Benedikt Jóhannesson mun ekki svara fyrir flokkinn í málum er varða uppreist æru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2017 00:08 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, felur Þorsteini Víglundssyni og Hönnu Katrínu Friðriksson að svara fyrir hönd flokksins í málum uppreist æru. Vísir/Vilhelm Á fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar, sem haldinn var síðdegis, ákvað Benedikt Jóhannesson, að eigin frumkvæði, að fela öðrum það að svara fyrir hönd Viðreisnar í málum er varða uppreist æru.Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu. Ákvörðunina tekur Benedikt vegna vensla við Benedikt Sveinsson sem mælti með því að Hjalti Sigurjón Hauksson hlyti uppreist æru. Benedikt Sveinsson er, eins og áður hefur komið fram, faðir forsætisráðherra. „Hann tilkynnti það við upphaf fundar ráðgjafaráðs í dag að hann teldi að í ljósi sinna tengsla við aðila máls að þá væri réttast og heppilegast að hann væri ekki talsmaður flokksins í þessu tiltekna máli,” segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Vísi.’Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra talar um vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrota.vísir/ernirÞorsteinn segir einnig að hann sjálfur og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, myndu taka við af Benedikt sem talsmenn Viðreisnar í þessum málum. Benedikt bar upp tillögu þessa. Þorsteinn vill árétta það að af hálfu fundarmanna nyti Benedikt fulls trausts sem formaður og engar efasemdir væru þar að lútandi.Vilja ganga til kosninga„Atburðarásin hefur verið gríðarlega hröð og staðan er alvarleg,” segir Þorsteinn sem segir brýnt að leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. „Sú afstaða okkar er ítrekuð að við þessar kringumstæður væri réttast að ganga til kosninga. Um leið er nauðsynlegt, vegna þessa máls alls, ekki síst vegna brotaþola í málinu, að það yrði tekið til gagngerrar skoðunar, kannað ofan í kjölinn og allar upplýsingar lagðar á borð,” segir Þorsteinn.Vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrotaSpurður hvort hann sé sama sinnis og flokkssystir hans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sagði á Twittersíðu sinni að stjórnarslitin sýndu að fólk hefði fengið nóg af leyndarhyggjukerfi þar sem “ofbeldi gegn konum og börnum er tekið af léttúð og andvaraleysi,” svarar Þorsteinn að það sé vaxandi óþol í samfélaginu gagnvart meðhöndlun slíkra mála. „Í þessum tilteknu málum verður það bara að vera alveg skýrt að allar upplýsingar sem máli skipta hafi verið veittar og liggi fyrir þannig að maður geti tekið afstöðu til málsmeðhöndlunar stjórnvalda og það er auðvitað kjarni málsins í þessu.”Ekki náðist í Benedikt Jóhannesson við gerð þessarar fréttar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Á fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar, sem haldinn var síðdegis, ákvað Benedikt Jóhannesson, að eigin frumkvæði, að fela öðrum það að svara fyrir hönd Viðreisnar í málum er varða uppreist æru.Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá þessu. Ákvörðunina tekur Benedikt vegna vensla við Benedikt Sveinsson sem mælti með því að Hjalti Sigurjón Hauksson hlyti uppreist æru. Benedikt Sveinsson er, eins og áður hefur komið fram, faðir forsætisráðherra. „Hann tilkynnti það við upphaf fundar ráðgjafaráðs í dag að hann teldi að í ljósi sinna tengsla við aðila máls að þá væri réttast og heppilegast að hann væri ekki talsmaður flokksins í þessu tiltekna máli,” segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra í samtali við Vísi.’Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra talar um vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrota.vísir/ernirÞorsteinn segir einnig að hann sjálfur og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, myndu taka við af Benedikt sem talsmenn Viðreisnar í þessum málum. Benedikt bar upp tillögu þessa. Þorsteinn vill árétta það að af hálfu fundarmanna nyti Benedikt fulls trausts sem formaður og engar efasemdir væru þar að lútandi.Vilja ganga til kosninga„Atburðarásin hefur verið gríðarlega hröð og staðan er alvarleg,” segir Þorsteinn sem segir brýnt að leysa úr þeirri stöðu sem komin er upp. „Sú afstaða okkar er ítrekuð að við þessar kringumstæður væri réttast að ganga til kosninga. Um leið er nauðsynlegt, vegna þessa máls alls, ekki síst vegna brotaþola í málinu, að það yrði tekið til gagngerrar skoðunar, kannað ofan í kjölinn og allar upplýsingar lagðar á borð,” segir Þorsteinn.Vaxandi óþol gagnvart meðhöndlun kynferðisbrotaSpurður hvort hann sé sama sinnis og flokkssystir hans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem sagði á Twittersíðu sinni að stjórnarslitin sýndu að fólk hefði fengið nóg af leyndarhyggjukerfi þar sem “ofbeldi gegn konum og börnum er tekið af léttúð og andvaraleysi,” svarar Þorsteinn að það sé vaxandi óþol í samfélaginu gagnvart meðhöndlun slíkra mála. „Í þessum tilteknu málum verður það bara að vera alveg skýrt að allar upplýsingar sem máli skipta hafi verið veittar og liggi fyrir þannig að maður geti tekið afstöðu til málsmeðhöndlunar stjórnvalda og það er auðvitað kjarni málsins í þessu.”Ekki náðist í Benedikt Jóhannesson við gerð þessarar fréttar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira