Þarf mjög sterk rök til að loka þinghaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2017 10:38 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins vísir/stefán Formaður Blaðamannafélagsins segir að mjög sterk rök þurfi að vera til að hafa þinghald lokað. Dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen tilkynnti í morgun að skýrslutaka yfir þýskum réttarmeinafræðingi, Sebastian Kuntz, myndi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur, sem stutt hefur við bakið á aðstandendum Birnu Brjánsdóttur, skrifaði skilaboð að beiðni foreldra Birnu á Facebook. „Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.“ Skilaboðin fóru í mikla dreifingu en á sjöunda þúsund manns dreifðu þeim. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Skylda að koma upplýsingum á framfæri Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, er ekki sammála þessum sjónarmiðum þótt um óhemju sorglegan atburð sé að ræða. „Maður getur skilið lokuð þinghöld eins og í kynferðisbrotamálum og þar sem börn eiga í hlut,“ segir Hjálmar. Þetta sé hins vegar mjög heitt fréttamál og ekki óeðlilegt að sýna því áhuga. „Það er skylda fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri, þótt hún sé oft þungbær eins og ég þekki af eigin reynslu sem blaðamaður í aldarfjórðung.“ Hann bendir á að skýrsla réttarmeinafræðings sem krufði líkið hljóti að skipta miklu máli upp á framvindu málsins. Þær upplýsingar hljóti að eiga erindi við almenning.Krafa um upplýsingar „Þetta er lykilatriði í málsmeðferðinni. Ef hann (dómsformaðurinn) metur það svo að þetta sé svo viðkvæmt að fjölmiðlar geti ekki verið í dómssalnum þá hlýtur að vera gerð sú krafa til dómara að koma því sem fram kom á framfæri í einhvers konar samantekt.“ Það sé lykilatriði fyrir lýðræðislegt samfélag að dómshald sé opið. „Ég skil það sjónarmið að umfjöllun sé þungbær fyrir aðstandendur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorglegi atburður gerðist. Fjölmiðlar eru að framfylgja sínu hlutverki og skyldu.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins segir að mjög sterk rök þurfi að vera til að hafa þinghald lokað. Dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen tilkynnti í morgun að skýrslutaka yfir þýskum réttarmeinafræðingi, Sebastian Kuntz, myndi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur, sem stutt hefur við bakið á aðstandendum Birnu Brjánsdóttur, skrifaði skilaboð að beiðni foreldra Birnu á Facebook. „Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.“ Skilaboðin fóru í mikla dreifingu en á sjöunda þúsund manns dreifðu þeim. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Skylda að koma upplýsingum á framfæri Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, er ekki sammála þessum sjónarmiðum þótt um óhemju sorglegan atburð sé að ræða. „Maður getur skilið lokuð þinghöld eins og í kynferðisbrotamálum og þar sem börn eiga í hlut,“ segir Hjálmar. Þetta sé hins vegar mjög heitt fréttamál og ekki óeðlilegt að sýna því áhuga. „Það er skylda fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri, þótt hún sé oft þungbær eins og ég þekki af eigin reynslu sem blaðamaður í aldarfjórðung.“ Hann bendir á að skýrsla réttarmeinafræðings sem krufði líkið hljóti að skipta miklu máli upp á framvindu málsins. Þær upplýsingar hljóti að eiga erindi við almenning.Krafa um upplýsingar „Þetta er lykilatriði í málsmeðferðinni. Ef hann (dómsformaðurinn) metur það svo að þetta sé svo viðkvæmt að fjölmiðlar geti ekki verið í dómssalnum þá hlýtur að vera gerð sú krafa til dómara að koma því sem fram kom á framfæri í einhvers konar samantekt.“ Það sé lykilatriði fyrir lýðræðislegt samfélag að dómshald sé opið. „Ég skil það sjónarmið að umfjöllun sé þungbær fyrir aðstandendur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorglegi atburður gerðist. Fjölmiðlar eru að framfylgja sínu hlutverki og skyldu.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira