Benedikt Jóhannesson mun ekki svara fyrir flokkinn í málum er varða uppreist æru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2017 00:08 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, felur Þorsteini Víglundssyni og Hönnu Katrínu Friðriksson að svara fyrir hönd flokksins í málum uppreist æru. Vísir/Vilhelm Á fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar, sem haldinn var síðdegis, ákvað Benedikt Jóhannesson, að eigin frumkvæði, að fela öðrum það að svara fyrir hönd Viðreisnar í málum er varða uppreist æru.Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu. Ákvörðunina tekur Benedikt vegna vensla við Benedikt Sveinsson sem mælti með því að Hjalti Sigurjón Hauksson hlyti uppreist æru. Benedikt Sveinsson er, eins og áður hefur komið fram, faðir forsætisráðherra. „Hann tilkynnti það við upphaf fundar ráðgjafaráðs í dag að hann teldi að í ljósi sinna tengsla við aðila máls að þá væri réttast og heppilegast að hann væri ekki talsmaður flokksins í þessu tiltekna máli,” segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Vísi.’Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra talar um vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrota.vísir/ernirÞorsteinn segir einnig að hann sjálfur og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, myndu taka við af Benedikt sem talsmenn Viðreisnar í þessum málum. Benedikt bar upp tillögu þessa. Þorsteinn vill árétta það að af hálfu fundarmanna nyti Benedikt fulls trausts sem formaður og engar efasemdir væru þar að lútandi.Vilja ganga til kosninga„Atburðarásin hefur verið gríðarlega hröð og staðan er alvarleg,” segir Þorsteinn sem segir brýnt að leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. „Sú afstaða okkar er ítrekuð að við þessar kringumstæður væri réttast að ganga til kosninga. Um leið er nauðsynlegt, vegna þessa máls alls, ekki síst vegna brotaþola í málinu, að það yrði tekið til gagngerrar skoðunar, kannað ofan í kjölinn og allar upplýsingar lagðar á borð,” segir Þorsteinn.Vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrotaSpurður hvort hann sé sama sinnis og flokkssystir hans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sagði á Twittersíðu sinni að stjórnarslitin sýndu að fólk hefði fengið nóg af leyndarhyggjukerfi þar sem “ofbeldi gegn konum og börnum er tekið af léttúð og andvaraleysi,” svarar Þorsteinn að það sé vaxandi óþol í samfélaginu gagnvart meðhöndlun slíkra mála. „Í þessum tilteknu málum verður það bara að vera alveg skýrt að allar upplýsingar sem máli skipta hafi verið veittar og liggi fyrir þannig að maður geti tekið afstöðu til málsmeðhöndlunar stjórnvalda og það er auðvitað kjarni málsins í þessu.”Ekki náðist í Benedikt Jóhannesson við gerð þessarar fréttar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira
Á fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar, sem haldinn var síðdegis, ákvað Benedikt Jóhannesson, að eigin frumkvæði, að fela öðrum það að svara fyrir hönd Viðreisnar í málum er varða uppreist æru.Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu. Ákvörðunina tekur Benedikt vegna vensla við Benedikt Sveinsson sem mælti með því að Hjalti Sigurjón Hauksson hlyti uppreist æru. Benedikt Sveinsson er, eins og áður hefur komið fram, faðir forsætisráðherra. „Hann tilkynnti það við upphaf fundar ráðgjafaráðs í dag að hann teldi að í ljósi sinna tengsla við aðila máls að þá væri réttast og heppilegast að hann væri ekki talsmaður flokksins í þessu tiltekna máli,” segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Vísi.’Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra talar um vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrota.vísir/ernirÞorsteinn segir einnig að hann sjálfur og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, myndu taka við af Benedikt sem talsmenn Viðreisnar í þessum málum. Benedikt bar upp tillögu þessa. Þorsteinn vill árétta það að af hálfu fundarmanna nyti Benedikt fulls trausts sem formaður og engar efasemdir væru þar að lútandi.Vilja ganga til kosninga„Atburðarásin hefur verið gríðarlega hröð og staðan er alvarleg,” segir Þorsteinn sem segir brýnt að leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. „Sú afstaða okkar er ítrekuð að við þessar kringumstæður væri réttast að ganga til kosninga. Um leið er nauðsynlegt, vegna þessa máls alls, ekki síst vegna brotaþola í málinu, að það yrði tekið til gagngerrar skoðunar, kannað ofan í kjölinn og allar upplýsingar lagðar á borð,” segir Þorsteinn.Vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrotaSpurður hvort hann sé sama sinnis og flokkssystir hans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sagði á Twittersíðu sinni að stjórnarslitin sýndu að fólk hefði fengið nóg af leyndarhyggjukerfi þar sem “ofbeldi gegn konum og börnum er tekið af léttúð og andvaraleysi,” svarar Þorsteinn að það sé vaxandi óþol í samfélaginu gagnvart meðhöndlun slíkra mála. „Í þessum tilteknu málum verður það bara að vera alveg skýrt að allar upplýsingar sem máli skipta hafi verið veittar og liggi fyrir þannig að maður geti tekið afstöðu til málsmeðhöndlunar stjórnvalda og það er auðvitað kjarni málsins í þessu.”Ekki náðist í Benedikt Jóhannesson við gerð þessarar fréttar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Sjá meira