Verja á 25 milljónum í æskuslóðir Jóns forseta Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2017 06:00 Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson fæddist 17. júní 1811. Fréttablaðið/Jón Sigurður Gert er ráð fyrir að verja 25 milljónum króna í endurbætur og viðhald á húsnæði, eignum og jörð á Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson, oft nefndur Jón forseti, er fæddur og uppalinn. Í dag er þar menningarsetur og safn til heiðurs Jóni en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018 hefur forsætisráðuneytið eyrnamerkt áðurnefnda upphæð til endurbóta og viðhalds þar. Málefni Hrafnseyrar heyrðu áður undir mennta- og menningarmálaráðuneytið en heyra nú undir forsætisráðuneytið í kjölfar forsetaúrskurðar í janúar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Fleira forsetatengt er að finna í fjárlagafrumvarpinu hjá forsætisráðuneytinu. Þannig kemur fram að gert sé ráð fyrir 30 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum vegna framkvæmda við „heimreið og heimasvæði á Bessastöðum“. Viðhaldsþörfin á forsetabústaðnum á Bessastöðum hefur verið nokkur á umliðnum árum en í fyrra voru veittar 7 milljónir króna í að uppfæra öryggismyndavélar á svæðinu. Árið 2016 voru veittar 22,5 milljónir í að sinna uppsafnaðri viðhaldsþörf á Bessastöðum eins og heilmálun, viðgerðum á gluggum og endurnýjun á gleri, viðgerð og endurnýjun gólfefna og viðhaldi á öryggis- og húskerfi og fjarskiptalögnum Bessastaða. Enn á ný er gert ráð fyrir að forsætisráðuneytið verji umtalsverðum fjármunum í að styrkja öryggismál í Stjórnarráðinu. Er það gert í samræmi við tillögur Ríkislögreglustjóra en embættið veitir þó engar upplýsingar um í hverju þær tillögur felast. Árið 2016 var 15 milljónum veitt í verkefnið en í fjárlagafrumvarpinu 2018 er gert ráð fyrir 17,5 milljónum í að styrkja öryggi Stjórnarráðshússins. Þó að þegar hafi verið varið 15 milljónum í öryggismál árið 2016 þótti stjórnarráðið engu að síður ekki uppfylla nauðsynlegar öryggiskröfur þegar þjóðaröryggisráð kom saman í júní síðastliðnum. Þá fundaði ráðið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en meðal þeirra sem sæti eiga í ráðinu er ríkislögreglustjóri. Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. 12. september 2017 06:00 Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Gert er ráð fyrir að verja 25 milljónum króna í endurbætur og viðhald á húsnæði, eignum og jörð á Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson, oft nefndur Jón forseti, er fæddur og uppalinn. Í dag er þar menningarsetur og safn til heiðurs Jóni en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018 hefur forsætisráðuneytið eyrnamerkt áðurnefnda upphæð til endurbóta og viðhalds þar. Málefni Hrafnseyrar heyrðu áður undir mennta- og menningarmálaráðuneytið en heyra nú undir forsætisráðuneytið í kjölfar forsetaúrskurðar í janúar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Fleira forsetatengt er að finna í fjárlagafrumvarpinu hjá forsætisráðuneytinu. Þannig kemur fram að gert sé ráð fyrir 30 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum vegna framkvæmda við „heimreið og heimasvæði á Bessastöðum“. Viðhaldsþörfin á forsetabústaðnum á Bessastöðum hefur verið nokkur á umliðnum árum en í fyrra voru veittar 7 milljónir króna í að uppfæra öryggismyndavélar á svæðinu. Árið 2016 voru veittar 22,5 milljónir í að sinna uppsafnaðri viðhaldsþörf á Bessastöðum eins og heilmálun, viðgerðum á gluggum og endurnýjun á gleri, viðgerð og endurnýjun gólfefna og viðhaldi á öryggis- og húskerfi og fjarskiptalögnum Bessastaða. Enn á ný er gert ráð fyrir að forsætisráðuneytið verji umtalsverðum fjármunum í að styrkja öryggismál í Stjórnarráðinu. Er það gert í samræmi við tillögur Ríkislögreglustjóra en embættið veitir þó engar upplýsingar um í hverju þær tillögur felast. Árið 2016 var 15 milljónum veitt í verkefnið en í fjárlagafrumvarpinu 2018 er gert ráð fyrir 17,5 milljónum í að styrkja öryggi Stjórnarráðshússins. Þó að þegar hafi verið varið 15 milljónum í öryggismál árið 2016 þótti stjórnarráðið engu að síður ekki uppfylla nauðsynlegar öryggiskröfur þegar þjóðaröryggisráð kom saman í júní síðastliðnum. Þá fundaði ráðið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en meðal þeirra sem sæti eiga í ráðinu er ríkislögreglustjóri.
Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. 12. september 2017 06:00 Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. 12. september 2017 06:00
Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00
Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15
Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45