Innlent

Svona var dagurinn á Bessastöðum

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Eyþór
Uppfært 17:40 Fundunum er lokið í dag. Hér fyrir neðan er hægt að lesa beina textalýsingu Vísis frá atburðum dagsins á Bessastöðum.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mun eiga fundi með forystumönnum stjórnmálaflokka, sem eiga fulltrúa á Alþingi, á Bessastöðum á í dag loknum fundi með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins.

Guðni og Bjarni munu funda klukkan 11 á Bessastöðum þar sem Bjarni mun biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti.

Guðni mun síðan funda með forystumönnum annarra flokka á Alþingi en röðunin er eftirfarandi:

Klukkan 13:00 á forseti fund með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs

Klukkan 13:45 á hann fund með Birgittu Jónsdóttur, formanni þingflokks Pírata

Klukkan 14:30 er fundur forseta með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins

Klukkan 15:15 á forseti fund með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar

Klukkan 16:00 hefst fundur forseta með Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar

Klukkan 16:45 á forseti fund með Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar.

Fylgst verður með gangi mála á vaktinni hér á Vísi en bein útsending verður frá Bessastöðum þegar dregur til tíðinda og formenn flokkanna ræða við fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira
×