Gætu afhent ærubréf Hjalta Sigurjóns í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 10:21 Benedikt Sveinsson, faðir forsætisráðherra, var einn þriggja sem taldi rétt að veita dæmdum kynferðisbrotamanni, þeim hlaut þyngst kynferðisbrotadóm sem fallið hefur hér á landi, uppreist æru. Vísir/Hari Til skoðunar er hjá dómsmálaráðuneytinu að afhenda fjölmiðlum bréf með tillögu ráðherra og undirskrift forseta Íslands um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar í dag. Þetta segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í samtali við Vísi. Fjölmiðlar fengu samskonar bréf í máli Robert Downey, dæmds kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru í fyrra, afhent í byrjun ágúst án vandkvæða. Fjölmiðlar hafa síðan óskað eftir bréfinu í máli Hjalta Sigurjóns og sendi Stundin fyrirspurn sína fyrir tæplega þremur vikum, án árangurs.Ætluðu að birta allt í einu Jóhannes skýrir frá því að í kjölfarið á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þriðjudag, þess efnis að dómsmálaráðuneytinu bæri að veita fjölmiðlum aðgang að stærstum hluta gagnanna í máli Robert Downey, hafi ráðuneytið ákveðið að taka saman upplýsingar um öll mál frá árinu 1995. Því hafi verið velt upp í ráðuneytinu hvort svara ætti beiðninni um bréf Hjalta fyrst eða gera allt í einu, sem hafi orðið niðurstaðan. Unnið hafi verið að því að gera gögnin í öllum málunum klár til birtingar en sjálfur hafi hann talað fyrir því, í ljósi tíðinda gærdagsins, að reynt yrði að verða við beiðni um afhendingu á bréfinu í máli Hjalta. „Það kemur kannski í ljós í dag hvort þetta eina bréf verði afhent,“ segir Jóhannes. Þá minnir hann á að það taki tíma að taka saman öll gögnin enda þurfi að afmá ýmislegt í gögnunum samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Aðspurður hvort hann viti hvaða ráðherra skrifaði undir umsóknina um uppreist æru í tilfelli Hjalta Sigurjóns Haukssonar segist Jóhannes ekki vita það. Upplýsti Bjarna um föður hans Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, var einn þeirra sem veitti Hjalta Sigurjóni góða umsögn en þrjár slíkar þarf með umsókn um uppreist æru. Sjálfur segir Benedikt að Hjalti hafi mætt með bréfið tilbúið og hann skrifað undir. Dómsmálaráðherra upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði tilkynnt forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt umsögn í máli er sneri að uppreist æru. Mánuði fyrr hafnaði dómsmálaráðuneytið aðgangi fjölmiðla að upplýsingum úr ráðuneytinu er vörðuðu mál Roberts Downey. Á umsóknarbréfi Hjalta má finna undirskrift þess dómsmálaráðherra sem skrifaði undir umsóknina, ráðuneytisstjóra og svo forseta Íslands. Ekki liggur fyrir hver var starfandi dómsmálaráðherra þegar umsókn Hjalta var tekin fyrir í fyrra. Ólöf Nordal heitin skrifaði undir umsókn Roberts Downey en hún var töluvert frá vinnu í fyrra vegna veikinda sinna.Uppfært klukkan 12:42 Jóhannes segir í samtali við fréttastofu að bréfið verði ekki afhent fyrr en eftir helgi. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira
Til skoðunar er hjá dómsmálaráðuneytinu að afhenda fjölmiðlum bréf með tillögu ráðherra og undirskrift forseta Íslands um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar í dag. Þetta segir Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í samtali við Vísi. Fjölmiðlar fengu samskonar bréf í máli Robert Downey, dæmds kynferðisbrotamanns sem fékk uppreist æru í fyrra, afhent í byrjun ágúst án vandkvæða. Fjölmiðlar hafa síðan óskað eftir bréfinu í máli Hjalta Sigurjóns og sendi Stundin fyrirspurn sína fyrir tæplega þremur vikum, án árangurs.Ætluðu að birta allt í einu Jóhannes skýrir frá því að í kjölfarið á úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál á þriðjudag, þess efnis að dómsmálaráðuneytinu bæri að veita fjölmiðlum aðgang að stærstum hluta gagnanna í máli Robert Downey, hafi ráðuneytið ákveðið að taka saman upplýsingar um öll mál frá árinu 1995. Því hafi verið velt upp í ráðuneytinu hvort svara ætti beiðninni um bréf Hjalta fyrst eða gera allt í einu, sem hafi orðið niðurstaðan. Unnið hafi verið að því að gera gögnin í öllum málunum klár til birtingar en sjálfur hafi hann talað fyrir því, í ljósi tíðinda gærdagsins, að reynt yrði að verða við beiðni um afhendingu á bréfinu í máli Hjalta. „Það kemur kannski í ljós í dag hvort þetta eina bréf verði afhent,“ segir Jóhannes. Þá minnir hann á að það taki tíma að taka saman öll gögnin enda þurfi að afmá ýmislegt í gögnunum samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Aðspurður hvort hann viti hvaða ráðherra skrifaði undir umsóknina um uppreist æru í tilfelli Hjalta Sigurjóns Haukssonar segist Jóhannes ekki vita það. Upplýsti Bjarna um föður hans Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, var einn þeirra sem veitti Hjalta Sigurjóni góða umsögn en þrjár slíkar þarf með umsókn um uppreist æru. Sjálfur segir Benedikt að Hjalti hafi mætt með bréfið tilbúið og hann skrifað undir. Dómsmálaráðherra upplýsti í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hún hefði tilkynnt forsætisráðherra í júlí að faðir hans hefði veitt umsögn í máli er sneri að uppreist æru. Mánuði fyrr hafnaði dómsmálaráðuneytið aðgangi fjölmiðla að upplýsingum úr ráðuneytinu er vörðuðu mál Roberts Downey. Á umsóknarbréfi Hjalta má finna undirskrift þess dómsmálaráðherra sem skrifaði undir umsóknina, ráðuneytisstjóra og svo forseta Íslands. Ekki liggur fyrir hver var starfandi dómsmálaráðherra þegar umsókn Hjalta var tekin fyrir í fyrra. Ólöf Nordal heitin skrifaði undir umsókn Roberts Downey en hún var töluvert frá vinnu í fyrra vegna veikinda sinna.Uppfært klukkan 12:42 Jóhannes segir í samtali við fréttastofu að bréfið verði ekki afhent fyrr en eftir helgi.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Sjá meira