Nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir forsetann Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 10:17 Bjarni Benediktsson og Guðni Th. Jóhannesson þegar forsetinn veitti stjórnarmyndunarumboðið í fyrra. Vísir/Eyþór Lítið annað virðist vera í stöðunni fyrir Bjarna Benediktsson en að fara á fund forseta Íslands og biðjast lausnar, segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur um þá stöðu sem er uppi í stjórnmálunum hér á landi í dag. Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í gærkvöldi. Sigurbjörg segir að fari það svo að Bjarni fari á Bessastaði til að biðjast lausnar hafi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nokkra kosti í stöðunni.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur.VísirÓvissa með stöðu Bjartrar framtíðar í ríkisstjórn Hann gæti beðið Bjarna myndi sitja áfram og að Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn verði áfram sem starfsstjórn. Óvíst er þó hvort ráðherrar Bjartrar framtíðar sætti sig við það og þá hefur þingflokkur Viðreisnar gefið út að hann vilji kjósa sem fyrst. Ljóst sé hins vegar að á landinu verði að vera starfandi ríkisstjórn í einhverjum formi. „Ef sú staða kemur upp að enginn hjá Bjartri framtíð situr áfram með þessum ráðherra getur margt verið í stöðunni. Hvort aðrir flokkar myndi tímabundna stjórn með Sjálfstæðisflokknum, og eða hvort forsetinn taki það skref að skipa utanþingsstjórn uns það verður kosið að nýju,“ segir Sigurbjörg.Forsetinn bendlaður við málið sem sprengdi ríkisstjórnina Mörgum er enn í fersku minni þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, neitaði að skrifa undir lausnarbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forseta Íslands, í apríl árið 2016 í miðju Wintris-málinu. Sigurbjörg telur ólíklegt að slíka staði komi upp miðað við það sem á undan er gengið á síðustu dögum, fari svo að Bjarni fari á fund forsetans á Bessastöðum og biðjist lausnar.Þetta þóttu helstu möguleikar á ríkisstjórnarmyndun eftir kosningarnar í fyrra. Þá neituðu flokkar að vinna með Framsóknarflokknum sem fyrir vikið er ekki á meðal möguleikanna að ofan.„Mér finnst það ekki líklegt, svona miðað við ræðu forsetans á þingsetningu og hvernig hann er bendlaður við það mál sem síðar varð til þessarar niðurstöðu sem við erum að verða vitni að í dag.“Guðni var ómyrkur í máli vegna uppreistar æru í ræðu sinni við setningu Alþingis í vikunni og sagði að við óbreytt ástand yrði ekki unað.Kosningar í lok október ef boðað yrði til þeirra í dag Ef ákveðið yrði að boða til kosninga í dag segir Sigurbjörg að þær gætu farið fram í lok október eða byrjun nóvember. Þá kæmi upp svipuð staða og í fyrra þegar kosningabaráttan fór fram í miðri umræðu um fjárlagafrumvarp.Traustið hrundi með bönkunum Hún segir málið sem sprengdi þessa ríkisstjórn vera pólitískan skandal. „Og við erum að sjá þá nokkuð tíða í kjölfar hrunsins.“ Sigurbjörg segir allar rannsóknir og kannanir sýna að traust almennings til stjórnmálamanna og opinberra stofnanna hafa hrunið með bönkunum árið 2008 og hafi ekki náð því stigi sem sást fyrir hrun. Ekki séu miklar líkur á því að það muni nokkurn tíma ná því stigi aftur. „Við erum að horfa á allt annan almenning sem er miklu meðvitaðri um það hverjar þessar birtingarmyndir spillingar eru sem þarf að vera vakandi fyrir og taka eftir.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35 Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Þingfundi aflýst og flokkar funda Á dagskrá var umræða um fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar sem kynnt var á þriðjudagsmorgun. 15. september 2017 09:52 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Lítið annað virðist vera í stöðunni fyrir Bjarna Benediktsson en að fara á fund forseta Íslands og biðjast lausnar, segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur um þá stöðu sem er uppi í stjórnmálunum hér á landi í dag. Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í gærkvöldi. Sigurbjörg segir að fari það svo að Bjarni fari á Bessastaði til að biðjast lausnar hafi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nokkra kosti í stöðunni.Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur.VísirÓvissa með stöðu Bjartrar framtíðar í ríkisstjórn Hann gæti beðið Bjarna myndi sitja áfram og að Sjálfstæðisflokkurinn, Björt framtíð og Viðreisn verði áfram sem starfsstjórn. Óvíst er þó hvort ráðherrar Bjartrar framtíðar sætti sig við það og þá hefur þingflokkur Viðreisnar gefið út að hann vilji kjósa sem fyrst. Ljóst sé hins vegar að á landinu verði að vera starfandi ríkisstjórn í einhverjum formi. „Ef sú staða kemur upp að enginn hjá Bjartri framtíð situr áfram með þessum ráðherra getur margt verið í stöðunni. Hvort aðrir flokkar myndi tímabundna stjórn með Sjálfstæðisflokknum, og eða hvort forsetinn taki það skref að skipa utanþingsstjórn uns það verður kosið að nýju,“ segir Sigurbjörg.Forsetinn bendlaður við málið sem sprengdi ríkisstjórnina Mörgum er enn í fersku minni þegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, neitaði að skrifa undir lausnarbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forseta Íslands, í apríl árið 2016 í miðju Wintris-málinu. Sigurbjörg telur ólíklegt að slíka staði komi upp miðað við það sem á undan er gengið á síðustu dögum, fari svo að Bjarni fari á fund forsetans á Bessastöðum og biðjist lausnar.Þetta þóttu helstu möguleikar á ríkisstjórnarmyndun eftir kosningarnar í fyrra. Þá neituðu flokkar að vinna með Framsóknarflokknum sem fyrir vikið er ekki á meðal möguleikanna að ofan.„Mér finnst það ekki líklegt, svona miðað við ræðu forsetans á þingsetningu og hvernig hann er bendlaður við það mál sem síðar varð til þessarar niðurstöðu sem við erum að verða vitni að í dag.“Guðni var ómyrkur í máli vegna uppreistar æru í ræðu sinni við setningu Alþingis í vikunni og sagði að við óbreytt ástand yrði ekki unað.Kosningar í lok október ef boðað yrði til þeirra í dag Ef ákveðið yrði að boða til kosninga í dag segir Sigurbjörg að þær gætu farið fram í lok október eða byrjun nóvember. Þá kæmi upp svipuð staða og í fyrra þegar kosningabaráttan fór fram í miðri umræðu um fjárlagafrumvarp.Traustið hrundi með bönkunum Hún segir málið sem sprengdi þessa ríkisstjórn vera pólitískan skandal. „Og við erum að sjá þá nokkuð tíða í kjölfar hrunsins.“ Sigurbjörg segir allar rannsóknir og kannanir sýna að traust almennings til stjórnmálamanna og opinberra stofnanna hafa hrunið með bönkunum árið 2008 og hafi ekki náð því stigi sem sást fyrir hrun. Ekki séu miklar líkur á því að það muni nokkurn tíma ná því stigi aftur. „Við erum að horfa á allt annan almenning sem er miklu meðvitaðri um það hverjar þessar birtingarmyndir spillingar eru sem þarf að vera vakandi fyrir og taka eftir.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35 Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55 Þingfundi aflýst og flokkar funda Á dagskrá var umræða um fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar sem kynnt var á þriðjudagsmorgun. 15. september 2017 09:52 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35
Næsta skref að Bjarni skili umboðinu til forseta Íslands Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir stórtíðindi að ræða þegar ríkisstjórn falli. Þetta er í þriðja skiptið á innan við áratug sem ríkisstjórn hrökklast frá völdum. 15. september 2017 07:55
Þingfundi aflýst og flokkar funda Á dagskrá var umræða um fjárlagafrumvarp Benedikts Jóhannessonar sem kynnt var á þriðjudagsmorgun. 15. september 2017 09:52
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06