Sigrún Stefánsdóttir greinir frá reynslu sinni af heimilisofbeldi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2017 22:03 Sigrún Stefánsdóttir segist hafa átt öll sín bestu ár eftir að hafa lent í heimilisofbeldi. Hún hafi nýtt reynsluna til að byggja sig upp. Visir/stefán karlsson „Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd. Ég fór að lesa texta,“ þetta segir Dr. Sigrún Stefánsdóttir, kennari og fyrrum fréttamaður í áhrifamikilli frásögn í söfnunarþættinum Á allra vörum sem sýndur var á RÚV um viðvarandi heimilisofbeldi sem hún bjó við um skeið. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún opni sig um reynslu sína af heimilisofbeldi sé til þess að varpa ljósi á okkar eigin fordóma. Fólk sé gjarnt á að kenna þolendum heimilisofbeldis um ofbeldið og að þá séu fyrirferðamiklar ranghugmyndir sem lúta að því að þolandi heimilisofbeldis sé „ákveðin týpa“ eins Sigrún orðaði það. Það sé aftur á móti fjarri sanni því hver sem er geti lent í heimilisofbeldi.Mátti búast við ofbeldi ef hún var of sýnilegAðspurð hvort hún hafi greint ákveðið ofbeldismynstur svarar Sigrún játandi: „Ég var náttúrulega í sýnilegri vinnu. Ég var að gera sjónvarpsþætti og sjónvarpsfréttir og ef ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi að þá mátti ég búast við hverju sem var,“ segir Sigrún sem beinir sjónum að því hvernig ofbeldið heima fyrir varð þess valdandi að hún fór að draga sig í hlé í vinnunni: „Mér brá dálítið þegar einn kunningi sem kom til mín og sagði Sigrún, ertu hætt að vinna í sjónvarpinu? Þá var ég orðin svo ósýnileg og svo lítil inni í mér að ég var að reyna að vernda sjálfa mig með því að sjást ekki.“Sigrún segir að svo mikið hafi gengið á að hún hafi loksins náð kjarkinum og farið.Visir.is/Stefán KarlssonHún segir að áður fyrr hafi hún sjálf verið haldin fordómum í garð þolenda heimilisofbeldis. Það hafi ekki verið fyrr en hún lenti sjálf í heimilisofbeldi sem henni varð ljóst hvers vegna þolendur eiga erfitt með að fara úr þessum erfiðu aðstæðum: „Ég bara allt í einu upplifði það að ég gat ekki drifið mig út úr því, það er meira en að segja það. Maður heldur að allt sé sjálfum manni að kenna og sjálfstraustið brotnar niður og mér fannst ég vera föst og ég vildi ekki tala um þetta,“ segir Sigrún.Sterkari einstaklingur í dagSigrún greinir frá því hvernig hún losnaði loksins úr viðjum ofbeldissambandsins. „Ég var nógu sterk til þess að fara út úr því áður en var búið að brjóta mig alveg niður. Það gekk svo mikið á að ég hugsaði „hingað og ekki lengra“ þannig að ég fer,“ segir Sigrún sem hefur nýtt þessa erfiðu reynslu til að byggja sjálfa sig upp. Hún segir þetta jafnvel hafa gert sig að sterkari einstaklingi því hún hafi í dag meiri skilning á erfiðum aðstæðum fólks. Skilaboð Sigrúnar til kvenna sem hafa búið við ofbeldi eru skýr: Ekki leyfa þeim sem hefur valdið vanlíðan og beitt ofbeldi að eyðileggja lífið til frambúðar. „Þetta gerðist og ég ætla að halda áfram og ég ætla að byggja upp líf mitt. Það er eiginlega það sem maður þarf að gera,“ segir Sigrún að lokum. Fjölmargir skoruðu á Sigrúnu Stefánsdóttur að bjóða sig fram til forseta í síðustu forsetakosningum og á þessu ári var hún sæmd riddarakrossinum fyrir framlag sitt til íslenskra fjölmiðla og fræðasamfélags. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
„Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd. Ég fór að lesa texta,“ þetta segir Dr. Sigrún Stefánsdóttir, kennari og fyrrum fréttamaður í áhrifamikilli frásögn í söfnunarþættinum Á allra vörum sem sýndur var á RÚV um viðvarandi heimilisofbeldi sem hún bjó við um skeið. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún opni sig um reynslu sína af heimilisofbeldi sé til þess að varpa ljósi á okkar eigin fordóma. Fólk sé gjarnt á að kenna þolendum heimilisofbeldis um ofbeldið og að þá séu fyrirferðamiklar ranghugmyndir sem lúta að því að þolandi heimilisofbeldis sé „ákveðin týpa“ eins Sigrún orðaði það. Það sé aftur á móti fjarri sanni því hver sem er geti lent í heimilisofbeldi.Mátti búast við ofbeldi ef hún var of sýnilegAðspurð hvort hún hafi greint ákveðið ofbeldismynstur svarar Sigrún játandi: „Ég var náttúrulega í sýnilegri vinnu. Ég var að gera sjónvarpsþætti og sjónvarpsfréttir og ef ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi að þá mátti ég búast við hverju sem var,“ segir Sigrún sem beinir sjónum að því hvernig ofbeldið heima fyrir varð þess valdandi að hún fór að draga sig í hlé í vinnunni: „Mér brá dálítið þegar einn kunningi sem kom til mín og sagði Sigrún, ertu hætt að vinna í sjónvarpinu? Þá var ég orðin svo ósýnileg og svo lítil inni í mér að ég var að reyna að vernda sjálfa mig með því að sjást ekki.“Sigrún segir að svo mikið hafi gengið á að hún hafi loksins náð kjarkinum og farið.Visir.is/Stefán KarlssonHún segir að áður fyrr hafi hún sjálf verið haldin fordómum í garð þolenda heimilisofbeldis. Það hafi ekki verið fyrr en hún lenti sjálf í heimilisofbeldi sem henni varð ljóst hvers vegna þolendur eiga erfitt með að fara úr þessum erfiðu aðstæðum: „Ég bara allt í einu upplifði það að ég gat ekki drifið mig út úr því, það er meira en að segja það. Maður heldur að allt sé sjálfum manni að kenna og sjálfstraustið brotnar niður og mér fannst ég vera föst og ég vildi ekki tala um þetta,“ segir Sigrún.Sterkari einstaklingur í dagSigrún greinir frá því hvernig hún losnaði loksins úr viðjum ofbeldissambandsins. „Ég var nógu sterk til þess að fara út úr því áður en var búið að brjóta mig alveg niður. Það gekk svo mikið á að ég hugsaði „hingað og ekki lengra“ þannig að ég fer,“ segir Sigrún sem hefur nýtt þessa erfiðu reynslu til að byggja sjálfa sig upp. Hún segir þetta jafnvel hafa gert sig að sterkari einstaklingi því hún hafi í dag meiri skilning á erfiðum aðstæðum fólks. Skilaboð Sigrúnar til kvenna sem hafa búið við ofbeldi eru skýr: Ekki leyfa þeim sem hefur valdið vanlíðan og beitt ofbeldi að eyðileggja lífið til frambúðar. „Þetta gerðist og ég ætla að halda áfram og ég ætla að byggja upp líf mitt. Það er eiginlega það sem maður þarf að gera,“ segir Sigrún að lokum. Fjölmargir skoruðu á Sigrúnu Stefánsdóttur að bjóða sig fram til forseta í síðustu forsetakosningum og á þessu ári var hún sæmd riddarakrossinum fyrir framlag sitt til íslenskra fjölmiðla og fræðasamfélags.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira