hef ekki séð stefnu Miðflokks Sigmundar Davíðs þannig að ég teldi glannalegt að vera að alhæfa um fólk og stefnu áður en hún kemur fram,“ segir Logi og bætir því við að Wintrismálið hjálpi ekki möguleikum á samstarfi.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.„Ég vil leyfa flokknum að njóta þess sannmælis að hann leggi fram stefnu sína áður en ég dæmi flokkinn. En iðrunarleysi Sigmundar Davíðs mun ekki hjálpa honum í viðræðum við aðra flokka,“ segir Logi enn fremur. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að flokkurinn hafi sett sér þá stefnu að málefnin ráði för og því verði flokkar ekki útilokaðir fyrir fram. „Það sem mun vega þyngst er hver stefnumunurinn verður á flokkunum. Ef svo vill til að hann tekur upp mjög frjálslynda og víðsýna stefnuskrá, og er til í að berjast fyrir stöðugu gengi og lægri vöxtum, gæti verið kominn samstarfsgrundvöllur,“ segir Benedikt.Benedikt Jóhannesson, formaður ViðreisnarSmári McCarthy, þingmaður Pírata, segir flokkinn ekki hafa rætt Miðflokkinn, ekki hafi verið tilefni til þeirrar umræðu. Hann segir Wintrismálið ekki hjálpa Sigmundi Davíð. „Það er ómögulegt að það mál, og það form siðferðisskorts sem birtist í því máli, muni ekki hafa áhrif á afstöðu okkar til samstarfs,“ segir Smári. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist tilbúin að vinna með hverjum þeim sem vill útrýma fátækt á Íslandi. „Við viljum afnema verðtryggingu, frítekjumark og okurvexti og útrýma fátækt og störfum með öllum þeim sem vilja hjálpa okkur að breyta þessu samfélagi,“ segir Inga. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar við vinnslu fréttarinnar. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins sagðist Bjarni tilbúinn að vinna með öllum sem vilja halda áfram með þau góðu verkefni sem hafi verið unnin á undanförnum árum. Þá sagðist Sigurður Ingi vilja vinna með þeim sem vildu meðal annars efla samgöngu-, heilbrigðis- og menntakerfið og bæta kjör þeirra sem lakast standa. Óttarr sagðist ekki tilbúinn að vinna með þeim sem ala á hatri eða rasisma og sagði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ólíklegt. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Þeir formenn flokka sem Fréttablaðið ræddi við í gær útiloka ekki ríkisstjórnarsamstarf við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Fremur vilja þeir bíða og sjá stefnu flokksins, sem hefur ekki verið birt. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekkert vita um stefnu Miðflokksins. „Það hefur ekki komið fram fyrir hvað hann stendur. Ég ætla að gefa mér tíma til að sjá það. Við tökum afstöðu í þessu út frá málefnum,“ segir Katrín. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Ég hef ekki séð stefnu Miðflokks Sigmundar Davíðs þannig að ég teldi glannalegt að vera að alhæfa um fólk og stefnu áður en hún kemur fram,“ segir Logi og bætir því við að Wintrismálið hjálpi ekki möguleikum á samstarfi.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.„Ég vil leyfa flokknum að njóta þess sannmælis að hann leggi fram stefnu sína áður en ég dæmi flokkinn. En iðrunarleysi Sigmundar Davíðs mun ekki hjálpa honum í viðræðum við aðra flokka,“ segir Logi enn fremur. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að flokkurinn hafi sett sér þá stefnu að málefnin ráði för og því verði flokkar ekki útilokaðir fyrir fram. „Það sem mun vega þyngst er hver stefnumunurinn verður á flokkunum. Ef svo vill til að hann tekur upp mjög frjálslynda og víðsýna stefnuskrá, og er til í að berjast fyrir stöðugu gengi og lægri vöxtum, gæti verið kominn samstarfsgrundvöllur,“ segir Benedikt.Benedikt Jóhannesson, formaður ViðreisnarSmári McCarthy, þingmaður Pírata, segir flokkinn ekki hafa rætt Miðflokkinn, ekki hafi verið tilefni til þeirrar umræðu. Hann segir Wintrismálið ekki hjálpa Sigmundi Davíð. „Það er ómögulegt að það mál, og það form siðferðisskorts sem birtist í því máli, muni ekki hafa áhrif á afstöðu okkar til samstarfs,“ segir Smári. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist tilbúin að vinna með hverjum þeim sem vill útrýma fátækt á Íslandi. „Við viljum afnema verðtryggingu, frítekjumark og okurvexti og útrýma fátækt og störfum með öllum þeim sem vilja hjálpa okkur að breyta þessu samfélagi,“ segir Inga. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar við vinnslu fréttarinnar. Í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins sagðist Bjarni tilbúinn að vinna með öllum sem vilja halda áfram með þau góðu verkefni sem hafi verið unnin á undanförnum árum. Þá sagðist Sigurður Ingi vilja vinna með þeim sem vildu meðal annars efla samgöngu-, heilbrigðis- og menntakerfið og bæta kjör þeirra sem lakast standa. Óttarr sagðist ekki tilbúinn að vinna með þeim sem ala á hatri eða rasisma og sagði samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ólíklegt.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira